Samgönguslys

Fréttamynd

Bíl­velta á Suður­lands­braut

Bíl­velta varð á Suður­lands­braut á fjórða tímanum í dag. Einn var í bílnum. Sjúkrabíll, lögregla og slökkvilið mættu á vettvang. 

Innlent
Fréttamynd

Líðan hins slasaða sögð stöðug

Líðan mannsins sem fluttur var alvarlega slasaður á slysadeild, eftir bílveltu á Ólafsfjarðarvegi, er stöðug samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Innlent
Fréttamynd

Rúta brann í Kömbunum

Eldur kviknaði í rútu sem var á leið niður Kambana skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Töluverður reykur leggur frá rútunni sem er frá fyrirtækinu SBA Norðurleið.

Innlent
Fréttamynd

Var með með­vitund þegar honum var bjargað úr sjónum

Líðan manns á sjötugsaldri sem bjargað var úr sjónum rétt utan við Njarðvíkurhöfn á laugardagskvöld er góð eftir atvikum, en hann var nokkuð lengi í sjónum. Hann var með meðvitund þegar viðbragðsaðilar náðu honum á land og hægt var að ræða við hann.

Innlent
Fréttamynd

Hinir far­þegarnir ekki taldir í lífs­hættu

Ferðamennirnir sem lentu í alvarlegu bílslysi á Vesturlandi í gær eru frá Bandaríkjunum og Slóveníu. Einn lést í slysinu en samkvæmt yfirlögregluþjóni á svæðinu eru hinir ferðamennirnir ekki taldir vera í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er þakklátur fyrir að þetta fór ekki verr“

Betur fór en á horfðist þegar öflug alda strandaði bátnum Hesteyri ÍS 95 á Hornströndum og hvolfdi slöngubát sem notaður var til að flytja fólk og farangur í land. Reynslumikill skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins.

Innlent
Fréttamynd

Skilorð fyrir manndráp af gáleysi í Gleðivík

Karlmaður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann ók lyftara yfir erlendan ferðamann sem hafði verið að skoða listaverkið Eggin í Gleðivík við hafnarsvæðið á Djúpavogi. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt bílslys í Þrengslum

Alvarlegt umferðarslys varð í Þrengslunum á Suðurlandi á níunda tímanum í dag. Einn hefur verið fluttur slasaður á bráðamóttöku í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Fær engar bætur eftir á­rekstur við barn

Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða.

Innlent
Fréttamynd

Flug­slysið hoggið stórt skarð í lítinn starfs­manna­hóp

Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannes­dóttir spen­dýra­fræðingur og Skarp­héðinn G. Þóris­son líf­fræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnús­son, flugmaður vélarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Skoða hvernig flug­vélar­flakið verður flutt af vett­vangi

Þrír fórust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í gær og var gerð tilraun til að ná sambandi við flugvélina með öllum leiðum.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur við Hellu

Fólksbíll og flutningabíll skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu á þrettánda tímanum í dag. Veginum var lokað um stund á meðan hreinsunarstarf var unnið á vettvangi og nú er að greiðast úr töfum sem urðu vegna þesss.

Innlent