Reykjavík Segir borgina í forystu en lánastofnanir virðist draga lappirnar Oddiviti Framsóknar í borginni segir sjaldan eða aldrei annað eins lóðaframboð hafa verið í boði þar og nú. Hann hafnar með öllu gagnrýni Samtaka iðnaðarins um að borgin dragi lappirnar í málinu. Hins vegar sé áhyggjuefni að lánastofnanir virðist tregari en áður til að lána til byggingarframkvæmda. Innlent 29.11.2022 12:00 Þórir Snær Sigurðsson vann Rímnaflæði 2022 Sigurvegari Rímnaflæði 2022 er Þórir Snær Sigurðsson, Lil Hailo frá félagsmiðstöðinni Gleðibankinn í Reykjavík sem sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“. Í öðru sæti var Bjartmar Elí frá félagsmiðstöðinni Bólið í Mosfellsbæ með lagið „Fullorðnir menn“. Valur Rúnarsson Bridde úr félagsmiðstöðinni Kúlan í Kópavogi tók þriðja sætið með lagið „Auðmjúkur“. Tónlist 29.11.2022 10:36 Háskóli Íslands krefst 224 milljóna vegna vatnslekans Háskóli Íslands hefur krafið Veitur, tryggingafélagið VÍS og fleiri aðila um samtals 224 milljónir króna í skaðabætur vegna mikils vatnsleka sem varð á lóð skólans þann 21. janúar 2021. Innlent 29.11.2022 07:32 Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. Innlent 28.11.2022 20:09 Enn skorti lóðir í Reykjavík og regluverk allt of flókið Samtök iðnaðarins gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Uppbygging nýs íbúðarhúsnæðis sé ekki að mæta þörf. Þá taki skipulagsferlið í kringum nýbyggingar alltof langan tíma. Hægt væri að ná fram meiri hagkvæmni með því að einfalda regluverk. Innlent 28.11.2022 19:30 Gæsluvarðhald fjögurra framlengt og einum sleppt Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina. Innlent 28.11.2022 18:27 Opnuðu hverfisbar sem minnir á stofuna hennar ömmu Jakob Eggertsson, Jónas Heiðarr Guðnason, Ólafur Andri Benediktson og Sindri Árnason opnuðu í síðuasta mánuði nýjan bar í miðbænum. Bingo Drinkery opnaði þann 9 nóvember, nákvæmlega þremur árum og einum degi eftir að fyrsti staður þeirra, Jungle Cocktail Bar, opnaði á sínum tíma. Lífið 28.11.2022 16:31 „Það þorði enginn í okkur Bjössa“ „Þetta var bara stuð, við sluppum alveg við vesen og leiðindi. Þetta snerist eiginlega meira um það að fólk vildi fá mynd af sér með okkur,“ segir Jóhannes Felixson bakari og veitingamaður, betur þekktur sem Jói Fel. Margir ráku upp stór augu fyrir utan Bankastræti Club á föstudagskvöld þegar hann og Björn Leifsson eigandi World Class tóku að sér dyravörslu á staðnum, en eins og kunnugt er þá er dóttir Björns, Birgitta Líf á meðal eigenda skemmtistaðarins. Innlent 28.11.2022 13:54 Hátíðarstemning við tendrun Óslóartrésins Ljósin á Óslóartrénu voru tendruð á Austurvelli síðdegis í dag, á þessum fyrsta sunnudegi aðventu. Líf og fjör var í miðborginni og borgarbúar sungu jólalög á meðan ljósin voru tendruð. Jól 27.11.2022 22:10 Neitaði að yfirgefa lögreglustöð þrátt fyrir að vera laus úr haldi Ofurölvi einstaklingur sem fluttur var á lögreglustöð í nótt neitaði að fara heim þrátt fyrir að vera laus úr haldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en talsverður erill var hjá lögreglunni í nótt. Innlent 27.11.2022 17:48 Landhelgisgæslan dró skip til Reykjavíkur og myndaði aðgerðir Áhöfn varðskipsins Þórs kom íslensku togskipi til bjargar í gær þegar upp kom vélarbilun og leki inn í skipið. Áhöfnin tók aðgerðir sínar upp. Innlent 27.11.2022 15:28 Ljós Oslóartrésins tendruð Ljós Oslóartrésins verða tendruð við hátíðlega athöfn á Austurvelli klukkan 16 í dag, fyrsta sunnudag í aðventu. Innlent 27.11.2022 12:06 Tökum á vandanum Eitthvað þarf að gera í málefnum borgarinnar eins og Mbl bendir á í leiðara 22/11 og 26/11/22. Almenn óráðsía hefur gert borgarsjóð gjaldþrota í raun, sem aflar rekstrarfjár með skuldabréfaútgáfu og hækkar skuldir borgarsjóðs um 1 – 2 ma/mánuði. Skoðun 27.11.2022 12:01 Ruddist inn í íbúð í miðbænum og sofnaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um mann sem hafði farið óvelkominn inn í íbúð í miðbænum. Þetta var klukkan sjö í gærkvöldi en þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn sofandi í íbúðinni en hann hafði valdið einhverju tjóni þar. Innlent 27.11.2022 07:23 „Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. Innlent 26.11.2022 21:36 Mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að fara sérstaklega varlega í umferðinni í kvöld