Samgönguslys

Fréttamynd

Á­rekstur á Reykja­nes­braut

Tilkynning barst um tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut nærri Straumsvík á fimmta tímanum í dag og var einn minniháttar slasaður fluttur á slysadeild til athugunar. Sjúkrabíll, lögregla og dælubíll fóru á staðinn og olli slysið nokkrum umferðartöfum. 

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt umferðarslys á Grindavíkurvegi

Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurvegi nærri Seltjörn rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Einn var fluttur slasaður á slysadeild með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Umferð um veginn hefur verið lokað til Grindavíkur en opið er í hina áttina, frá Grindavík að Reykjanesbraut.

Innlent
Fréttamynd

Fær 21 milljón frá Sjóvá eftir bílslys

Sjóvá hefur verið dæmt að greiða konu, sem lenti í árekstri árið 2017, 21 milljón króna í bætur. Konan varð fyrir töluverðu líkamstjóni, varanlegur miski hennar metinn 20 stig og varanleg örorka hennar 15 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Ók á gangandi vegfaranda og stakk af

Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á níunda tímanum í gærkvöldi og ökumaður stakk af. Málið er í rannsókn og ekki vitað um alvarleika meiðsla þess sem var ekið á. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ekið á vegfarandann á Suðurlandsbraut. 

Innlent
Fréttamynd

Vara­söm gatna­mót þar sem bana­slys varð í Garða­bæ

Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í febrúar í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi sennilega ekki gert sér grein fyrir því að á akreininni næst honum var grænt ljós fyrir akstursleið bifreiðarinnar, en á fjærakreininni var bifreið kyrrstæð á móti rauðu beygjuljósi.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í bíl við Mjódd

Ökumaður ók bíl utan í vegrið á Breiðholtsbrautinni með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í bílnum nærri Mjódd. Engin slys urðu á fólki og náði slökkvilið fljótt að slökkva eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa

Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur.

Innlent
Fréttamynd

Hafði endanlega betur og fær tugmilljóna bætur

Tryggingafélagið Vörður þarf að greiða mótorhjólamanni sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi árið 2013 67 milljónir í bætur vegna slyssins. Tekist var á um hvort að mótorhjólamaðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í aðdraganda árekstursins.

Innlent