Viðskipti Undrast ekki vantrú á markmiðum Forstöðumaður Íslandsbanka er ekki hissa á að almenningur hafi litla trú á að markmið Seðlabanka Íslands um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum haldist en fólk býst við að verðbólgan verði um 4 prósent næstu tólf mánuði. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:19 Beðið eftir ákvörðun Steinunnar Enn er þess beðið með eftirvæntingu hvort Steinunn Jónsdóttir, dóttir Jóns Helga Guðmundssonar sem kenndur er við Byko, selji fjögurra prósenta hlut sinn í bankanum og þá hverjum. Hlutur Steinunnar getur orðið til þess að nýr meirihluti myndist í bankanum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:19 Shoe Studio Group í Kauphöllina Don McCarthy, forstjóri Shoe Studio Group, hefur áhuga á því að skrá félagið í Kauphöll Íslands næsta haust en þetta kom fram hjá Sunday Express. Shoe Studio rekur meðal annars tískuverslunarkeðjurnar Principles and Warehouse auk þess að reka skóverslanir. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:19 Hallinn 12% af landsframleiðslu Viðskiptahallinn í ár mun ná því að verða 12% af landsframleiðslu samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka en í gær birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuðinn á síðasta ári og reyndist hann vera neikvæður um þrjátíu og einn milljarð króna samanborið við þrettán milljarða árið áður. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18 Kaupþing skoðar SkandiaBanken Kaupþing hefur á áhuga á að kaupa sænska netbankann SkandiaBanken, dótturfyrirtæki Skandia-fyrirtækisins. Frá þessu greinir í sænskum fjölmiðlum í dag. Aðspurður segir Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri peninga ekki vera vandamál hvað hugsanleg kaup varðar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18 Töluverðar líkur á valdaskiptum Töluverðar líkur er á að nýr meirihluti komist til valda í Íslandsbanka verði af fyrirhugaðri sölu Steinunnar Jónsdóttur á ríflega fjögurra prósenta hlut sínum í bankanum til hóps fjárfesta sem telst vinveittur hinum svokallaða Straumsarmi í bankanum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18 Bankamenn óttast um störf sín Bankamenn hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu ef Straumur nær yfirráðum í Íslandsbanka og ítök Landsbankans aukast. Viðskiptafræðingur við Háskóla Íslands segir Landsbankann reyna að ná yfirráðum í bankanum í gegnum Straum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18 Lykilstjórnendur fá lán Íslandsbanki lánar lykilstjórnendum bankans rúma þrjá milljarða til að auka við hlut sinn í bankanum. Kaupverðið hefur enn ekki verið innt af hendi en bréfin hafa hækkað um fimmtíu milljónir frá því á mánudag þegar kaupin voru innsigluð. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18 Stýrivextir hækkaðir um 0,5% Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5% frá og með 7. júní nk. eða í 9,5%. Seðlabankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 4,2% síðan í maí 2004. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18 Valdahlutföll að breytast? Steinunn Jónsdóttir, stjórnarmaður í Íslandsbanka, hefur samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu ákveðið að selja ríflega fjögurra prósenta hlut í bankanum. Líklegt er að það verði til hóps fjárfesta sem telst vinveittur Straumi og er samkomulag um þetta í burðarliðnum. Með því virðist sem valdahlutföll í bankanum muni breytast verulega. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18 Trúnaðarmál segir Bjarni Það er trúnaðarmál hvernig stjórnendur Íslandsbanka fjármagna viðskipti sín með bréf í bankanum, segir forstjóri bankans. Bjarni Ármannsson segir að stjórnendum beri engin skylda til að upplýsa um fjármögnun viðskiptanna, hvorki nú né síðar, þar sem bankinn reiði ekki fram neina tryggingarvernd. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18 Actavis setur tvö lyf á markað Actavis Group hefur sett tvö ný samheitalyf á markað í níu Evrópulöndum í gegnum dótturfyrirtæki sitt, Medis. Um er að ræða taugalyfið Lamotrigine í tveimur lyfjaformum sem ætlað er til meðferðar við flogaveiki og til að fyrirbyggja geðsveiflur hjá sjúklingum með geðhvarfasjúkdóm. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18 Selur ríkisfyrirtækjum olíu Nýjasta íslenska olíufélagið seldi sína fyrstu olíu í morgun. Það er fyrirtækið Íslensk olíumiðlun, sem er í eigu Íslendinga og dansks fyrirtækis, sem hefur sérhæft sig í þjónustu við skip á hafi úti. Íslensk olíumiðlun er með birgðastöð í Neskakupstað og er eingöngu í sölu olíu á skip. Fyrir nokkrum dögum voru tankar fyrirtækisins í Neskaupstað fylltir og fyrsti viðskiptavinurinn var afgreiddur í dag en það var hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18 Vill sameina kauphallir í Lundúnum Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, vill að kauphallir Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sameinist kauphöllinni í Lundúnum. Þórður segir að með því náist mikil hagræðing. