Akureyri

Fréttamynd

Leituðu að kaja­kræðara en fundu bara hvali

Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á Akureyri leituðu í meira en tvær klukkustundir að kajakræðara sem talið var að hefði lent í vandræðum í sjónum milli Akureyrar og Svalbarðsstrandar í dag. Talið er að um missýn hafi verið að ræða, þar sem mikið var um hvali á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist við að slökkva eld í potti

Einn slasaðist við að slökkva eld sem kom upp í potti við Múlasíðu á Akureyri nú síðdegis. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Skoraði á lögregluþjóna að koma og mæta örlögunum

Landsréttur hefur staðfest dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra um að maður sem sagður er hafa brotið margsinnis á skilyrðum reynslulausnar sinnar eigi að klára afplánun sína. Alls 497 daga. Þann 11. desember voru lögregluþjónar kallaðir til heimahúss á Akureyri þar sem tilkynnt hafði verið um mikil öskur og læti.

Innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn með þriðjungs­hlut í Kea­hótelum eftir endur­skipu­lagningu

Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tölum saman – á Akureyri

Kynbundið ofbeldi er kerfisbundið, útbreitt og á sér margar birtingarmyndir. Til þess að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi er þörf á aukinni þekkingu og fræðslu. Tölum saman!

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri sækja um matar­að­stoð fyrir jólin í ár

Hjálpræðishernum í Reykjavík hafa borist um 600 umsóknir um mataraðstoð fyrir jólin og er það gríðarleg aukning frá síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu á vef samtakanna. Á síðasta ári voru umsóknir í kring um 200 talsins.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert skyggni á Akureyri en rólegt hjá viðbragðsaðilum

Stíf norðanátt hefur verið á Akureyri undanfarin sólahring eða svo og talsverð snjókoma. Lítið skyggni er innanbæjar en búið er að ryðja helstu leiðir. Lögregla biður fólk um að fresta langferðum ef hægt er en dagurinn hefur verið rólegur hjá lögreglu og björgunarsveitum á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Byggja nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar hafa undirritað samning um byggingu nýs hjúkrunarheimilis við Vestursíðu 9 á Akureyri. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdar er um þrír milljarðar króna sem skiptist á þann veg að ríkið greiðir 85% og Akureyrarbær greiðir 15%.

Innlent
Fréttamynd

„Mér líður betur núna en klukkan átta í morgun“

Preben Pétursson, sem rekur Grand þvott á Akureyri, þar sem eldur kom upp í morgun, segir að það hafi aðeins liðið um sjö til átta mínútur frá því að öryggiskerfi gerði viðvart um eld í húsnæðinu og þangað til búið var að slökkva eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis

Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna.

Innlent
Fréttamynd

Gæðastarf í skólum Akureyrar

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti í lok nóvember fyrir þingsályktunartillögu um menntastefnu til ársins 2030.

Skoðun