Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 09:02 Flóðavöktunarstöð sem sett var upp í Leirá syðri þann 14. nóvember 2024. Í bakgrunni sést í Sandfellsjökul en hlaupvatnið kemur þaðan undan jöklinum. Njáll Fannar Reynisson/Veðurstofa Íslands Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm er enn í gangi. Vatnshækkun og rafleiðni hefur farið mjög hægt vaxandi í nótt samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að náið sé fylgst með aðstæðum og að uppfærsla um hlaupið verði birt á heimasíðu þeirra í dag. Greint var frá því í gær að rafleiðni og vatnshæð hefði hækkað í Leirá Syðri samkvæmt mælingum nýlegs vöktunarmælis framan við Sandfellsjökul. Hækkuð rafleiðni og vatnshæð hafi einnig sést í mælingum við brúna á þjóðvegi 1 yfir Skálm, en Leirá Syðri rennur í Skálm ofan vegarins. Einnig kom fram að tilkynningar um brennisteinslykt hefðu borist Veðurstofunni frá Þórsmörk og við Emstruá. Fólki var því beðið að sýna aðgát við upptök árinnar þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. Í tilkynningu Veðurstofunnar í gær sagði að hlaup sem þessi frá jarðhitasvæðum við jökulbotn séu þekkt í ýmsum ám í kringum Mýrdalsjökul, svo sem í Múlakvísl og Fremri-Emstruá. Í gegnum tíðina hafi komið misstór hlaup í Leirá. Á árunum 1995 til 2000 hafi árlega komið hlaup í ána auk þess sem lítið hlaup kom í ána árið 2012. Ekkert tjón varð af þessum hlaupum utan þess að framburður þeirra hækkaði aurkeilu Leirár sunnan Sandfells sem leiddi til þess að syðri kvísl Leirár leitaði inn á ný svæði og að lokum yfir í Skálm. Kort sem sýnir staðsetningu flóðavöktunarmæla í kringum Mýrdalsjökul. Mælar í Leirá syðri (V665) og Skálm (V412) er merktir með appelsínugulum hring.Veðurstofan „Í lok júlí í fyrrasumar kom einnig lítið hlaup í Leirá Syðri og Skálm. Í kjölfar þess hlaups kom óvænt umtalsvert hlaup sem flæddi yfir þjóðveg 1 og rauf hann á kafla. Hlaupið átti uppruna sinn í tveimur kötlum í Mýrdalsjökli sunnan við Austmannsbungu. Katlarnir eru myndaðir vegna bráðnunar íss af völdum jarðhita við jökulbotn. Í kjölfar stóra hlaupsins í lok júlí 2024 hafa fjögur minni hlaup orðið í ánni. Ekkert tjón varð að völdum þeirra. Seinasta slíka hlaup varð í desember síðastliðnum ,“ sagði í tilkynningunni. Nánar hér á vef Veðurstofunnar. Mýrdalshreppur Jöklar á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Flogið þangað sem enginn kemst nema í draumi „Það er auðvelt að gleyma sér og stara á stórbrotin listaverk skriðjöklanna, horfa á með augum fuglsins, fljúga þangað sem engin kemst nema í draumi.“ 1. október 2024 10:01 Stór skjálfti í Goðabungu Jarðskjálfti sem mældist 3,7 stig reið yfir í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan sex í morgun. 30. september 2024 07:39 Hlaupið í rénun Jökulhlaup sem staðið hefur yfir í Skálm undanfarna sólarhringa er í rénun. 10. september 2024 14:05 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira
Greint var frá því í gær að rafleiðni og vatnshæð hefði hækkað í Leirá Syðri samkvæmt mælingum nýlegs vöktunarmælis framan við Sandfellsjökul. Hækkuð rafleiðni og vatnshæð hafi einnig sést í mælingum við brúna á þjóðvegi 1 yfir Skálm, en Leirá Syðri rennur í Skálm ofan vegarins. Einnig kom fram að tilkynningar um brennisteinslykt hefðu borist Veðurstofunni frá Þórsmörk og við Emstruá. Fólki var því beðið að sýna aðgát við upptök árinnar þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. Í tilkynningu Veðurstofunnar í gær sagði að hlaup sem þessi frá jarðhitasvæðum við jökulbotn séu þekkt í ýmsum ám í kringum Mýrdalsjökul, svo sem í Múlakvísl og Fremri-Emstruá. Í gegnum tíðina hafi komið misstór hlaup í Leirá. Á árunum 1995 til 2000 hafi árlega komið hlaup í ána auk þess sem lítið hlaup kom í ána árið 2012. Ekkert tjón varð af þessum hlaupum utan þess að framburður þeirra hækkaði aurkeilu Leirár sunnan Sandfells sem leiddi til þess að syðri kvísl Leirár leitaði inn á ný svæði og að lokum yfir í Skálm. Kort sem sýnir staðsetningu flóðavöktunarmæla í kringum Mýrdalsjökul. Mælar í Leirá syðri (V665) og Skálm (V412) er merktir með appelsínugulum hring.Veðurstofan „Í lok júlí í fyrrasumar kom einnig lítið hlaup í Leirá Syðri og Skálm. Í kjölfar þess hlaups kom óvænt umtalsvert hlaup sem flæddi yfir þjóðveg 1 og rauf hann á kafla. Hlaupið átti uppruna sinn í tveimur kötlum í Mýrdalsjökli sunnan við Austmannsbungu. Katlarnir eru myndaðir vegna bráðnunar íss af völdum jarðhita við jökulbotn. Í kjölfar stóra hlaupsins í lok júlí 2024 hafa fjögur minni hlaup orðið í ánni. Ekkert tjón varð að völdum þeirra. Seinasta slíka hlaup varð í desember síðastliðnum ,“ sagði í tilkynningunni. Nánar hér á vef Veðurstofunnar.
Mýrdalshreppur Jöklar á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Flogið þangað sem enginn kemst nema í draumi „Það er auðvelt að gleyma sér og stara á stórbrotin listaverk skriðjöklanna, horfa á með augum fuglsins, fljúga þangað sem engin kemst nema í draumi.“ 1. október 2024 10:01 Stór skjálfti í Goðabungu Jarðskjálfti sem mældist 3,7 stig reið yfir í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan sex í morgun. 30. september 2024 07:39 Hlaupið í rénun Jökulhlaup sem staðið hefur yfir í Skálm undanfarna sólarhringa er í rénun. 10. september 2024 14:05 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira
Flogið þangað sem enginn kemst nema í draumi „Það er auðvelt að gleyma sér og stara á stórbrotin listaverk skriðjöklanna, horfa á með augum fuglsins, fljúga þangað sem engin kemst nema í draumi.“ 1. október 2024 10:01
Stór skjálfti í Goðabungu Jarðskjálfti sem mældist 3,7 stig reið yfir í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan sex í morgun. 30. september 2024 07:39
Hlaupið í rénun Jökulhlaup sem staðið hefur yfir í Skálm undanfarna sólarhringa er í rénun. 10. september 2024 14:05