Flokkur fólksins

Fréttamynd

Segir brandara frambjóðanda Flokks fólksins um Pólverja smekklausan með öllu

Brandari sem Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, lét flakka í Oddvitaáskorun Vísis hefur farið fyrir brjóstið á netverjum, sem segja brandarann vera dæmi um hatursorðræðu í garð Pólverja. Formaður samtaka Pólverja á Íslandi segir brandarann vera smekklausan með öllu, ummælin dæmi sig sjálf. Formaður Flokks fólksins hafði ekki heyrt af málinu en trúir því ekki að brandarinn hafi verið illa meintur hjá oddvitanum.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna

Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki.

Innlent
Fréttamynd

Tvær hliðar á sömu spillingu

Sérhagsmunagæsla eða spilling á Íslandi snýst í grunninn um „tvo turna“; fjármálakerfið og sjávarútveg. Að sjálfsögðu kemur fleira til og inn í sérhagsmunagæsluna fléttast gríðarlega margir, en þetta eru „turnarnir“ sem hafa sogað til sín hvað mestu af auðæfum þjóðarinnar hvað sem öðrum hagsmunaaðilum líður.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa birt lista Flokks fólksins í Kraganum

Flokkur fólksins hefur birt framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi vegna alþingiskosninganna sem fram fara eftir tæpan mánuð. Guðmundur Ingi Kristinsson er þingmaður og varaformaður Flokks fólksins og skipar efsta sæti listans.

Innlent
Fréttamynd

37 ára til­raun sem mis­tókst

Langafi minn kom til Eyja í upphafi síðustu aldar og gerðist útgerðamaður. Þá var allt með öðrum brag en í dag og lífsbaráttan hörð en ef maður ber saman fiskveiðar fyrir 100 árum síðan og svo aftur fiskveiðar í dag og sömuleiðis kvótakerfið, þá var veiðifyrirkomulagið mjög einfalt í gamla daga þó aðbúnaður sjómanna hafi verið skelfilegur.

Skoðun
Fréttamynd

Til hvers að kjósa?

Það er því miður svo að allt of margir spyrja sig eftirfarandi spurningar: „Til hvers á ég að kjósa?“. Í kjölfarið fylgja oft setningar eins og „Það breytist aldrei neitt“ eða „Það skiptir engu máli hver er kosinn, það svíkja allir allt.“

Skoðun
Fréttamynd

Blessaður leigu­­samningurinn veiti heimild fyrir merkingunum

For­maður Flokks fólksins kannast ekkert við að sóknar­nefnd Grafar­vogs­kirkju sé ó­sátt með merkingar flokksins á kirkjunni og við hana. Hún telur skýra heimild fyrir merkingunum í leigu­samningi milli flokksins og kirkjunnar en flokkurinn leigir kjallara hennar undir skrif­stofur sínar.

Innlent
Fréttamynd

Grafarvogskirkja merkt Flokki fólksins

Sóknarnefnd Grafarvogskirkju ætlar að fara fram á að Flokkur fólksins fjarlægi áberandi merkingar sínar úr gluggum kjallara kirkjunnar sem hann leigir undir skrifstofur sínar. Sóknarprestur segir flokkinn eins og hvern annan leigjanda sem komi kirkjunni ekki við.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst kveða niður hungur­vofur og rétta hlut lands­byggðarinnar

Líkt og greint var frá í gær hefur tónlistar- og athafnamaðurinn Jakob Frímann Magnússon tekið efsta sæti á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar í september. Hann segist brenna fyrir því að rétta hlut þeirra sem minnst hafa á milli handanna og vill færa landsbyggðinni lífsgæði sem af mörgum höfuðborgarbúum eru talin sjálfsögð.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Höfuðið hefur misst vitið

Við viljum geta treyst heilbrigðiskerfinu okkar. Við viljum geta treyst því að ef við sjálf eða einhver okkur nákominn veikist, þá fái þau þá bestu umönnun og meðferð sem möguleg er, án tillits til efnahags eða fjölskylduaðstæðna.

Skoðun
Fréttamynd

Aug­lýsa lang­mest allra flokka á Face­book

Flokkur fólksins er sá ís­lenski stjórn­mála­flokkur sem hefur eytt lang­mestu í aug­lýsingar hjá sam­fé­lags­miðlinum Face­book síðustu níu­tíu daga. Sam­tals hafa stjórn­mála­flokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í aug­lýsingar hjá Face­book á tíma­bilinu.

Innlent
Fréttamynd

Hættum að skatt­leggja fá­tækt

Lægstu laun á Íslandi eru 351.000 kr. Eftir skatta skilar það fólki aðeins 280.000 krónum sem dugar ekki til grunnframfærslu. Samkvæmt skýrslu UNICEF sem kom út árið 2016 líða rúmlega 9% barna á Íslandi efnislegan skort, sum hver verulegan skort.

Skoðun
Fréttamynd

Vill skipta yfir í ódýrari hraðpróf við landamærin

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, talaði fyrir einfaldari skimun fyrir Covid-19 við landamærin í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún vill hætta að skima fólk að lokinni sóttkví við komuna til landsins.

Innlent