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18 Jón Helgi selur Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það Jón Helgi Guðmundsson í BYKO sem seldi 240 milljónir hluta í Íslandsbanka til æðstu stjórnenda bankans í gær. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17 Spáir 3,8% verðbólgu á árinu Greiningardeild KB banka telur að verðbólga á þessu ári verði 3,8 prósent og nái lágmarki í næsta mánuði, en þá verði 12 mánaða verðbólga 2,4 prósent. Eftir það mun aukin spenna á vinnumarkaði og lækkandi gengi krónunnar skapa aukinn verðbólguþrýsting. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17 Átök í vændum um Íslandsbanka Átök eru í vændum um yfirráð í Íslandsbanka og talið víst að Straumur búi sig undir lokaslaginn. Þetta er mat viðmælenda fréttastofunnar í ljósi hlutafjárkaupa æðstu yfirstjórnenda bankans í gær. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18 6,5 prósentum muni á stýrivöxtum Stýrivextir hér á landi eru nú 9 prósent, eða 6,5 prósentustigum hærri en í helstu viðskiptalöndunum þar sem þeir eru að meðaltali 2,5 prósent. Þetta veldur því að vaxtamunur við útlönd er 6,5 prósent á skammtímalánum að því er fram kemur í <em>Vegvísi</em> Landsbankans. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18 Hagnaður SÍF tvöfaldaðist Hagnaður SÍF, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, tvöfaldaðist á milli ára og nam rúmlega 220 milljónum króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins. Í tilkynningu frá SÍF segir að góð söluaukning hafi orðið á öllum mörkuðum og framlegð aukist verulega. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17 Kaupir 94,1% í Eimskip Avion Group, sem Magnús Þorsteinsson er meirihlutaeigandi að, hefur keypt hlut Burðaráss í Eimskipafélaginu, alls 94,1 prósent. Kaupverðið er tuttugu og þrír milljarðar íslenskra króna en samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar stefnir Avion Group á að eignast allt félagið. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17 Avion í Kauphöllina innan 8 mánaða Burðarás hefur selt Avion Group 94 prósenta hlut sinn í Eimskipafélagi Íslands. Stefnt er að skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands eigi síðar en 31. janúar 2006. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17 Þórólfur forstjóri Icelandic Group Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, var í gærkvöldi ráðinn forstjóri Icelandic Group sem er hið nýja heiti Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sjóvíkur. Þórólfur tekur við af Gunnari Svavarssyni. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17 Útiloka ekki frekari fjárfestingar Avion Group útilokar ekki frekari fjárfestingar í flutningastarfsemi, þótt fyrirtækið sé nýbúið að festa kaup á næstum öllum bréfum í sjálfu Eimskipafélaginu. Stefnt er að skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands eigi síðar en 31. janúar á næsta ári. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17 Gengi krónunnar áfram hátt Gengi krónunnar verður hátt áfram út þetta ár og á næsta ári samkvæmt Morgunkorni Íslandsbanka. Þá mun gengisvísitalan sveiflast á bilinu 105 til 115 stig það sem eftir er árs en nú stendur hún í 112,5 stigum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17 SH verður Icelandic Group Samþykkt var á hluthafafundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna sem haldinn var á Nordica hóteli síðdegis að breyta nafni félagsins í Icelandic Group. Þetta er fyrsti fundurinn sem haldinn er eftir samruna SH og Sjóvíkur en hluthafar Sjóvíkur eignast þriðjung í hinu sameinaða fyrirtæki. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17 Segir launakönnun ómarktæka Það er óskynsamlegt og felur í sér sóun að mismuna í launum á grundvelli annars en hæfnis og framlags. Þetta segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann telur jafnframt að könnun Háskólans á Bifröst um launamun kynjanna sé ómarktæk. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17 Myndbandaleiga á Netinu Fyrsta íslenska myndbandaleigan á Netinu hefur verið tekin í notkun. Um er að ræða nýjan afþreyingarvef þar sem hægt er að horfa á bíómyndir í gegnum Netið án endurgjalds. