Flóttafólk á Íslandi

Fréttamynd

Þögull barna­mála­ráð­herra

Fyrir sveitarfélögum liggur nú að taka afstöðu til samnings ríkisins um móttöku flóttafólks. Samningurinn er um margt ágætur en hann var lagður á borð sveitarfélaga án nokkurs samtals um hvað hann ætti að innihalda.

Skoðun
Fréttamynd

Út­lendinga­frum­varpið sam­þykkt

Meirihluti Alþingis hefur samþykkt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram á Alþingi í dag en þær voru jafnóðum felldar. Minnihlutaþingmenn voru ómyrkir í máli og gagnrýndu meirihlutann harðlega.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar­til­lögur felldar jafn­óðum

Þingmenn úr minnihluta Alþingis hafa lagt fram fjölmargar breytingartillögur á útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á fundi sem nú stendur yfir. Meirihluti þingmanna hefur fellt tillögurnar jafnóðum.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mælt fyrir utan Al­þingi

Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“

Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 

Innlent
Fréttamynd

Fundurinn einn sá ein­­kenni­­legasti að mati Sig­mars

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að opinn nefndarfundar Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem haldinn var að beiðni Birgis Þórarinssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins hafi verið einn einkennilegasti opni nefndarfundur í sögu Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Mörg ríki með verra drykkjarvatn en Venesúela að mati Birgis

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði gæði drykkjarvatns í Venesúela að umtalsefni á opnum nefndarfundi á Alþingi í dag þar sem rætt var um alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Suður-Ameríkuríkinu. Formaður kærunefndar útlendingamála benti Birgir hins vegar á að heildarmat á aðstæðum þar í landi benti til algjörs hruns réttarkerfisins. 

Innlent
Fréttamynd

Hækkun leigu og íbúðaverðs í boði ríkisvaldsins

Húsnæði fyrir flóttafólk er nánast uppurið eins og rakið hefur verið í fréttum. Í frétt Ríkisútvarpsins 4. mars sl. er haft eftir Gylfa Þór Þorsteinssyni, aðgerðastjóra móttöku flóttafólks, að gistiúrræði fyrir flóttafólk hér á landi verði fullt í þessari viku ef fram heldur sem horfir. Hann segir þörf á húsnæði sem geti rúmað tuttugu manns og upp úr.

Skoðun
Fréttamynd

Hjálpum þeim. Já, en hvernig?

Hjálpum þeim, lag Axels Einarssonar við texta Jóhanns G. Jóhannssonar í flutningi Hjálparsveitarinnar skipaðri mörgum af helstu stórsöngvarum þjóðarinnar snertir taug í brjósti sérhvers manns.

Skoðun
Fréttamynd

Árás á þjóðríkið

Við búum við hættuástand á landamærum að dómi ríkislögreglustjóra. Við horfum upp á ósjálfbæran innflutning fólks sem svarar til heils myndarlegs bæjarfélags á ári hverju. Styttist í að óbreyttu að ársskammturinn verði eins og einn Garðabær.

Skoðun
Fréttamynd

Leiðinlegasta grein sem þú munt lesa í dag

Á síðustu vikum hefur umræðan um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar verið hávær og mikið til tals. Í umræðunni hefur m.a. verið vikið að aðkomu Pírata í málinu og okkar samtali inni á þingi hvað þetta lagafrumvarp varðar. Eins hefur verið vikið að minni þátttöku og skoðunum í þessu máli og oftar en ekki hefur umræðan þróast á þann veg að mínar skoðanir séu þess háttar að ég vilji gæta hagsmuni útlendinga, því ég er jú, útlendingur.

Skoðun
Fréttamynd

Flúðu hörmungar í heima­landinu: „Stríðið hófst í raun og veru árið 2014“

Þrír Úkraínumenn sem hafa sest að hér á landi eftir að innrás Rússa hófst segja stöðuna í heimalandinu áfram erfiða. Þau þakka fyrir stuðning Íslendinga og segjast hafa fengið góðar móttökur, þó flóttinn hafi falið í sér ýmsar fórnir. Öll segjast þau elska heimalandið og eru fullviss um sigur Úkraínu en það muni taka tíma. Ein sem kom upprunalega frá Donbas bendir á að stríðið hafi í raun staðið yfir í níu ár.

