Hlaup hafið úr Grímsvötnum Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2025 14:19 Grímsvötn úr lofti árið 2021. Vísir/Rax Undanfarna daga hefur mælst hægt vaxandi hlaupórói á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli. Það bendir til þess að jökulhlaup sé hafið úr Grímsvötnum. Í tilkynningu þess efnis á vef Veðurstofu Íslands segir að jökulhlaup úr Grímsvötnum komi fram undan Skeiðarárjökli og renni í Gígjukvísl. Hlaupin séu vanalega hægt vaxandi og liðið geti nokkrir dagar þangað til fyrstu merki um hlaupvatn mælist á vatnamælingastöðinni í Gígjukvísl og aftur nokkrir dagar til viðbótar þangað til hlaupið nær hámarksrennsli. Nokkur úrkoma hafi verið á Suðausturlandi og gert sé ráð fyrir enn frekari úrkomu í dag og næstu daga. Úrkoman geti gert það erfiðara að greina fyrstu merki um hlaupið í Gígjukvísl. Ár frá síðasta hlaupi Síðast hafi orðið jökulhlaup úr Grímsvötnum fyrir nær nákvæmlega ári síðan og þaðan hafi hlaupið með um það bil árs millibili síðan í nóvember 2021. Þar áður hafi verið heldur lengra á milli hlaupa og seinasta hlaup fyrir 2021 hafi verið hlaupið árið 2018. Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar sé vatnsmagn í Grímsvötnum nú um 0,25 rúmkílómetrar, sem sé sambærilegt eða tæplega það sem var í vötnunum fyrir síðasta hlaup. Þetta vatnsmagn sé tæpur þriðjungur þess sem var í vötnunum fyrir hlaup í lok árs 2021. Erfitt að meta hlaupið Ekki náist samband við GPS-tæki Jarðvísindastofnunar á íshellunni í Grímsvötnum og því sé erfiðara að leggja mat á það hversu ört vatnið rennur úr vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli en óróamælingar á Grímsfjalli gefi vísbendingar um þróun hlaupsins. Sé miðað við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu hlaupum megi gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði líklega í lok þessarar viku. Hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 náist svo um einum til tveimur sólarhringum seinna. Miðað við það vatnsmagn sem safnast hafi í Grímsvötnum sé líklegt að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 rúmmetra á sekúndu. Búast megi við að hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 verði svipað og hámarksrennsli úr Grímsvötnum. Hlaupið ætti því ekki að hafa nein áhrif á mannvirki, svo sem vegi og brýr. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigu Almannavarna vegna hlaupsins. Á óvissustigi má ætla að atburðarás geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Fylgst er betur með svæðinu og reglulegt hættumat framkvæmt. Fréttin hefur verið uppfærð. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Veðurstofu Íslands segir að jökulhlaup úr Grímsvötnum komi fram undan Skeiðarárjökli og renni í Gígjukvísl. Hlaupin séu vanalega hægt vaxandi og liðið geti nokkrir dagar þangað til fyrstu merki um hlaupvatn mælist á vatnamælingastöðinni í Gígjukvísl og aftur nokkrir dagar til viðbótar þangað til hlaupið nær hámarksrennsli. Nokkur úrkoma hafi verið á Suðausturlandi og gert sé ráð fyrir enn frekari úrkomu í dag og næstu daga. Úrkoman geti gert það erfiðara að greina fyrstu merki um hlaupið í Gígjukvísl. Ár frá síðasta hlaupi Síðast hafi orðið jökulhlaup úr Grímsvötnum fyrir nær nákvæmlega ári síðan og þaðan hafi hlaupið með um það bil árs millibili síðan í nóvember 2021. Þar áður hafi verið heldur lengra á milli hlaupa og seinasta hlaup fyrir 2021 hafi verið hlaupið árið 2018. Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar sé vatnsmagn í Grímsvötnum nú um 0,25 rúmkílómetrar, sem sé sambærilegt eða tæplega það sem var í vötnunum fyrir síðasta hlaup. Þetta vatnsmagn sé tæpur þriðjungur þess sem var í vötnunum fyrir hlaup í lok árs 2021. Erfitt að meta hlaupið Ekki náist samband við GPS-tæki Jarðvísindastofnunar á íshellunni í Grímsvötnum og því sé erfiðara að leggja mat á það hversu ört vatnið rennur úr vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli en óróamælingar á Grímsfjalli gefi vísbendingar um þróun hlaupsins. Sé miðað við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu hlaupum megi gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði líklega í lok þessarar viku. Hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 náist svo um einum til tveimur sólarhringum seinna. Miðað við það vatnsmagn sem safnast hafi í Grímsvötnum sé líklegt að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 rúmmetra á sekúndu. Búast megi við að hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 verði svipað og hámarksrennsli úr Grímsvötnum. Hlaupið ætti því ekki að hafa nein áhrif á mannvirki, svo sem vegi og brýr. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigu Almannavarna vegna hlaupsins. Á óvissustigi má ætla að atburðarás geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Fylgst er betur með svæðinu og reglulegt hættumat framkvæmt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira