„Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. nóvember 2023 11:53 Í kvöld fer fram samverustund í Ástjarnarkirkju. Vísir/Vilhelm Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. Slysið varð við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudaginn við bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka. Átta ára drengur á reiðhjóli lést í slysinu þegar hann varð fyrir steypubíl. Mikill samhugur Drengurinn var nemandi við Hraunvallaskóla og æfði fótbolta hjá Haukum. Í gærkvöldi var haldin bænastund fyrir starfsmenn skólans og íþróttafélagsins, sem og foreldra þeirra barna sem þekktu drenginn. Bænastundin fór fram í Ástjarnarkirkju og segir séra Bolli Pétur Bollason að mikill samhugur og kærleikur hafi verið milli þeirra sem mættu. „Virkilega, virkilega góð stund. Svo var farið yfir ákveðna praktíska hluti sem tengjast málinu og hvernig við mætum sorginni. Hvernig við mætum börnunum okkar í sorg. Því þetta slær allt samfélagið. Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist,“ segir Bolli. Fjölskylda drengsins mætti og segir Bolli það hafa verið dýrmætt að sjá hana finna fyrir stuðningi samfélagsins í Hafnarfirði. „Maður finnur fyrir, svo það sé sagt, maður finnur fyrir mjög mikilli samstöðu meðal þessara stofnana og félaga hérna í Hafnarfirði. Það leggjast allir á eitt að reyna að milda og græða þessi sár sem hér eru eftir þennan mikla harmleik,“ segir Bolli. Opin bænastund í kvöld Í kvöld fer fram önnur bænastund sem verður opin fyrir öllum þeim sem vilja mæta. „Kirkjan verður öllum opin og allir geta komið og vottað hinum látna virðingu sína. Sýnt aðstandendum og öðrum í samfélaginu samhug. Við munum leiða þessa stund prestarnir og það verður tónlist inn á milli. Við reynum að búa til fallegt umhverfi með kertaljósum og slíku,“ segir Bolli. Hafnarfjörður Samgönguslys Banaslys á Ásvöllum Tengdar fréttir Haukar og starfsfólk BM Vallár harmi slegin Starfsfólk BM Vallá er harmi slegið vegna banaslyss sem varð við Ásvelli í Hafnarfirði á sjötta tímanum í gær. Knattspyrnufélagið Haukar sendir fjölskyldu átta ára drengs sem lést samúðarkveðjur. Hann var iðkandi hjá félaginu. 31. október 2023 14:13 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Slysið varð við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudaginn við bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka. Átta ára drengur á reiðhjóli lést í slysinu þegar hann varð fyrir steypubíl. Mikill samhugur Drengurinn var nemandi við Hraunvallaskóla og æfði fótbolta hjá Haukum. Í gærkvöldi var haldin bænastund fyrir starfsmenn skólans og íþróttafélagsins, sem og foreldra þeirra barna sem þekktu drenginn. Bænastundin fór fram í Ástjarnarkirkju og segir séra Bolli Pétur Bollason að mikill samhugur og kærleikur hafi verið milli þeirra sem mættu. „Virkilega, virkilega góð stund. Svo var farið yfir ákveðna praktíska hluti sem tengjast málinu og hvernig við mætum sorginni. Hvernig við mætum börnunum okkar í sorg. Því þetta slær allt samfélagið. Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist,“ segir Bolli. Fjölskylda drengsins mætti og segir Bolli það hafa verið dýrmætt að sjá hana finna fyrir stuðningi samfélagsins í Hafnarfirði. „Maður finnur fyrir, svo það sé sagt, maður finnur fyrir mjög mikilli samstöðu meðal þessara stofnana og félaga hérna í Hafnarfirði. Það leggjast allir á eitt að reyna að milda og græða þessi sár sem hér eru eftir þennan mikla harmleik,“ segir Bolli. Opin bænastund í kvöld Í kvöld fer fram önnur bænastund sem verður opin fyrir öllum þeim sem vilja mæta. „Kirkjan verður öllum opin og allir geta komið og vottað hinum látna virðingu sína. Sýnt aðstandendum og öðrum í samfélaginu samhug. Við munum leiða þessa stund prestarnir og það verður tónlist inn á milli. Við reynum að búa til fallegt umhverfi með kertaljósum og slíku,“ segir Bolli.
Hafnarfjörður Samgönguslys Banaslys á Ásvöllum Tengdar fréttir Haukar og starfsfólk BM Vallár harmi slegin Starfsfólk BM Vallá er harmi slegið vegna banaslyss sem varð við Ásvelli í Hafnarfirði á sjötta tímanum í gær. Knattspyrnufélagið Haukar sendir fjölskyldu átta ára drengs sem lést samúðarkveðjur. Hann var iðkandi hjá félaginu. 31. október 2023 14:13 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Haukar og starfsfólk BM Vallár harmi slegin Starfsfólk BM Vallá er harmi slegið vegna banaslyss sem varð við Ásvelli í Hafnarfirði á sjötta tímanum í gær. Knattspyrnufélagið Haukar sendir fjölskyldu átta ára drengs sem lést samúðarkveðjur. Hann var iðkandi hjá félaginu. 31. október 2023 14:13