Ástin og lífið

Fréttamynd

Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par

Leikkonan Aldís Amah Hamilton og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson eru nýtt par. Þau hafa sést saman á skjám landsmanna í þáttaröðinni Svörtu Sandar þar sem þau fara bæði á kostum í hlutverkum sínum sem Aníta og Salomon. Ásamt því að leika í þáttunum er Aldís einn af handritshöfundum þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Dóra og Egill eru orðin hjón

Dóra Jóhannsdóttir leikkona og Egill Einarsson gengu í hjónaband þann 12. febrúar síðastliðinn. Dóra birti fallegar brúðkaupsmyndir á samfélagsmiðlum frá stóra deginum.

Lífið
Fréttamynd

„Hún vildi ekkert með mig hafa fyrst um sinn“

Tobba var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún og Hreimur byrjuðu fyrst saman. Þrátt fyrir að hafa farið sundur og saman eins og gengur og gerist á unglingsárunum, eru þau gift í dag og lifa fjölskyldulífi í Norðlingaholtinu ásamt þremur börnum og einum Covid-hundi.

Lífið
Fréttamynd

Telur ein­kvæni vera ó­heil­brigt

Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald.

Lífið
Fréttamynd

Ástin sigraði þegar Sólbjört og Einar trúlofuðu sig

Ástin virðist hafa sigrað en dansarinn Sólbjört Sigurðardóttir og Einar Stefánsson sem er trommarinn í Hatara og gítarleikari Vök voru að trúlofa sig. Spurningin var borin upp á sjálfan Valentínusardaginn svo rómantíkin hefur verið allsráðandi hjá þeim á deginum.

Lífið
Fréttamynd

„Ef þið viljið fá alla söguna, þá verðið þið bara að kaupa bókina“

„Ég veit ekki hvað hefur ekki gerst hjá Kanye West í þessari viku!“ segir Birta Líf Ólafsdóttir. Vikan hefur verið viðburðarík í lífi tónlistarmannsins sem hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Það skal þó tekið fram að West er með geðhvarfasýki sem hann opnaði sig um fyrir fjórum árum síðan.

Lífið
Fréttamynd

Sendi Valentínusar­kveðju á ástina sína í kvöld­fréttum

Elskendur hafa margir haldið Valentínusardaginn hátíðlegan í dag með blómum, böngsum og súkkulaðimolum. Við litum við í blómabúð þar sem rómantískt andrúmsloftið var nánast áþreifanlegt. Þar ræddum við við blómasala og tvo rómantíkusa, sem voru í leit að gjöfum fyrir maka sína í tilefni dagsins.

Lífið
Fréttamynd

„Fólk heldur að við séum búin að vera saman í tuttugu ár“

Þau Ingi og Linda kynntust í gegnum Crossfit-samfélagið á Akureyri og voru þau góðir vinir í nokkur ár áður en þau byrjuðu loks saman árið 2019. Þau segja það koma mörgum á óvart hve stutt sé síðan þau byrjuðu saman, þar sem þau séu búin að gera svo ótrúlega margt á skömmum tíma. 

Lífið
Fréttamynd

Kardashian opnar sig um skilnaðinn: „Ég valdi sjálfa mig“

„Ég eyddi svo mörgum árum í það að reyna þóknast öðrum, en fyrir um tveimur árum síðan ákvað ég setja mína eigin hamingju í forgang. Þó svo að sú ákvörðun hafi kallað fram breytingar og orðið valdur að skilnaði, þá er mikilvægt að vera heiðarlegur við sjálfan sig,“ segir stórstjarnan Kim Kardashian í einlægu viðtali við bandaríska tískutímaritið Vogue.

Lífið
Fréttamynd

Mælirinn fullur hjá Kar­dashian sem á­kvað að svara fyrir sig

Fyrrverandi hjónin Kanye West og Kim Kardashian hafa staðið í opinberum deilum á samfélagsmiðlum undanfarna daga. West hefur ekki farið leynt með það að skilnaðurinn hefur reynst honum erfiður og hafa uppátæki hans verið eftir því. Kardashian hefur tekist að halda ró sinni í garð West, eða alveg þar til nú.

Lífið
Fréttamynd

Tók eftir undar­legri hegðun í að­draganda bón­orðsins

Leikaraparið Ebba Katrín og Oddur kynntist innan veggja Þjóðleikhússins fyrir fjórum árum síðan. Oddur heillaðist af Ebbu en hún var enn í leiklistarnámi sem átti hug hennar allan og hafði hún því lítinn tíma fyrir stefnumótalíf. Oddur gafst þó ekki upp og sýndi Ebbu ómælda þolinmæði og eru þau trúlofuð í dag.

Lífið
Fréttamynd

Ri­hanna birtir nýja óléttu­mynd á Insta­gram

Tónlistarkonan og milljarðamæringurinn Rihanna deildi fallegri bumbumynd á Instagram í gær. Síðustu mánuði hefur verið hávær orðrómur um það að tónlistarkonan ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky en sá orðrómur var staðfestur nú í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Opna sig um opin sam­bönd við Wil­son bræður

Í nýjum þætti af spjallþættinum The Drew Barrymore Show ræða leikkonurnar Drew Barrymore og Kate Hudson um sambönd sín við bræðurna Luke Wilson og Owen Wilson. Þær tala frjálslega um það að sambönd þeirra hafi verið opin og rifja þær hlægjandi upp gamlar minningar.

Lífið
Fréttamynd

GDRN er ófrísk af sínu fyrsta barni

Tónlistarkonan Guðrún Eyfjörð, betur þekkt undir listamannsnafninu GDRN, á von á sínu fyrsta barni með sambýlismanni sínum, Árna Steini Steinþórssyni.

Lífið
Fréttamynd

Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu

Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son.

Lífið
Fréttamynd

Bónorð í bíó

Rómantíkusinn Mohamed Idries bað Lorudes Luque Vilatoro kærustu sína til nokkurra ára um að giftast sér í Sambíóunum Egilshöll eftir heimagerða stuttmynd.

Lífið