Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Gefum kynbundnu ofbeldi rautt spjald
Nýafstaðnir atburðir innan knattspyrnuhreyfingarinnar hafa varla farið framhjá neinum þar sem frásagnir af kynbundnu ofbeldi knattspyrnumanna í fremstu röð hefur komið upp á yfirborðið. Forysta knattspyrnusambandsins hefur því miður ekki játað opinberlega vitneskju um ofbeldið og hefur mistekist að miðla þeim sjálfsögðu skilaboðum að kynbundið ofbeldi verði aldrei liðið innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi.

Konur eiga betra skilið
Það er ljóst að það hefur því miður ríkt ófremdarástand í einu af mikilvægustu heilbrigðismálum þessa kjörtímabils sem snúast um heilbrigði kvenna; breytingar á skimun á legháls – og brjóstakrabbameini.

Stefnuleysi í málefnum stóriðju ekki í boði
Gríðarlega miklar breytingar eru að eiga sér stað í orkugeiranum úti um allan heim. Samkeppnishæfni Íslands er að breytast sömuleiðis á ótrúlega miklum hraða.

Af hverju græna utanríkisstefnu núna?
Það er ljóst að grípa þarf til róttækra kerfisbreytinga til þess að vinna gegn enn verri afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum eins og hlýnun jarðar, öfgum í veðurfari, neikvæðum áhrifum á gróðurfar og lífríki, súrnun sjávar og hækkandi sjávarstöðu. Til þess þarf að rýna öll okkar kerfi út frá aðgerðum gegn hlýnun loftlags.

Neyðarástand í loftslagsmálum er staðreynd
Bréf leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, þar sem hann hvatti forsætisráðherra Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum, hefur vakið mikla athygli.

Sjálfstæðisflokkurinn og Donald Trump
Donald Trump á sér engan líka. Á sinni skömmu en dramatísku forsetatíð hefur hann dregið niður virðingu fyrir stöðu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Sem forseti hefur hann ráðist í orði og í verki gegn grundvallarmannréttindum samfélagshópa, bæði í Bandaríkjunum og hjá þeim sem vilja koma til landsins. Hann er forseti sem hefur sett Bandaríkin á kaldan klaka þegar kemur að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum.

Hverjir styðja samdrátt til þróunarmála?
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til næstu 5 ára, kemur fram að Ísland ætlar að draga mun meira úr framlögum til þróunarmála en síðasta ríkisstjórn ákvað.

Byggjum ferðaþjónustu upp til framtíðar
Árið 1994, þá 19 ára gömul, steig ég mín fyrstu skref í ferðaþjónustu. Þá réð ég mig í sumarvinnu hjá vélsleðaleigu á Skálafellsjökli á Vatnajökli. Það voru góð spor að stíga enda opnuðust ekki bara fyrir mér undur Vatnajökuls, heldur líka framandi heimar erlendra ferðamanna

Aðlaðandi framtíðarsýn eða gallsúr fortíðarþrá?
Kosningarnar nú snúast að mestu eða að öllu leyti um tvennt. Ekki um Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Ekki um Sigmund eða Bjarna. Heldur um tvær grundvallarspurningar. Viljum við heildstæða framtíðarsýn sem kemur samfélaginu öllu til góða ? Eða viljum við gefa okkur á vald fortíðarþrárinnar og nota misheppnaðar lausnir fortíðar til að leiða okkur aftur inn á óræðar brautir? Svarið hlýtur að vera einfalt.

Gamlir uppvakningar og ríkisfjármál
Þegar kosningar nálgast er mikilvægt að gera sér grein fyrir valkostunum. Í umræðunni um ríkisfjármál og tekjuöflun ríkissjóðs hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt ríkisstjórnina stöðugt með elstu klisjum sem menn muna og reynst einstaklega hugmyndasnauð. Auðvitað er aldrei minnst á að við höfum vermt 16. sæti meðal OECD-landa hvað skattbyrði varðar en trónum ekki á toppnum eins og ætla mætti, né að skattbyrði hér er sú lægsta á Norðurlöndunum.