vegna mikillar hálku á höfuðborgarsvæðinu. Bíll fór út af Hellisheiðinni síðdegis í dag. Innlent 26.11.2022 20:40 Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað. Innlent 26.11.2022 20:16 Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. Innlent 26.11.2022 16:28 Sigur Rós fyllti Laugardalshöll út úr dyrum Húsfyllir og vel það var í Laugardalshöll í gær þegar stórsveitin Sigur Rós steig á svið í fyrsta skipti í fimm ár hér á landi. Lífið 26.11.2022 16:17 Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. Innlent 26.11.2022 12:10 Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. Innlent 26.11.2022 07:27 „Vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram“ Taka þarf tillit til hagsmuna margra mismunandi hópa við byggingu nýrrar þjóðarhallar samkvæmt meðlimi í framkvæmdanefnd verkefnisins. Sport 26.11.2022 07:01 Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. Innlent 26.11.2022 00:11 Hægt sjónvarp úr miðbænum í kvöld Lögregla verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur í kvöld og nótt. Lesendur Vísis geta séð miðborgina úr lofti á Vísi í kvöld. Innlent 25.11.2022 22:00 Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum. Innlent 25.11.2022 21:05 Fjögurra bíla árekstur á Miklubraut Fjórir bílar tjónuðust í árekstri á Miklubraut nærri Ártúnsbrekku rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Innlent 25.11.2022 15:52 Gunnar áfram hafnarstjóri Faxaflóahafna Stjórn Faxaflóahafna samþykkti að ráða Gunnar Tryggvason sem hafnarstjóra Faxaflóahafna á fundi sínum í morgun. Ráðgefandi hæfnisnefnd er sögð hafa mælt einróma með ráðningu Gunnars í stöðuna. Viðskipti innlent 25.11.2022 15:14 Slasaðist á ökkla eftir að bíl var ekið á rafhlaupahjól Ekið var á unglingsstúlku á rafhlaupahjóli á Suðurlandsbraut við Glæsibæ rétt fyrir klukkan eitt í dag. Viðkomandi var fluttur á bráðamóttöku Landspítala. Innlent 25.11.2022 13:05 Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli. Innlent 25.11.2022 12:00 Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld „Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi. Lífið 25.11.2022 10:43 « ‹ 149 150 151 152 153 154 155 156 157 … 334 ›
Segir borgina í forystu en lánastofnanir virðist draga lappirnar Oddiviti Framsóknar í borginni segir sjaldan eða aldrei annað eins lóðaframboð hafa verið í boði þar og nú. Hann hafnar með öllu gagnrýni Samtaka iðnaðarins um að borgin dragi lappirnar í málinu. Hins vegar sé áhyggjuefni að lánastofnanir virðist tregari en áður til að lána til byggingarframkvæmda. Innlent 29.11.2022 12:00
Þórir Snær Sigurðsson vann Rímnaflæði 2022 Sigurvegari Rímnaflæði 2022 er Þórir Snær Sigurðsson, Lil Hailo frá félagsmiðstöðinni Gleðibankinn í Reykjavík sem sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“. Í öðru sæti var Bjartmar Elí frá félagsmiðstöðinni Bólið í Mosfellsbæ með lagið „Fullorðnir menn“. Valur Rúnarsson Bridde úr félagsmiðstöðinni Kúlan í Kópavogi tók þriðja sætið með lagið „Auðmjúkur“. Tónlist 29.11.2022 10:36
Háskóli Íslands krefst 224 milljóna vegna vatnslekans Háskóli Íslands hefur krafið Veitur, tryggingafélagið VÍS og fleiri aðila um samtals 224 milljónir króna í skaðabætur vegna mikils vatnsleka sem varð á lóð skólans þann 21. janúar 2021. Innlent 29.11.2022 07:32
Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. Innlent 28.11.2022 20:09
Enn skorti lóðir í Reykjavík og regluverk allt of flókið Samtök iðnaðarins gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Uppbygging nýs íbúðarhúsnæðis sé ekki að mæta þörf. Þá taki skipulagsferlið í kringum nýbyggingar alltof langan tíma. Hægt væri að ná fram meiri hagkvæmni með því að einfalda regluverk. Innlent 28.11.2022 19:30
Gæsluvarðhald fjögurra framlengt og einum sleppt Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina. Innlent 28.11.2022 18:27
Opnuðu hverfisbar sem minnir á stofuna hennar ömmu Jakob Eggertsson, Jónas Heiðarr Guðnason, Ólafur Andri Benediktson og Sindri Árnason opnuðu í síðuasta mánuði nýjan bar í miðbænum. Bingo Drinkery opnaði þann 9 nóvember, nákvæmlega þremur árum og einum degi eftir að fyrsti staður þeirra, Jungle Cocktail Bar, opnaði á sínum tíma. Lífið 28.11.2022 16:31
„Það þorði enginn í okkur Bjössa“ „Þetta var bara stuð, við sluppum alveg við vesen og leiðindi. Þetta snerist eiginlega meira um það að fólk vildi fá mynd af sér með okkur,“ segir Jóhannes Felixson bakari og veitingamaður, betur þekktur sem Jói Fel. Margir ráku upp stór augu fyrir utan Bankastræti Club á föstudagskvöld þegar hann og Björn Leifsson eigandi World Class tóku að sér dyravörslu á staðnum, en eins og kunnugt er þá er dóttir Björns, Birgitta Líf á meðal eigenda skemmtistaðarins. Innlent 28.11.2022 13:54
Hátíðarstemning við tendrun Óslóartrésins Ljósin á Óslóartrénu voru tendruð á Austurvelli síðdegis í dag, á þessum fyrsta sunnudegi aðventu. Líf og fjör var í miðborginni og borgarbúar sungu jólalög á meðan ljósin voru tendruð. Jól 27.11.2022 22:10
Neitaði að yfirgefa lögreglustöð þrátt fyrir að vera laus úr haldi Ofurölvi einstaklingur sem fluttur var á lögreglustöð í nótt neitaði að fara heim þrátt fyrir að vera laus úr haldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en talsverður erill var hjá lögreglunni í nótt. Innlent 27.11.2022 17:48
Landhelgisgæslan dró skip til Reykjavíkur og myndaði aðgerðir Áhöfn varðskipsins Þórs kom íslensku togskipi til bjargar í gær þegar upp kom vélarbilun og leki inn í skipið. Áhöfnin tók aðgerðir sínar upp. Innlent 27.11.2022 15:28
Ljós Oslóartrésins tendruð Ljós Oslóartrésins verða tendruð við hátíðlega athöfn á Austurvelli klukkan 16 í dag, fyrsta sunnudag í aðventu. Innlent 27.11.2022 12:06
Tökum á vandanum Eitthvað þarf að gera í málefnum borgarinnar eins og Mbl bendir á í leiðara 22/11 og 26/11/22. Almenn óráðsía hefur gert borgarsjóð gjaldþrota í raun, sem aflar rekstrarfjár með skuldabréfaútgáfu og hækkar skuldir borgarsjóðs um 1 – 2 ma/mánuði. Skoðun 27.11.2022 12:01
Ruddist inn í íbúð í miðbænum og sofnaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um mann sem hafði farið óvelkominn inn í íbúð í miðbænum. Þetta var klukkan sjö í gærkvöldi en þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn sofandi í íbúðinni en hann hafði valdið einhverju tjóni þar. Innlent 27.11.2022 07:23
„Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. Innlent 26.11.2022 21:36
Mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að fara sérstaklega varlega í umferðinni í kvöld vegna mikillar hálku á höfuðborgarsvæðinu. Bíll fór út af Hellisheiðinni síðdegis í dag. Innlent 26.11.2022 20:40
Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað. Innlent 26.11.2022 20:16
Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. Innlent 26.11.2022 16:28
Sigur Rós fyllti Laugardalshöll út úr dyrum Húsfyllir og vel það var í Laugardalshöll í gær þegar stórsveitin Sigur Rós steig á svið í fyrsta skipti í fimm ár hér á landi. Lífið 26.11.2022 16:17
Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. Innlent 26.11.2022 12:10
Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. Innlent 26.11.2022 07:27
„Vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram“ Taka þarf tillit til hagsmuna margra mismunandi hópa við byggingu nýrrar þjóðarhallar samkvæmt meðlimi í framkvæmdanefnd verkefnisins. Sport 26.11.2022 07:01
Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. Innlent 26.11.2022 00:11
Hægt sjónvarp úr miðbænum í kvöld Lögregla verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur í kvöld og nótt. Lesendur Vísis geta séð miðborgina úr lofti á Vísi í kvöld. Innlent 25.11.2022 22:00
Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum. Innlent 25.11.2022 21:05
Fjögurra bíla árekstur á Miklubraut Fjórir bílar tjónuðust í árekstri á Miklubraut nærri Ártúnsbrekku rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Innlent 25.11.2022 15:52
Gunnar áfram hafnarstjóri Faxaflóahafna Stjórn Faxaflóahafna samþykkti að ráða Gunnar Tryggvason sem hafnarstjóra Faxaflóahafna á fundi sínum í morgun. Ráðgefandi hæfnisnefnd er sögð hafa mælt einróma með ráðningu Gunnars í stöðuna. Viðskipti innlent 25.11.2022 15:14
Slasaðist á ökkla eftir að bíl var ekið á rafhlaupahjól Ekið var á unglingsstúlku á rafhlaupahjóli á Suðurlandsbraut við Glæsibæ rétt fyrir klukkan eitt í dag. Viðkomandi var fluttur á bráðamóttöku Landspítala. Innlent 25.11.2022 13:05
Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli. Innlent 25.11.2022 12:00
Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld „Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi. Lífið 25.11.2022 10:43