Innlent
Fréttamynd

Til­­finninga­­þrungnir endur­­fundir móður og átta barna eftir fjögurra ára að­skilnað

Það var tilfinningaþrungin stund í Leifsstöð í dag, þegar Hodman Omar hitti börnin sín átta, eftir fjögurra ára aðskilnað. Hodman Omar er fjörutíu ára gömul, menntuð sem læknir og kemur frá Sómalíu. Hún er gift íslenskum manni, Gunnari Waage og hefur verið hér á landi í fjögur ár sem flóttamaður. Hún neyddist til að flýja heimili sitt í Mogadishu, Sómalíu þar sem hryðjuverkasamtökin al-Shaba höfðu tekið yfir. 

Innlent
Fréttamynd

Ísland sem söluvara

Staðan í hælisleitendamálum á Íslandi er stjórnlaus. Dómsmálaráðherra hefur nú viðurkennt þetta ítrekað sem og að þetta sé afleiðing af stefnu íslenskra stjórnvalda. Enn bendir þó fátt til þess að stjórnvöld geri sér grein fyrir eðli og umfangi vandans.

Skoðun
Fréttamynd

Minnstu bræðurnir

Kópavogur á að fara fyrir í að hjálpa þeim sem helst eru hjálpar þurfi, ekki vera eftirbátur annarra. Fjárfesting í betra samfélagi er góð fjárfesting sem skilar góðri ávöxtun á alla mælikvarða. Mannúð elur af sér mannúð.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta málþófi um útlendingafrumvarpið

Þingmenn Pírata eru hættir málþófi útlendingafrumvarpið svokallaða frá dómsmálaráðherra. Lítið sem ekkert annað hefur verið rætt á þingi á þessu ári en nú telja þingmennirnir að fullreynt sé að opna augu stjórnarliða um frumvarpið og galla þess. Píratar segja það skerða réttindi fólks á flótta.

Innlent
Fréttamynd

Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu svo dögum skiptir

Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er enn og aftur á dagskrá þingsins í dag en tillaga um að taka málið af dagskrá var felld og tillaga um að lengja þingfund samþykkt. Fjármálaráðherra sagði stjórnarandstöðuna beita sér í grímulausu málþófi undir því yfirskini að greiða fyrir störfum þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi barna í ó­­­tryggu hús­­næði tvö­faldast milli ára

Ríflega 400 börn búa við ótryggar húsnæðisaðstæður í Reykjavík og eru nánast tvöfalt fleiri en árið áður. Borgarfulltrúi í minnihlutanum segir ekki hægt að fela sig bakvið stöðuna í samfélaginu og kallar eftir meiri skynsemi af hálfu meirihlutans. Forgangsraða þurfi verkefnum í þágu fólksins en ekki í skreytingu torga. 

Innlent
Fréttamynd

Allt að fjörutíu flóttamenn í Múlaþing á árinu

Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Múlaþingi. Múlaþing mun taka á móti allt að fjörutíu flóttamönnum á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Þingfundi slitið klukkan tvö í nótt

Þingfundi var slitið klukkan tvö í nótt en þá hafði framhald annarrar umræðu um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra staðið yfir í tíu klukkustundir.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“

Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki við mót­mælendur að sakast hvernig fór við brott­vísun Hussein

Embætti ríkislögreglustjóra hafnar því að þau kenni mótmælendum um hvernig fór þegar flóttamanninum Hussein Hussein var vísað úr landi. Áætlanir hafi breyst eftir að boðað var til mótmæla, sem hefðu getað verið fjölmennari en raun bar vitni. Embættið beri ábyrgð og ekki sé við mótmælendur að sakast.

Innlent
Fréttamynd

Leitar að hjóla­stóla­vænum bíl fyrir brott­vísanir

Ríkislögreglustjóri bindur vonir við að embættið geti fest kaup á eða leigt bifreið, sem hentar fólki sem notast við hjólastól, á fyrri hluta þessa árs. Slíka bifreið sé nauðsynlegt fyrir embættið að hafa þurfi það að flytja einstaklinga í hjólastól.

Innlent
Fréttamynd

Með lögum skal land byggja en ekki með ó­lögum eyða

Þann 23. janúar síðastliðinn kom Alþingi saman í fyrsta sinn eftir jólafrí. Eina málið á dagskrá er hið umdeilda útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem frumvarpið er lagt fram heldur það fimmta og er Jón Gunnarsson fjórði ráðherrann til að leggja það fram.

Skoðun