Sprengisandur

Fréttamynd

Nánast allir í­búar Gasa reiða sig á okkur

Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi.

Innlent
Fréttamynd

Sam­mála um að um­ræðan hafi harðnað

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, eru sammála um að umræðan um innflytjendamál hafi harðnað undanfarið. Þær ræddu um málaflokkinn í Sprengisandi á Bylgjunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar sprungur hafa opnast í Grinda­vík

„Við sjáum í Grindavík að það eru nýjar sprungur búnar að opnast. Við erum með dróna yfir bænum og við erum að sjá nýjar sprungur. Við erum að sjá gufu sem þýðir að heita vatnið er farið í sundur á einhverjum stöðum. Það er eitt og annað sem á eftir að koma í ljós.“

Innlent
Fréttamynd

Dagur gerir upp borgarstjóratíðina

Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru ný minningarbók hagfræðingsins Þrastar Ólafssonar, Horfinn heimur og borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar fráfarandi borgarstjóra sem verður til viðtals. 

Innlent
Fréttamynd

Skrímsli í sjó og staðan á Reykja­nesi

Sprengisandur hefst með Þorvaldi Friðrikssyni, þeim sama og kom róti á huga Íslendinga fyrir ári með bók sinni um keltnesk áhrif á Íslandi. Nú er hann að skrifa um skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi, fullviss um að þau séu raunveruleg.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er kvikusöfnun á fárra kíló­metra dýpi, það er ekkert grín“

„Staðan er ekki góð. Nú er annað eldstöðvakerfi komið í gang en það sem var fyrrum. Það er svolítið ólíkt því sem var á miðöldum, þá leið lengra á milli þess að eldstöðvakerfin hrukku í gang. Þetta er kvikusöfnun á fárra kílómetra dýpi, það er ekkert grín. Þannig að ég lít svo á að staðan sé erfið. Það getur brugðið til beggja vona,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur um jarðhræringar á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Sprengisandur: Bændur, Gasa og gamlar syndir séra Friðriks

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Innlent