Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Máni Snær Þorláksson skrifar 9. júlí 2023 12:14 Ennþá er ekkert eldgos hafið en nokkuð kröftugir skjálftar mældust í morgun á Reykjanesinu. Vísir/Vilhelm Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. Áfram heldur suðvesturhornið að titra án þess að eldgos komi. Í nótt og í morgun hefur skjálfavirknin verið nokkuð mikil en alls hafa sjö skjálftar mælst yfir þremur að stærð síðan á miðnætti. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að þar sé nú verið að skoða tvo möguleika í stöðunni. „Staðan er þannig að það komu nokkuð kröftugir skjálftar í nótt og í morgun. Þetta eru í rauninni tveir möguleikar sem við erum að velta okkur upp úr. Annars vegar að þetta sé gikkverkun á mjög nálægum sprungum á svæðinu eða þá að það sé fyrirstaða að kvikan komist ofar og hún sé mögulega að reyna brjóta sér leið lengra til norðausturs. Það svona eru tveir möguleikar sem við erum að skoða.“ Nú sé verið að skoða gögn, bíða eftir GPS hnitum og meta skjálftastöðuna. „Það er erfitt að segja til um hvað verður í rauninni þannig við bara fylgjumst vel með gangi mála.“ Þá segir hún að það sé erfitt að segja til um það hvers vegna eldgos sé ekki ennþá hafið. „Maður reynir að setja jörðina í svona reglur en hún hegðar sér náttúrulega alls konar. Það virðist vera einhver fyrirstaða að hún nái upp á yfirborð þannig það er bara spurning hvort henni tekst það eða ekki. Þannig við fylgjumst með,“ Vara við grjóthrunshættu Síðan skjálftahrinan hófst síðastliðinn þriðjudag hefur fólk beðið eftir því að eldgos hefjist. Nokkuð hefur verið um mannaferðir á skjálftasvæðinu en einhver hætta er á grjóthruni þar vegna skjálftanna. „Það eru ennþá stórir skjálftar að mælast þannig við vörum við grjóthrunshættu í bröttum hlíðum,“ segir Lovísa. Grjót hrundi einmitt á svæðinu í gær. Ragnheiður Ragnarsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, tók eftir því að grjót hrundi á veg í nágrenni við Kleifarvatn. Ragnheiður var stödd ásamt eiginmanni sínum við upptök jarðskjálftans sem var 4,5 að stærð þegar hann reið yfir. Hún og eiginmaður hennar sögðust aldrei hafa upplifað annað eins. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Áfram heldur suðvesturhornið að titra án þess að eldgos komi. Í nótt og í morgun hefur skjálfavirknin verið nokkuð mikil en alls hafa sjö skjálftar mælst yfir þremur að stærð síðan á miðnætti. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að þar sé nú verið að skoða tvo möguleika í stöðunni. „Staðan er þannig að það komu nokkuð kröftugir skjálftar í nótt og í morgun. Þetta eru í rauninni tveir möguleikar sem við erum að velta okkur upp úr. Annars vegar að þetta sé gikkverkun á mjög nálægum sprungum á svæðinu eða þá að það sé fyrirstaða að kvikan komist ofar og hún sé mögulega að reyna brjóta sér leið lengra til norðausturs. Það svona eru tveir möguleikar sem við erum að skoða.“ Nú sé verið að skoða gögn, bíða eftir GPS hnitum og meta skjálftastöðuna. „Það er erfitt að segja til um hvað verður í rauninni þannig við bara fylgjumst vel með gangi mála.“ Þá segir hún að það sé erfitt að segja til um það hvers vegna eldgos sé ekki ennþá hafið. „Maður reynir að setja jörðina í svona reglur en hún hegðar sér náttúrulega alls konar. Það virðist vera einhver fyrirstaða að hún nái upp á yfirborð þannig það er bara spurning hvort henni tekst það eða ekki. Þannig við fylgjumst með,“ Vara við grjóthrunshættu Síðan skjálftahrinan hófst síðastliðinn þriðjudag hefur fólk beðið eftir því að eldgos hefjist. Nokkuð hefur verið um mannaferðir á skjálftasvæðinu en einhver hætta er á grjóthruni þar vegna skjálftanna. „Það eru ennþá stórir skjálftar að mælast þannig við vörum við grjóthrunshættu í bröttum hlíðum,“ segir Lovísa. Grjót hrundi einmitt á svæðinu í gær. Ragnheiður Ragnarsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, tók eftir því að grjót hrundi á veg í nágrenni við Kleifarvatn. Ragnheiður var stödd ásamt eiginmanni sínum við upptök jarðskjálftans sem var 4,5 að stærð þegar hann reið yfir. Hún og eiginmaður hennar sögðust aldrei hafa upplifað annað eins.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira