Reykjavík Brjóta páskaeggin svo flestir skjólstæðingar fái mola Búist er við fjölmenni í mat hjá Samhjálp á páskadag en daglega koma hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns í hádegismat að sögn verkefnastýru kaffistofunnar. Fjölgað hafi í hóp þeirra sem þurfi á aðstoð að halda. Ekki er til nóg af páskaeggjum fyrir alla á páskadag. Innlent 2.4.2021 14:10 Eldur kom upp í kjallaraíbúð Tilkynnt var um eld í kjallaraíbúð í miðborg Reykjavíkur á tíunda tímanum í gærkvöldi, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu. Engin slys urðu á fólki og var slökkvistarfi lokið upp úr klukkan tíu. Innlent 2.4.2021 08:38 Iðnaðarmenn lögðu milljónamæring í deilu um innréttingar á Fjölnisvegi Athafnamanninum Ingólfi Abrahim Shain, eiganda bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, hefur verið gert að greiða trésmíðaverkstæðinu Sérsmíði tæplega 700 þúsund krónur í kjölfar ágreinings um innréttingar á heimili hans við Fjölnisveg 11 í Reykjavík. Viðskipti innlent 2.4.2021 08:01 Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. Innlent 1.4.2021 12:48 Ingi skólastjóri kveður Verzló Ingi Ólafsson, sem gegnt hefur stöðu skólastjóra Verzlunarskóla Íslands í fjórtán ár, lætur senn af störfum en staða skólastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar. Innlent 1.4.2021 10:24 Stolinn bíll fannst fjórum tímum síðar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot og þjófnað í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í nótt. Í dagbók lögreglu kemur fram að veski, bíllyklum og fleiri munum hafi verið stolið. Bíl húsráðanda hafði verið stolið, en hann fannst um fjórum tímum síðar, mannlaus í Breiðholti. Innlent 1.4.2021 07:35 Mygla fannst einnig í Korpuskóla Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. Innlent 31.3.2021 21:57 Krummi sem heldur að hann sé hundur Hrafninn Dimma heldur að hann sé hundur því henni þykir ekkert meira skemmtilegt en að leika við Rjúpu, sem er sextíu kíló hundur á heimili við Elliðavatn. Innlent 31.3.2021 20:03 Styrkur svifryks langt yfir heilsuverndarmörkum Styrkur svifryks var rúmlega tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistð við Grensásveg í morgun. Hægur vindur er í borginni, götur þurrar og búist við svipuðum aðstæðum næstu daga. Innlent 31.3.2021 14:33 Réðst á öryggisvörð sem benti á grímuskyldu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning skömmu fyrir klukkan sex í gærkvöldi um líkamsárás í Vínbúðinni í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 31.3.2021 06:56 „Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma“ Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir að hafa þurfi hraðar hendur til að breyta Fosshóteli í Reykjavík í farsóttarhús. Gott hefði verið að fá meiri fyrirvara, en tilkynnt var í dag að fólk sem ferðast hingað til lands frá svokölluðum rauðum svæðum þurfi í farsóttarhús frá og með 1. apríl. Innlent 30.3.2021 18:57 Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. Innlent 30.3.2021 15:36 Enginn nemandi í Laugalækjarskóla reyndist smitaður eftir skimun Enginn nemandi í Laugalækjarskóla greindist með kórónuveiruna í gær. Nemendur voru skimaðir í gær eftir að einn nemandi greindist í síðustu viku. Þeir hafa allir verið í sóttkví síðan þá, eða í sex daga. Innlent 30.3.2021 10:57 Velti bílnum þegar hann reyndi að komast undan lögreglu Um klukkan hálftvö í nótt ætluðu lögreglumenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að stöðva bíl í Árbænum í Reykjavík. Innlent 30.3.2021 06:52 Réðst á starfsmann veitingahúss Laust eftir klukkan hálfníu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 29.3.2021 06:34 Tólf hávaðaútköll en flestir veitingastaðir með sóttvarnir á hreinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti 42 veitingastaði í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og voru þeir flestir með „allt á hreinu“ varðandi fjöldatakmarkanir og sóttvarnareglur. Um það bil þrjátíu staðir í öðrum hverfum voru einnig heimsóttir og var sama uppi á teningnum þar, þó árétta þurfti á nokkrum stöðum reglur um opnunartíma og skráningu gesta. Innlent 28.3.2021 07:39 Borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar í Airbnb-máli Landsréttur staðfesti í gær sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var sýknuð af kröfum Reykjavík Developement ehf. Málið snerist um synjun á leyfisumtóskn félagsins til reksturs Airbnb-íbúðargistingar í íbúð í eigu félagsins. Borgarstjóri fagnar niðurstöðunni. Viðskipti innlent 27.3.2021 16:30 Heilsugæslunni tókst að bólusetja fleiri en voru boðaðir Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tókst að bólusetja 4400 manns fædda árin 1946-1949 í dag. Fólk var afar ánægt með að fá loks bólusetningu og fáir sem gerðu athugasemd við að bólusett var með bóluefni Astra Zeneca. Innlent 26.3.2021 20:00 Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. Innlent 26.3.2021 18:46 Björguðu kettlingi sem hafði verið fastur uppi í tré í sólarhring Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins björguðu kettlingi úr tré við Hátún rétt eftir hádegi í gær. Lífið 26.3.2021 11:32 Sautján ára á 123 kílómetra hraða Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um klukkan 22 í gærkvöldi ökumann í hverfi 105 þar sem hann ók á 123 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraðinn er 80. Innlent 26.3.2021 06:19 Ekki þægilegt fyrir starfsfólkið að heyra að smit væri komið upp Leikskólastjórar harma að takmarkanir hafi ekki verið settar á starfsemi leikskóla. Leikskólastjóri vill sjá lágmarksstarfsemi á leikskólum fyrir vel skilgreinda forgangshópa. Innlent 25.3.2021 19:01 Á annan tug með réttarstöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefna- og fjársvikamáli Vel á annan tug manna eru með réttarstöðu sakbornings og tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefna- og fjársvikamáls sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar. Húsleit hefur verið gerð á öðrum tug staða, bæði á heimilum og í fyrirtækjum vegna málsins. Innlent 25.3.2021 17:54 Engar upplýsingar um fleiri smit í Hlíðaskóla Skólastjórnendum í Hlíðaskóla í Reykjavík hafa ekki borist upplýsingar um að fleiri nemendur eða starfsmenn hafi smitast af kórónuveirunni. Innlent 25.3.2021 11:22 Uppfært: Enginn úr Laugarnesskóla greindist með veiruna í gær Skólastjórnendur í Laugarnesskóla hafa fengið þær upplýsingar að enginn nemandi hafi greinst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær. Áður töldu þeir sig vita að einhverjir hefðu greinst. Innlent 25.3.2021 10:22 Smit í fjórum grunnskólum í Reykjavík Nemandi í unglingadeild Hlíðaskóla greindist með kórónuveiruna í gær og því hefur verið ákveðið að senda alla nemendur skólans í 8., 9. og 10. bekk í sóttkví. Þetta kom fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra í gærkvöldi. Innlent 25.3.2021 07:54 Réðst á konu og var svo mættur fyrir utan hús hennar skömmu síðar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi karlmann sem hafði kýlt konu í andlitið í miðborg Reykjavíkur og svo farið af vettvangi. Skömmu síðar tilkynnti konan að árásarmaðurinn væri mættur fyrir framan hús hennar. Innlent 25.3.2021 06:15 Hættustig, neyðarstig og alls konar bannað Það er óhætt að ætla að hertar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti hafi verið mörgum vonbrigði. Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og ná til landsins alls. Til viðbótar við hertar aðgerðir hefur hættustigi verið lýst yfir á Landspítala og neyðarstigi almannavarna hefur sömuleiðis verið lýst yfir. Innlent 24.3.2021 23:54 Nemandi í Laugalækjarskóla greindist með veiruna Nemandi í 8. bekk í Laugalækjarskóla hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfestir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, í samtali við Vísi. Ákveðið hefur verið að allir nemendur skólans verið sendir í sóttkví fram á mánudag og þeir kennarar sem kenndu umræddum bekk auk annars starfsfólks skólans. Innlent 24.3.2021 22:42 Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. Innlent 24.3.2021 22:00 « ‹ 294 295 296 297 298 299 300 301 302 … 334 ›
Brjóta páskaeggin svo flestir skjólstæðingar fái mola Búist er við fjölmenni í mat hjá Samhjálp á páskadag en daglega koma hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns í hádegismat að sögn verkefnastýru kaffistofunnar. Fjölgað hafi í hóp þeirra sem þurfi á aðstoð að halda. Ekki er til nóg af páskaeggjum fyrir alla á páskadag. Innlent 2.4.2021 14:10
Eldur kom upp í kjallaraíbúð Tilkynnt var um eld í kjallaraíbúð í miðborg Reykjavíkur á tíunda tímanum í gærkvöldi, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu. Engin slys urðu á fólki og var slökkvistarfi lokið upp úr klukkan tíu. Innlent 2.4.2021 08:38
Iðnaðarmenn lögðu milljónamæring í deilu um innréttingar á Fjölnisvegi Athafnamanninum Ingólfi Abrahim Shain, eiganda bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, hefur verið gert að greiða trésmíðaverkstæðinu Sérsmíði tæplega 700 þúsund krónur í kjölfar ágreinings um innréttingar á heimili hans við Fjölnisveg 11 í Reykjavík. Viðskipti innlent 2.4.2021 08:01
Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. Innlent 1.4.2021 12:48
Ingi skólastjóri kveður Verzló Ingi Ólafsson, sem gegnt hefur stöðu skólastjóra Verzlunarskóla Íslands í fjórtán ár, lætur senn af störfum en staða skólastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar. Innlent 1.4.2021 10:24
Stolinn bíll fannst fjórum tímum síðar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot og þjófnað í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í nótt. Í dagbók lögreglu kemur fram að veski, bíllyklum og fleiri munum hafi verið stolið. Bíl húsráðanda hafði verið stolið, en hann fannst um fjórum tímum síðar, mannlaus í Breiðholti. Innlent 1.4.2021 07:35
Mygla fannst einnig í Korpuskóla Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. Innlent 31.3.2021 21:57
Krummi sem heldur að hann sé hundur Hrafninn Dimma heldur að hann sé hundur því henni þykir ekkert meira skemmtilegt en að leika við Rjúpu, sem er sextíu kíló hundur á heimili við Elliðavatn. Innlent 31.3.2021 20:03
Styrkur svifryks langt yfir heilsuverndarmörkum Styrkur svifryks var rúmlega tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistð við Grensásveg í morgun. Hægur vindur er í borginni, götur þurrar og búist við svipuðum aðstæðum næstu daga. Innlent 31.3.2021 14:33
Réðst á öryggisvörð sem benti á grímuskyldu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning skömmu fyrir klukkan sex í gærkvöldi um líkamsárás í Vínbúðinni í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 31.3.2021 06:56
„Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma“ Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir að hafa þurfi hraðar hendur til að breyta Fosshóteli í Reykjavík í farsóttarhús. Gott hefði verið að fá meiri fyrirvara, en tilkynnt var í dag að fólk sem ferðast hingað til lands frá svokölluðum rauðum svæðum þurfi í farsóttarhús frá og með 1. apríl. Innlent 30.3.2021 18:57
Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. Innlent 30.3.2021 15:36
Enginn nemandi í Laugalækjarskóla reyndist smitaður eftir skimun Enginn nemandi í Laugalækjarskóla greindist með kórónuveiruna í gær. Nemendur voru skimaðir í gær eftir að einn nemandi greindist í síðustu viku. Þeir hafa allir verið í sóttkví síðan þá, eða í sex daga. Innlent 30.3.2021 10:57
Velti bílnum þegar hann reyndi að komast undan lögreglu Um klukkan hálftvö í nótt ætluðu lögreglumenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að stöðva bíl í Árbænum í Reykjavík. Innlent 30.3.2021 06:52
Réðst á starfsmann veitingahúss Laust eftir klukkan hálfníu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 29.3.2021 06:34
Tólf hávaðaútköll en flestir veitingastaðir með sóttvarnir á hreinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti 42 veitingastaði í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og voru þeir flestir með „allt á hreinu“ varðandi fjöldatakmarkanir og sóttvarnareglur. Um það bil þrjátíu staðir í öðrum hverfum voru einnig heimsóttir og var sama uppi á teningnum þar, þó árétta þurfti á nokkrum stöðum reglur um opnunartíma og skráningu gesta. Innlent 28.3.2021 07:39
Borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar í Airbnb-máli Landsréttur staðfesti í gær sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var sýknuð af kröfum Reykjavík Developement ehf. Málið snerist um synjun á leyfisumtóskn félagsins til reksturs Airbnb-íbúðargistingar í íbúð í eigu félagsins. Borgarstjóri fagnar niðurstöðunni. Viðskipti innlent 27.3.2021 16:30
Heilsugæslunni tókst að bólusetja fleiri en voru boðaðir Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tókst að bólusetja 4400 manns fædda árin 1946-1949 í dag. Fólk var afar ánægt með að fá loks bólusetningu og fáir sem gerðu athugasemd við að bólusett var með bóluefni Astra Zeneca. Innlent 26.3.2021 20:00
Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. Innlent 26.3.2021 18:46
Björguðu kettlingi sem hafði verið fastur uppi í tré í sólarhring Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins björguðu kettlingi úr tré við Hátún rétt eftir hádegi í gær. Lífið 26.3.2021 11:32
Sautján ára á 123 kílómetra hraða Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um klukkan 22 í gærkvöldi ökumann í hverfi 105 þar sem hann ók á 123 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraðinn er 80. Innlent 26.3.2021 06:19
Ekki þægilegt fyrir starfsfólkið að heyra að smit væri komið upp Leikskólastjórar harma að takmarkanir hafi ekki verið settar á starfsemi leikskóla. Leikskólastjóri vill sjá lágmarksstarfsemi á leikskólum fyrir vel skilgreinda forgangshópa. Innlent 25.3.2021 19:01
Á annan tug með réttarstöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefna- og fjársvikamáli Vel á annan tug manna eru með réttarstöðu sakbornings og tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefna- og fjársvikamáls sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar. Húsleit hefur verið gerð á öðrum tug staða, bæði á heimilum og í fyrirtækjum vegna málsins. Innlent 25.3.2021 17:54
Engar upplýsingar um fleiri smit í Hlíðaskóla Skólastjórnendum í Hlíðaskóla í Reykjavík hafa ekki borist upplýsingar um að fleiri nemendur eða starfsmenn hafi smitast af kórónuveirunni. Innlent 25.3.2021 11:22
Uppfært: Enginn úr Laugarnesskóla greindist með veiruna í gær Skólastjórnendur í Laugarnesskóla hafa fengið þær upplýsingar að enginn nemandi hafi greinst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær. Áður töldu þeir sig vita að einhverjir hefðu greinst. Innlent 25.3.2021 10:22
Smit í fjórum grunnskólum í Reykjavík Nemandi í unglingadeild Hlíðaskóla greindist með kórónuveiruna í gær og því hefur verið ákveðið að senda alla nemendur skólans í 8., 9. og 10. bekk í sóttkví. Þetta kom fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra í gærkvöldi. Innlent 25.3.2021 07:54
Réðst á konu og var svo mættur fyrir utan hús hennar skömmu síðar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi karlmann sem hafði kýlt konu í andlitið í miðborg Reykjavíkur og svo farið af vettvangi. Skömmu síðar tilkynnti konan að árásarmaðurinn væri mættur fyrir framan hús hennar. Innlent 25.3.2021 06:15
Hættustig, neyðarstig og alls konar bannað Það er óhætt að ætla að hertar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti hafi verið mörgum vonbrigði. Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og ná til landsins alls. Til viðbótar við hertar aðgerðir hefur hættustigi verið lýst yfir á Landspítala og neyðarstigi almannavarna hefur sömuleiðis verið lýst yfir. Innlent 24.3.2021 23:54
Nemandi í Laugalækjarskóla greindist með veiruna Nemandi í 8. bekk í Laugalækjarskóla hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfestir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, í samtali við Vísi. Ákveðið hefur verið að allir nemendur skólans verið sendir í sóttkví fram á mánudag og þeir kennarar sem kenndu umræddum bekk auk annars starfsfólks skólans. Innlent 24.3.2021 22:42
Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. Innlent 24.3.2021 22:00