
Sundlaugar og baðlón

Ólafur Egill þrýstir á borgina að lengja opnunartíma sundlauga um helgar
Ólafur Egill Egilsson leikari hefur efnt til undirskriftarsöfnunar þar sem þess er krafist að Reykjavíkurborg lengi opnunartíma sundlauga um helgar.

Sundgestum hefur fjölgað um yfir 40 þúsund á ári í Laugardalslaug
Af öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins eru flestir stakir miðar seldir í Laugardalslauginni. Flestir sem miðann kaupa eru erlendir ferðamenn, segir forstöðumaður laugarinnar. Næstvinsælasta laugin er Sundlaug Kópavogs.

Færri stakir miðar í sund
Sala á stökum miðum í sundlaugar Reykjavíkurborgar dróst saman um 18 prósent fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Má ekki fara í sund
Sigurður Ingi Þórðarson, oft þekktur sem Siggi hakkari, mun ekki sjást í Versalalaug í bráð.

Kynlausir klefar í allar sundlaugar borgarinnar
Einstaklingsklefar í allar sundlaugar.

Skólastjórar funda vegna sundferða dæmds barnaníðings
Fjórir skólastjórar í grunnskólum í Kópavogi hafa fundað með forstöðumanni Salalaugar vegna óánægju foreldra með að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í skólasundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur.

Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns
Sigurður Ingi Þórðarson hefur sést í Versalalaug þar sem börn í Salaskóla sækja skólasund.

Sundlaugar loka vegna landsleiksins
Sundlaugar víða um land munu loka fyrr í kvöld vegna landsleiks Ísland og Frakklands

Vill lengri opnun sundstaða
Tillagan kom fram við umræður um skýrslu stýrihóps um lýðheilsu og heilsueflingu barna og unglinga í leik- og grunnskólum og frístundastarfi.

Myndaði í laumi í búningsklefa kvenna
Starfsmaður Crossfit Reykjavík var vikið úr starfi og málið á borði lögreglu.

Frelsi að hafa val
Haldið var upp á ársafmæli #Freethenipple hér á landi í Laugardalslaug í dag.

Myndbönd af nöktum mönnum í Laugardalslaug birt á fjölsóttri klámsíðu
Forstöðumaður Laugardalslaugar segir símanotkun í búningsklefum vandamál og starfsfólk fái reglulega yfir sig skít og skammir þegar það gerir athugasemdir við símanotkun.

Heitu laugarnar á Íslandi sem þú verður að heimsækja í sumar
Heitar laugar á Íslandi eru á heimsmælikvarða. Vísir hefur fengið sérfróðan mann til að gefa Íslendingum innsýn inn í þetta merkilega fyrirbæri.

Styttist vonandi í sumarið því upp er kominn strandblaksvöllur
Laugardalslaug verður bara betri og betri.

Bjargað af botni Laugardalslaugar
Erlendur flogaveikur ferðamaður var fluttur á sjúkrahús í gær. Líðan hans er góð.

Ungmenni reyndu að stela skóm í Laugardalslaug
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru vægast sagt fjölbreytt í nótt.

Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina
Starfsmenn Laugardalslaugar áætla að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Skipuleggjendur viðburðarins eru himinlifandi með hvernig til tókst.

Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: "Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“
Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld.

Berbrjósta konur velkomnar í Laugardalslaugina
"Við höfum aldrei skipt okkur af þessu,“ segir forstöðumaður laugarinnar.

„Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir“
Hin fimmtán ára Nanna Björk Barkardóttir dró meðvitundarlausan mann á níræðisaldri upp af botni sundlaugar Akureyrar á dögunum.

Laugin verður heitari í haust
"Þegar vetur gengur í garð mun fjölskyldufólk geta boðið börnunum sínum upp á hlýrri barnalaug,“ segir Kjartan Magnússon, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þil úr ryðfríu stáli verður sett upp í Vesturbæjarlauginni í sumar til að skilja að fullorðinslaug og barnalaug.