Hannes Pétursson

Fréttamynd

Rúllubaggamenn

Hér á landi starfa saman í pólitískum félagsskap allmargir menn þeirrar vissu að ESB leggi sig fram um að gera Íslandi allt sem verða má til ills og bölvunar.

Skoðun
Fréttamynd

Auratal

Og svo er það krónan okkar enn og aftur, íslenzka krónan, arðránskrónan, skisófreníska krónan (stundum "hátt uppi“, stundum "langt niðri“). Ég minnist þeirra daga þegar ein íslenzk króna var svo þung á metum að henni var skipt niður í smærri einingar: einseyringa, tveggjeyringa og svo framvegis.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkrir Evrópupunktar

Þeir gömlu sjálfstæðismenn og svarabræður, Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson, héldu úti um fáein ár vefmiðli sem hét Evrópuvaktin. Þar fóru þeir mikinn gegn ESB. Í fyrra gáfust þeir svo upp á rólunum, hafa þó alltaf annað kastið síðan skrifað "of et sama far“ hvor úr sínu horni.

Skoðun
Fréttamynd

Íslands fullorðnu synir

Ríkisstjórnin sem nú situr hefur haft nauman tíma til að fitja upp á einhverju nýju fyrir sífelldum afturköllunum. Með sjálfum mér skipti ég þeim afturköllunum í tvennt: afturkallanir hinar meiri og afturkallanir hinar minni, en þær ná til einstakra ráðherra, ekki ríkisstjórnarinnar í heild.

Skoðun
Fréttamynd

Rúmfræði

Forundarlegt er að fylgjast með snúningum nýju ríkisstjórnarinnar, svigrúmsstjórnarinnar, kringum aðildarumsókn Íslands að ESB. Fyrir alþingiskosningarnar síðustu hétu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu kjörtímabili um framhald viðræðna við sambandið,

Skoðun
Fréttamynd

Verkaskipti

Samkvæmt skilningi nýja forsætisráðherrans á stjórnskipun Íslands eru svonefnd fullveldismál hvorki hefðbundin utanríkismál né innanríkismál, heldur mynda þau nýjan málaflokk handa forsetanum (og þinginu svona meðfram).

Skoðun
Fréttamynd

Gæðakokkar

Nú fyrir skemmstu lét Vaslav Klaus af forsetaembætti í Tékklandi. Í tvö kjörtímabil, alls tíu ár, sat hann á þeim háa stóli, kjörinn af þinginu. Eftirmaður hans, Milos Zeman, er fyrsti þjóðkjörni forseti Tékka.

Skoðun
Fréttamynd

Í kosningamánuði

Við erum nokkrir sem vinnum að því saman með hægð og lagni að Ólafur Ragnar Grímsson verði tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels fyrstur Íslendinga. Að sjálfsögðu skortir okkur kennivald, en erum bjartsýnir, treystum því að þegar nær dregur hafi forsetahjónin þá sem endranær nógan mannskap erlendis (lobbýista) til þessa verkefnis sem annarra hluta í framdráttarskyni, allt frá kokkaþáttum í sjónvarpi upp í Davos-ráðstefnur hákapítalistanna. Við í hópnum gerum því skóna að tilnefningin gleðji ekki sízt nánustu trúnaðarvini forsetans í Hinu íslenzka fræðafélagi hrunsins, til að mynda ritstjóra Morgunblaðsins.

Skoðun
Fréttamynd

Bólguseðill

Orðið dýrtíð klingdi seint og snemma við eyrum okkar sem munum aftur til miðrar aldarinnar sem leið, dýrtíð og samsetningar eins og dýrtíðarvandi og dýrtíðarráðstafanir. Hetjur strituðu við dýrtíðina eins og Sisýfos við bjargið í goðsögunni, en ekki til neins, allt var það ónýtt erfiði. Dýrtíðin át í sig innmatinn úr krónunni jafnt og þétt.

Skoðun
Fréttamynd

Felulitir

Frægt er um allt land að sveitarkassinn okkar Álftnesinga tæmdist. Þar að auki náði skuldakúfurinn hálfa leið til tunglsins. Lögð voru á íbúana refsigjöld í því skyni að bæta stöðuna lítið eitt. Jafnframt svipti ríkisvaldið bæjarstjórnina fjárforræði meðan "unnið væri úr málunum“. Og nú hefur verið samið um gríðarháar afskriftir.

Skoðun
Fréttamynd

Orð og hugtak

Í grein sem ég birti í Fréttablaðinu 20. ágúst síðastliðinn lét ég þess getið að til Goethes mætti rekja hugtakið heimsbókmenntir, "Weltliteratur“. Gauti Kristmannsson dósent er ekki á því máli. Hér í blaðinu (1. september) benti hann á stað í þýzkri bók frá árinu 1773 þar sem þetta orð kemur fyrir, þ.e. um hálfum sjötta áratug fyrr en Goethe tók sér það í munn í frægum samræðum sínum við Eckermann.

Skoðun
Fréttamynd

Frægð og frami

Nú eru framundan miklir dagar til handa íslenzkum útgefendum og rithöfundum: bókakaupstefnan stóra í Frankfurt am Main. Þar skipar Ísland heiðurssess þetta árið. Þann heiðurssess eigum við sér í lagi að þakka íslenzkum fornbókmenntum eins og fleira gott fyrr og síðar. Þær ásamt helztu skáldsögum Halldórs Laxness eru einu heimsbókmenntirnar í fyllsta skilningi sem við getum státað af og því er fagnaðarefni að nú skuli koma út nýjar þýðingar þessara gersema á þýzku. Óskandi er að vel hafi til tekizt. Í því sambandi get ég ekki stillt mig um að rifja upp lítilræði:

Skoðun
Fréttamynd

Öxar við ána

Sjaldan gengur vel að uppræta skekkjur sem grafið hafa um sig, hvort heldur þær eru bókmenntasögulegar eða annars eðlis. Enn skal þó reynt að segja sannleikann um kvæði eitt sem flestir Íslendingar kunna utanbókar og syngja hástöfum við ýmis tækifæri. Lagið sjálft heyrist einnig oft leikið á sönglúðra við marseringar á tyllidögum.

Skoðun
Fréttamynd

Til Ögmundar Jónassonar

Kæri Ögmundur. Ég sé í grein eftir þig í Fréttablaðinu 15. þessa mánaðar að þú telur aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu stríða gegn stjórnarskrá lýðveldisins. Þess vegna hlýt ég að spyrja: Hvernig getur þú setið á Alþingi Íslendinga án þess að berjast fyrir því sleitulaust að þeirri aðild verði slitið? Oft hef ég hrifizt af mælsku þinni og málafylgju í ræðustóli þingsins, en aldrei heyrt þig krefjast þess að EES-samningnum verði sagt upp. Mér virðist að í þessu efni hefði pólitísk samkvæmni af þinni hálfu mátt vera rishærri.

Skoðun
Fréttamynd

Staksteinn

Margir hljóta að finna til með Davíð Oddssyni ritstjóra. Það er beisklegt fyrir þann sem hefur sinnt stjórnmálum öll manndómsár sín, farið lengi með fyllstu völd í höfuðborg landsins og í ríkisstjórn, þar á eftir í Seðlabanka Íslands, hefur hrundið í framkvæmd óskadraumi sínum um íslenzka nýfrjálshyggjuþjóðfélagið, en stendur síðan á snöggu augabragði í rjúkandi brunabæli þess og getur ekki, innst inni, kennt neinum eins mikið og sjálfum sér um það hvernig fór. Einkennilegt var að hugsa til

Skoðun