
Sænski boltinn

Manchester United fylgist með Ísaki: „Gaman að stórlið horfi á mig“
Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur heldur betur vakið athygli með frammistöðu sinni með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Stelpurnar hennar Betu gefa ekkert eftir í baráttunni um Meistaradeildarsæti
Kristianstad hélt í dag áfram sigurgöngu sinni undir stjórn íslenska þjálfarans Elísabetar Gunnarsdóttur.

Willum og félagar halda toppsætinu | Aron skoraði í Svíþjóð
Willum Þór Willumsson spilaði allan leikinn á miðju BATE Borisov er liðið gerði jafntefli í Hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í dag. BATE heldur toppsæti deildarinnar. Þá var Aron Jóhannsson á skotskónum og Sandra María Jessen spilaði í Þýskalandi.

Rosengård missteig sig í toppbaráttunni | Stórt tap hjá Djurgården
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í sænska liðinu Rosengård misstigu sig í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Guðrún Arnardóttir var svo í miðverði Djurgården sem mátti þola 0-3 tap á heimavelli.

Dreymir um Meistaradeildina og ákveður eftir tímabilið hvort hún verður áfram
Elísabet Gunnarsdóttir ætlar að koma Kristianstad í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Elísabet í skýjunum eftir langþráðan sigur: „Sennilega einn af þeim bestu á ferlinum“
Í fyrsta sinn síðan Elísabet Gunnarsdóttir tók við Kristianstad náði liðið í stig gegn Rosengård á útivelli. Kristianstad gerði reyndar gott betur og vann meistarana með tveimur mörkum gegn einu.

Lærimeyjar Elísabetar skelltu Rosengard á útivelli
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í sænska kvennaboltanum í dag.

Dagskráin í dag: Danir mæta í Laugardalinn
Þar sem hlé hefur verið gert á almennu íþróttahaldi hér á landi vegna kórónuveirunnar eru engar íslenskar íþróttir á dagskrá þennan sunnudaginn. Það er þó alltaf nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum.

Arnór Ingvi skoraði og lagði upp í stórsigri | Sverir Ingi á sínum stað
Arnór Ingvi Traustason er aldeilis heitur fyrir komandi landsliðsverkefni. Hann skoraði og lagði upp í 4-0 sigri Malmö í dag. Þá var Sverri Ingi Ingason á sínum stað í vörn PAOK sem vann öruggan 3-0 sigur í grísku úrvaldeildinni.

Glódís Perla spilar í bleiku allan þennan mánuð
Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í sænska liðinu Rosengård ætla að leggja mikilvægu málefni lið í þessum mánuði.

Guðbjörg stefndi á Svíaleikinn áður en börnin reyndust tvö
Það styttist í að Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður í fótbolta snúi aftur á völlinn með liði sínu Djurgården eftir að hafa eignast tvíbura fyrir átta mánuðum.

Kolbeinn kom inn af bekkum í dramatískum sigri
AIK vann góðan sigur á Mjällby í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson lék síðustu 20 mínúturnar í leiknum en sigurmarkið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Útlitið gott varðandi Kára og Kolbein
Bjartsýnir ríkir um að Kolbeinn Sigþórsson og Kári Árnason verði klárir í slaginn með íslenska landsliðinu í fótbolta þegar það mætir Rúmeníu í EM-umspilinu eftir tíu daga.

Arnór Ingvi og félagar í toppmálum
Tveir Íslendingar spila lykilhlutverk í toppbaráttuliðum sænsku úrvalsdeildarinnar.

Glódís hélt hreinu, Rúnar í sigurliði og Sveinn spilaði sinn fyrsta leik
Amanda Andradóttir byrjaði á varamannabekknum er Nordsjælland steinlá fyrir Fortuna Hjorring 5-1 í dönsku úrvalsdeildinni. Farum-liðið með ellefu stig eftir átta leiki í 6. sætinu.

Alfons lagði upp mark í enn einum sigrinum og Hólmar fór beint í liðið
Alfons Sampsted og félagar í Bodo/Glimt halda siglingunni áfram í norska boltanum en þeir unnu Brann á útivelli í dag, 3-1.

Sif Atladóttir orðin móðir í annað sinn
Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Sif Atladóttir er orðin móðir í annað sinn.

Ísak Bergmann undir smásjá Juventus
Ítalska stórliðið Juventus fylgdist með Ísaki Bergmanni Jóhannessyni er Norrköping lagði Kalmar af velli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Ísak Bergmann og Jón Dagur skoruðu báðir | Sjáðu mörkin
Þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Jón Dagur Þorsteinsson skoruðu báðir er lið þeirra unnu góða sigra í sænsku og dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þá umturnaði Kjartan Henry Finnbogason sóknarleik Vejle með innkomu sinni.

Hörður Björgvin á skotskónum í Rússlandi
Fjölmargir íslenskir knattspyrnumenn voru í eldlínunni með sínum félögum víðvegar um Evrópu í dag.

Dagskráin í dag: Ofursunnudagur í Pepsi Max
Það er svo sannarlega af nógu að taka á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag og auðveldlega hægt að flatmaga í sófanum í allan dag.

Aron fékk óvænta gjöf og skoraði laglega | Ísak með sjöttu stoðsendinguna
Aron Jóhannsson skoraði laglegt mark fyrir Hammarby og hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp sjötta markið á leiktíðinni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Zlatan brjálaður út í sænska landsliðsþjálfarann: „Vanhæft fólk í röngum stöðum sem kæfa sænska boltann“
Zlatan Ibrahimovic, stórstjarna Svía, skaut heldur betur föstum skotum að þjálfara sænska landsliðsins í fótbolta, Janne Andersson, um helgina.

Glódís Perla skoraði í sigri
Glódís Perla Viggósdóttir var á skotskónum þegar Rosengard sigraði Djurgarden á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lokatölur 3-0.

Svava Rós og Elísabet með dramatískan sigur
Kristianstads DFF vann dramatískan sigur á Pitea IF í sænsku úrvalsdeildinni rétt í þessu. Lokatölur 3-2 útisigur Kristianstads, sigurmarkið kom í blálokin.

Guðbjörg mætt í markið sjö mánuðum eftir fæðingu tvíburanna
Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, sneri aftur út á fótboltavöllinn í gær, sjö mánuðum eftir að hafa fætt tvíbura.

Aron skoraði tvö mörk og margir íslenskir sigrar
Margir Íslendingar voru í eldlínunni í dag og mörgum þeirra gekk ansi vel.

Kolbeinn spilaði allan leikinn í tapi
Kolbeinn Sigþórsson spilaði allar 90 mínúturnar fyrir AIK í 0-1 tapi gegn Hacken í dag. Bjarni Antonsson og félagar í Brage töpuðu einnig 0-1 í dag, þegar þeir spiluðu við Umea.

Sigur hjá Elísabetu og Svövu | Matthías skoraði í tapi
Kristianstads vann 1-0 sigur á Kopparbergs/Gautaborg og er nú í þriðja sæti í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð. Valerenga laut í lægra haldi fyrir FK Haugesund í norsku úrvalsdeild karla.

Dagskráin í dag: Samfélagsskjöldurinn og meiri fótbolti
Dagskráin hefur ekki verið af verri endanum á sportrásum Stöðvar 2 undanfarna daga og ekki versnar ástandið í dag.