Kynferðisofbeldi Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. Innlent 12.9.2022 13:11 Atvinnumaður í Danmörku í varðhaldi vegna meintrar nauðgunar Ónefndur leikmaður úr dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta er í varðhaldi lögreglu vegna meintrar nauðgunar. Héraðsdómur í Kaupmannahöfn staðfestir að hann hafi verið í gæsluvarðhaldi í tíu daga. Fótbolti 12.9.2022 11:00 „Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. Innlent 10.9.2022 19:26 Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. Innlent 10.9.2022 12:38 Hinn óþægilegi sannleikur: Um kynferðisofbeldi í nánum samböndum Orðræða, samtöl, skilgreiningar og skoðanir varðandi ofbeldi eru að gangast undir endurnýjun. Sögulegt og löngu tímabært uppgjör virðist vera að eiga sér stað, og þá sérstaklega gagnvart kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi. Skoðun 9.9.2022 10:00 Sögurnar of margar til að rengja þær Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær. Innlent 7.9.2022 19:00 Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. Innlent 4.9.2022 20:36 Sýknaður af ákæru fyrir að nauðga unglingsstúlku Ungur karlmaður var á dögunum sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins eftir að hafa verið ákærður fyrir að nauðga stúlku á unglingsaldri. Minnisleysi stúlkunnar var helsta ástæða sýknunnar. Innlent 3.9.2022 12:27 Þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað Þriðjungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna Háskóla Íslands. Innlent 2.9.2022 16:16 Grunaður um að hafa nauðgað eiginkonu sinni í bíl Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. september fyrir að hafa meðal annars ógnað eiginkonu sinni með hníf og nauðgað henni í bíl sem lagður var á malarsvæði. Maðurinn hefur einnig verið ákærður fyrir eignaspjöll og líkamsárásir. Innlent 2.9.2022 14:55 Ráðherra og aðstoðarmaður sakaðir um kynferðisofbeldi Ekki var brugðist við ásökunum gegn ráðherra og aðstoðarmanni í ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands þegar þeir voru sakaðir um kynferðisofbeldi á kjörtímabilinu. Erlent 2.9.2022 06:49 „Vont að þessi nýja ógn sé til staðar“ Aldrei hafa fleiri leitað til Stígamóta í fyrsta sinn en á síðasta ári og hátt í þriðjungur þeirra hafði orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Óvenju hátt hlutfall gerenda var aðeins 14 til 17 ára þegar brotin voru framin. Innlent 30.8.2022 18:11 Viðbragðsáætlun hefði legið fyrir í FSu ef ráðuneytið hefði fylgt eftir tillögum Viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldismála hefði legið fyrir í Fjölbrautaskóla Suðurlands ef menntamálaráðuneytið hefði fylgt eftir tillögum sem unnar voru á síðasta ári. Þetta segir formaður starfshóps sem vann skýrsluna og telur miður að hún hafi endað í skúffu ráðuneytisins. Innlent 29.8.2022 20:31 Ljóst að stjórnendur hafi átt að gera betur Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu og viðurkennir að stjórnendur skólans og nefndin hafi átt að gera betur í tengslum við viðbrögð sín og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla vegna meints kynferðisbrot innan veggja skólans. Innlent 28.8.2022 19:58 „Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið“ Talskona Stígamóta segir skóla verða að bregðast rétt við kynferðisbrotamálum, svo nemendum líði ekki eins og þeir þurfi að taka málin í eigin hendur. Hún setur spurningamerki við tölvupóst sem skólameistari Fjölbrautarskólans á Suðurlandi sendi nemendum, þar sem hann bað þá að ræða ekki meint kynferðisbrot. Innlent 28.8.2022 12:06 Söngvari Arcade Fire sakaður um kynferðisbrot Fjórir einstaklingar hafa sakað Win Butler, söngvara kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015 til 2020 en Butler hefur verið í hjónabandi með Régine Chassagne, meðlim Arcade Fire, síðan árið 2003. Erlent 27.8.2022 21:06 „Ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum“ Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands eru ósáttir við hvernig stjórnendur hafa tekið á meintu kynferðisbroti innan veggja skólans. Skólameistarinn hefur beðið nemendur að vanda sig í umræðum um málið. Innlent 27.8.2022 19:12 Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. Innlent 27.8.2022 11:03 Simon Spies beitti ungar stúlkur kynferðisofbeldi Fyrrverandi starfskonur dönsku ferðaskrifstofunnar Spies-Rejser og ættingjar látinna kvenna sem þar störfuðu krefjast þess að fyrirtækið biðjist afsökunar á kynferðislegu ofbeldi sem stofnandi fyrirtækisins beitti þær árum saman. Erlent 27.8.2022 10:05 Spænska þingið segir „aðeins já þýðir já“ Spænska þingið hefur samþykkt lög sem kveða á um að hægt sé að sækja menn til saka vegna alls kynlífs sem á sér stað án þess að aðilar hafi veitt samþykki. Áður var ekki hægt að sækja menn til saka nema ef kynlífið fól í sér einhvers konar þvingun eða valdbeitingu. Erlent 26.8.2022 12:20 Íslendingur grunaður um hrottafengna nauðgun í Svíþjóð Karlmaður var handtekinn í Svíþjóð á laugardag, grunaður um hrottafengna nauðgun, í kjölfar þess að vegfarandi tilkynnti um alblóðuga konu á svölum íbúðar í Skärholmen í úthverfi Stokkhólms. Innlent 24.8.2022 12:11 Vildi fara í mál við Man City eftir að Mendy fékk að spila áfram eftir ásakanir um kynferðisbrot Réttarhöldin yfir Benjamin Mendy, vinstri bakverði enska knattspyrnuliðsins Manchester City, halda áfram. Hann er ásakaður um að hafa nauðgað átta konum, reynt að nauðga einni til viðbótar sem og eitt kynferðisbrot. Leikmaðurinn neitar sök í öllum málunum. Enski boltinn 24.8.2022 11:00 Meintum nauðgara sleppt úr haldi vegna diplómatafriðhelgi Diplómata hjá Sameinuðu þjóðunum í New York borg í Bandaríkjunum, sem hefur verið sakaður um nauðgun, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu vegna diplómatafriðhelgi. Erlent 23.8.2022 22:28 Áfrýjar í nauðgunarmáli Ronaldo Kathryn Mayorga hefur áfrýjað ákvörðun héraðsdómara í Bandaríkjunum sem vísaði í sumar frá lögsókn sem hún höfðaði gegn fótboltastjörnunni Cristiano Ronaldo vegna meintar nauðgunar árið 2009. Enski boltinn 21.8.2022 15:30 Gary Busey ákærður fyrir kynferðisofbeldi Lögreglan í New Jersey í Bandaríkjunum hefur ákært leikarann Gary Busey fyrir kynferðisofbeldi á ráðstefnu áhugamanna um hryllingsmyndir sem haldin var síðustu helgi. Lífið 20.8.2022 22:11 Í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um brot gegn tveimur konum Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en grunur er um að maðurinn hafi brotið á tveimur konum í aðskildum málum um verslunarmannahelgina. Innlent 16.8.2022 14:16 Mánuður síðan farbann Gylfa Þórs rann út: Lögregla svarar ekki fyrirspurnum Í dag er sléttur mánuður síðan farbann knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar rann út í Bretlandi. Hann hafði verið í farbanni í Englandi síðan hann var handtekinn þann 16. júlí 2021 vegna gruns um kynferðisbrot gegn ungmenni. Fótbolti 16.8.2022 10:01 Sjö ákærðir fyrir nauðgun í kjölfar hópárásar í námu í Suður-Afríku Yfirvöld í Suður-Afríku hafa ákært sjö manns fyrir 32 nauðganir eftir hópárás í yfirgefinni námu í nágrenni Jóhannesarborgar. Erlent 11.8.2022 07:50 Nöfn fimm samherja Mendy komu upp í kynferðisafbrotamáli hans | Neitar öllum ásökunum Dómari og mögulegir kviðdómendur komu saman í fyrsta skipti í morgun ásamt sakborningum í kynferðisafbrotamáli Benjamin Mendy. Þessi fyrrum leikmaður Manchester City er sakaður um átta nauðganir, eitt kynferðisafbrot og eina tilraun til nauðgunar frá október 2018 til ágúst 2021 en Mendy neitar allri sök. Enski boltinn 10.8.2022 22:30 Hörður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi lögreglumaður, var í síðustu viku sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hann hefur verið nefndur snapchatperrinn í fjölmiðlum enda nálgaðist hann börnin á samfélagsmiðlinum Snapchat. Innlent 8.8.2022 16:29 « ‹ 22 23 24 25 26 27 28 29 30 … 62 ›
Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. Innlent 12.9.2022 13:11
Atvinnumaður í Danmörku í varðhaldi vegna meintrar nauðgunar Ónefndur leikmaður úr dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta er í varðhaldi lögreglu vegna meintrar nauðgunar. Héraðsdómur í Kaupmannahöfn staðfestir að hann hafi verið í gæsluvarðhaldi í tíu daga. Fótbolti 12.9.2022 11:00
„Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. Innlent 10.9.2022 19:26
Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. Innlent 10.9.2022 12:38
Hinn óþægilegi sannleikur: Um kynferðisofbeldi í nánum samböndum Orðræða, samtöl, skilgreiningar og skoðanir varðandi ofbeldi eru að gangast undir endurnýjun. Sögulegt og löngu tímabært uppgjör virðist vera að eiga sér stað, og þá sérstaklega gagnvart kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi. Skoðun 9.9.2022 10:00
Sögurnar of margar til að rengja þær Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær. Innlent 7.9.2022 19:00
Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. Innlent 4.9.2022 20:36
Sýknaður af ákæru fyrir að nauðga unglingsstúlku Ungur karlmaður var á dögunum sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins eftir að hafa verið ákærður fyrir að nauðga stúlku á unglingsaldri. Minnisleysi stúlkunnar var helsta ástæða sýknunnar. Innlent 3.9.2022 12:27
Þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað Þriðjungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna Háskóla Íslands. Innlent 2.9.2022 16:16
Grunaður um að hafa nauðgað eiginkonu sinni í bíl Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. september fyrir að hafa meðal annars ógnað eiginkonu sinni með hníf og nauðgað henni í bíl sem lagður var á malarsvæði. Maðurinn hefur einnig verið ákærður fyrir eignaspjöll og líkamsárásir. Innlent 2.9.2022 14:55
Ráðherra og aðstoðarmaður sakaðir um kynferðisofbeldi Ekki var brugðist við ásökunum gegn ráðherra og aðstoðarmanni í ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands þegar þeir voru sakaðir um kynferðisofbeldi á kjörtímabilinu. Erlent 2.9.2022 06:49
„Vont að þessi nýja ógn sé til staðar“ Aldrei hafa fleiri leitað til Stígamóta í fyrsta sinn en á síðasta ári og hátt í þriðjungur þeirra hafði orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Óvenju hátt hlutfall gerenda var aðeins 14 til 17 ára þegar brotin voru framin. Innlent 30.8.2022 18:11
Viðbragðsáætlun hefði legið fyrir í FSu ef ráðuneytið hefði fylgt eftir tillögum Viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldismála hefði legið fyrir í Fjölbrautaskóla Suðurlands ef menntamálaráðuneytið hefði fylgt eftir tillögum sem unnar voru á síðasta ári. Þetta segir formaður starfshóps sem vann skýrsluna og telur miður að hún hafi endað í skúffu ráðuneytisins. Innlent 29.8.2022 20:31
Ljóst að stjórnendur hafi átt að gera betur Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu og viðurkennir að stjórnendur skólans og nefndin hafi átt að gera betur í tengslum við viðbrögð sín og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla vegna meints kynferðisbrot innan veggja skólans. Innlent 28.8.2022 19:58
„Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið“ Talskona Stígamóta segir skóla verða að bregðast rétt við kynferðisbrotamálum, svo nemendum líði ekki eins og þeir þurfi að taka málin í eigin hendur. Hún setur spurningamerki við tölvupóst sem skólameistari Fjölbrautarskólans á Suðurlandi sendi nemendum, þar sem hann bað þá að ræða ekki meint kynferðisbrot. Innlent 28.8.2022 12:06
Söngvari Arcade Fire sakaður um kynferðisbrot Fjórir einstaklingar hafa sakað Win Butler, söngvara kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015 til 2020 en Butler hefur verið í hjónabandi með Régine Chassagne, meðlim Arcade Fire, síðan árið 2003. Erlent 27.8.2022 21:06
„Ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum“ Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands eru ósáttir við hvernig stjórnendur hafa tekið á meintu kynferðisbroti innan veggja skólans. Skólameistarinn hefur beðið nemendur að vanda sig í umræðum um málið. Innlent 27.8.2022 19:12
Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. Innlent 27.8.2022 11:03
Simon Spies beitti ungar stúlkur kynferðisofbeldi Fyrrverandi starfskonur dönsku ferðaskrifstofunnar Spies-Rejser og ættingjar látinna kvenna sem þar störfuðu krefjast þess að fyrirtækið biðjist afsökunar á kynferðislegu ofbeldi sem stofnandi fyrirtækisins beitti þær árum saman. Erlent 27.8.2022 10:05
Spænska þingið segir „aðeins já þýðir já“ Spænska þingið hefur samþykkt lög sem kveða á um að hægt sé að sækja menn til saka vegna alls kynlífs sem á sér stað án þess að aðilar hafi veitt samþykki. Áður var ekki hægt að sækja menn til saka nema ef kynlífið fól í sér einhvers konar þvingun eða valdbeitingu. Erlent 26.8.2022 12:20
Íslendingur grunaður um hrottafengna nauðgun í Svíþjóð Karlmaður var handtekinn í Svíþjóð á laugardag, grunaður um hrottafengna nauðgun, í kjölfar þess að vegfarandi tilkynnti um alblóðuga konu á svölum íbúðar í Skärholmen í úthverfi Stokkhólms. Innlent 24.8.2022 12:11
Vildi fara í mál við Man City eftir að Mendy fékk að spila áfram eftir ásakanir um kynferðisbrot Réttarhöldin yfir Benjamin Mendy, vinstri bakverði enska knattspyrnuliðsins Manchester City, halda áfram. Hann er ásakaður um að hafa nauðgað átta konum, reynt að nauðga einni til viðbótar sem og eitt kynferðisbrot. Leikmaðurinn neitar sök í öllum málunum. Enski boltinn 24.8.2022 11:00
Meintum nauðgara sleppt úr haldi vegna diplómatafriðhelgi Diplómata hjá Sameinuðu þjóðunum í New York borg í Bandaríkjunum, sem hefur verið sakaður um nauðgun, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu vegna diplómatafriðhelgi. Erlent 23.8.2022 22:28
Áfrýjar í nauðgunarmáli Ronaldo Kathryn Mayorga hefur áfrýjað ákvörðun héraðsdómara í Bandaríkjunum sem vísaði í sumar frá lögsókn sem hún höfðaði gegn fótboltastjörnunni Cristiano Ronaldo vegna meintar nauðgunar árið 2009. Enski boltinn 21.8.2022 15:30
Gary Busey ákærður fyrir kynferðisofbeldi Lögreglan í New Jersey í Bandaríkjunum hefur ákært leikarann Gary Busey fyrir kynferðisofbeldi á ráðstefnu áhugamanna um hryllingsmyndir sem haldin var síðustu helgi. Lífið 20.8.2022 22:11
Í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um brot gegn tveimur konum Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en grunur er um að maðurinn hafi brotið á tveimur konum í aðskildum málum um verslunarmannahelgina. Innlent 16.8.2022 14:16
Mánuður síðan farbann Gylfa Þórs rann út: Lögregla svarar ekki fyrirspurnum Í dag er sléttur mánuður síðan farbann knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar rann út í Bretlandi. Hann hafði verið í farbanni í Englandi síðan hann var handtekinn þann 16. júlí 2021 vegna gruns um kynferðisbrot gegn ungmenni. Fótbolti 16.8.2022 10:01
Sjö ákærðir fyrir nauðgun í kjölfar hópárásar í námu í Suður-Afríku Yfirvöld í Suður-Afríku hafa ákært sjö manns fyrir 32 nauðganir eftir hópárás í yfirgefinni námu í nágrenni Jóhannesarborgar. Erlent 11.8.2022 07:50
Nöfn fimm samherja Mendy komu upp í kynferðisafbrotamáli hans | Neitar öllum ásökunum Dómari og mögulegir kviðdómendur komu saman í fyrsta skipti í morgun ásamt sakborningum í kynferðisafbrotamáli Benjamin Mendy. Þessi fyrrum leikmaður Manchester City er sakaður um átta nauðganir, eitt kynferðisafbrot og eina tilraun til nauðgunar frá október 2018 til ágúst 2021 en Mendy neitar allri sök. Enski boltinn 10.8.2022 22:30
Hörður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi lögreglumaður, var í síðustu viku sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hann hefur verið nefndur snapchatperrinn í fjölmiðlum enda nálgaðist hann börnin á samfélagsmiðlinum Snapchat. Innlent 8.8.2022 16:29