
Umboðsmaður Alþingis

Stjórnsýsluákvörðun veldur afsögn
Fram kom hjá stjórnmálafræðingum í fjölmiðlum í gær (10. okt. 2023) að þeir teldu úrskurð Umboðsmanns Alþingis um vanhæfi fjármála- og viðskiptaráðherra við sölu í hlut ríkisins í Íslandsbanka veikt tilefni til afsagnar. Þarna skín í gegn hin landlæga áhersla á að úrlausnarefni í opinberu lífi séu leyst sem stjórnmálaleg mál – en ekki sem stjórnsýslumál.

Málinu lokið og hefur engu við álitið að bæta
Umboðsmaður Alþingis hefur engu við álit sitt að bæta nú þegar ráðherra hefur sagt af sér. Hann segir málinu lokið af hálfu embættis hans.

Bjarni ekki hæfur til að samþykkja sölu Íslandsbanka
Umboðsmaður Alþingis telur Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki hafa verið hæfan þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um sölu á Íslandsbanka, í ljósi þess að einkahlutafélag föður hans var á meðal kaupenda að 22,5 prósenta hlut.

Vegagerðin geti ekki metið upp á sitt einsdæmi hvaða gögn eigi erindi
Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt Vegagerðina vegna athugunar hans á máli sem snýr að kvörtun sem barst vegna ráðningar í starf hjá stofnuninni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. Hann segir það ganga ekki að stjórnvöld meti upp á sitt einsdæmi hvort ákveðin gögn hafi þýðingu fyrir athugun umboðsmanns.

Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils.

Umboðsmaður segir heimildir til framsals löggæsluverkefna of rúmar
Umboðsmaður Alþingis hefur sent forseta Alþingis ábendingu þess efnis að orðalag í lögreglulögum um heimildir ríkislögreglustjóra til að fela erlendum ríkisborgurum framkvæmd löggæsluverkefna á Íslandi sé of rúmt.

Máttu ekki synja barni um hjálpartæki
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann við styrkjum vegna hjálpartækja sem börnum með fötlun eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar.

Segir ríkisstjórnina verða að líta í eigin barm í Íslandsbankamálinu
Þingkona Viðreisnar og meðlimur fjárlaganefnar Alþingis segir Íslandsbankamálinu langt frá því að vera lokið og að enn eigi eftir að skoða betur pólitíska ábyrgð í málinu. Hún bíður þess að fjárlaganefnd komi saman.

Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann
Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar.

Túlka reglulega við viðkvæmar og flóknar aðstæður
Framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs segir ekki vandamál að túlka fyrir hvern sem þarf á þjónustunni að halda. Þau séu vön að túlka við viðkvæmar aðstæður, eins og í fangelsum.

Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin
Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum.

Segir svör Bjarna yfirgengilega ósvífin og ófullnægjandi
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur nú sent frá sér svör við spurningum um hæfi til Umboðsmanns alþingis. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir ekki standa stein yfir steini í svörum Bjarna.

Spyr út í veru vopnaðra erlendra lögregluþjóna hér á landi
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá dómsmálaráðherra um veru vopnaðra og einkennisklæddra erlendra lögreglumanna, sem voru hér á landi í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins.

Umbi vill skýrari svör frá Bjarna um Íslandsbankasöluna
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur óskað eftir frekari skýringum af hálfu Bjarna Benediktssonar á hæfi hans en þetta er vegna sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra.

Umboðsmaður krefur Bjarna frekari svara
Umboðsmaður Alþingis hefur ritað fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem farið er fram á svar við því hvernig fyrra svar hans samrýmist tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala ríkisendurskoðanda

Óskar eftir skýringum frá ráðuneyti Bjarna
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fullyrðingum um að ólöglegt sé að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber.

Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið
Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan.

„Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar
Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.

Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn.

Afgreiðsla Jóns á rafbyssuheimild ekki góð stjórnsýsla
Umboðsmaður Alþingis segir þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti.

Fréttir af ótímabærum dauða lausagöngu búfjár stórlega ýktar!
Í áliti umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022 (mál nr. 11167/2021) var fjallað um leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 2. júní 2021 í máli nr. SRN20070003 í tilefni af kvörtun A yfir stjórnsýslu sveitarfélags í tengslum við beiðni hans um smölun ágangsfjár á jörð hans. Í leiðbeiningunum kom fram sú afstaða að ákvæði í lögum um búfjárhald gengju framar eldri ákvæðum laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Athugun umboðsmanns var einungis afmörkuð við hvort framangreind afstaða samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis samrýmdist lögum. Það var niðurstaða umboðsmanns að túlkun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins stæðist ekki.

„Sjálfsagt að bregðast við fyrirspurn umboðsmanns“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun bregðast við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis vegna umdeildrar sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Þetta segir Bjarni í skriflegu svari til fréttastofu.

Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna.

Bjarni sagður ekki hafa borið sig eftir greinargerð um Lindarhvol
Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi sendi greinargerð sína um Lindarhvol meðal annars á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni sóttist ekki eftir því að sjá greinargerðina, að sögn aðstoðarmanns hans.

Ekki við mótmælendur að sakast hvernig fór við brottvísun Hussein
Embætti ríkislögreglustjóra hafnar því að þau kenni mótmælendum um hvernig fór þegar flóttamanninum Hussein Hussein var vísað úr landi. Áætlanir hafi breyst eftir að boðað var til mótmæla, sem hefðu getað verið fjölmennari en raun bar vitni. Embættið beri ábyrgð og ekki sé við mótmælendur að sakast.

Leitar að hjólastólavænum bíl fyrir brottvísanir
Ríkislögreglustjóri bindur vonir við að embættið geti fest kaup á eða leigt bifreið, sem hentar fólki sem notast við hjólastól, á fyrri hluta þessa árs. Slíka bifreið sé nauðsynlegt fyrir embættið að hafa þurfi það að flytja einstaklinga í hjólastól.

Meirihlutinn segir Íslandsbankamálið á lokametrunum
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að tillaga minnihlutans í nefndinni, þess efnis að vert sé að kalla eftir lögfræðilegu áliti á Íslandsbankasölunni, hafi komið flatt uppá sig.

„Þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð“
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð.

Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit
Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit.

Kvörtunum til umboðsmanns Alþingis fækkaði lítillega 2022
Kvörtunum til umboðsmanns Alþingis fækkaði lítillega á milli ára í fyrra og voru 528 í stað 570. Alls voru 556 mál afgreidd en í 61 þeirra gaf umboðsmaður út álit, í 20 tilvika án tilmæla til stjórnvalda.