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17 Trúnaðarloforð réttlæti ekki lygi Íþróttamenn, kaupsýslumenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, - það er sama hvar gripið er niður, í öllum stéttum þjóðfélagsins má finna dæmi um menn sem reyna að ljúga sig úr vandræðum. Loforð um trúnað réttlætir þó ekki lygi, að mati siðfræðings á sviði viðskipta. Við skulum rifja upp nokkur dæmi um meinta ósannsögli sem fjallað hefur verið um opinberlega. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16 Magnús fer úr Samson Magnús Þorsteinsson hefur selt Björgólfsfeðgum hlut sinn í Samson eignarhaldsfélagi ehf. og Samson Holding. Félögin eiga hluti í Landsbankanum og Burðarási. Í tilkynningu um viðskiptin segir að Magnús hyggist einbeita sér að fjárfestingum í almennri flugstarfsemi og flugrekstri, er þar vísað til þess að hann er aðaleigandi Avion Group. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41 Hyggst einbeita sér að flugrekstri Magnús Þorsteinsson hefur ákveðið að selja eignarhluti sína í Samson eignarhaldsfélagi ehf. og Samson Holding. Félögin, sem fram til þessa hafa verið í eigu Magnúsar, Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, eiga hluti í Landsbanka Íslands og Burðarási. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16 « ‹ 183 184 185 186 187 188 189 190 191 … 223 ›
Undrast ekki vantrú á markmiðum Forstöðumaður Íslandsbanka er ekki hissa á að almenningur hafi litla trú á að markmið Seðlabanka Íslands um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum haldist en fólk býst við að verðbólgan verði um 4 prósent næstu tólf mánuði. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:19
Beðið eftir ákvörðun Steinunnar Enn er þess beðið með eftirvæntingu hvort Steinunn Jónsdóttir, dóttir Jóns Helga Guðmundssonar sem kenndur er við Byko, selji fjögurra prósenta hlut sinn í bankanum og þá hverjum. Hlutur Steinunnar getur orðið til þess að nýr meirihluti myndist í bankanum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:19
Shoe Studio Group í Kauphöllina Don McCarthy, forstjóri Shoe Studio Group, hefur áhuga á því að skrá félagið í Kauphöll Íslands næsta haust en þetta kom fram hjá Sunday Express. Shoe Studio rekur meðal annars tískuverslunarkeðjurnar Principles and Warehouse auk þess að reka skóverslanir. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:19
Hallinn 12% af landsframleiðslu Viðskiptahallinn í ár mun ná því að verða 12% af landsframleiðslu samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka en í gær birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuðinn á síðasta ári og reyndist hann vera neikvæður um þrjátíu og einn milljarð króna samanborið við þrettán milljarða árið áður. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18
Kaupþing skoðar SkandiaBanken Kaupþing hefur á áhuga á að kaupa sænska netbankann SkandiaBanken, dótturfyrirtæki Skandia-fyrirtækisins. Frá þessu greinir í sænskum fjölmiðlum í dag. Aðspurður segir Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri peninga ekki vera vandamál hvað hugsanleg kaup varðar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18
Töluverðar líkur á valdaskiptum Töluverðar líkur er á að nýr meirihluti komist til valda í Íslandsbanka verði af fyrirhugaðri sölu Steinunnar Jónsdóttur á ríflega fjögurra prósenta hlut sínum í bankanum til hóps fjárfesta sem telst vinveittur hinum svokallaða Straumsarmi í bankanum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18
Bankamenn óttast um störf sín Bankamenn hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu ef Straumur nær yfirráðum í Íslandsbanka og ítök Landsbankans aukast. Viðskiptafræðingur við Háskóla Íslands segir Landsbankann reyna að ná yfirráðum í bankanum í gegnum Straum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18
Lykilstjórnendur fá lán Íslandsbanki lánar lykilstjórnendum bankans rúma þrjá milljarða til að auka við hlut sinn í bankanum. Kaupverðið hefur enn ekki verið innt af hendi en bréfin hafa hækkað um fimmtíu milljónir frá því á mánudag þegar kaupin voru innsigluð. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18
Stýrivextir hækkaðir um 0,5% Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5% frá og með 7. júní nk. eða í 9,5%. Seðlabankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 4,2% síðan í maí 2004. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18
Valdahlutföll að breytast? Steinunn Jónsdóttir, stjórnarmaður í Íslandsbanka, hefur samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu ákveðið að selja ríflega fjögurra prósenta hlut í bankanum. Líklegt er að það verði til hóps fjárfesta sem telst vinveittur Straumi og er samkomulag um þetta í burðarliðnum. Með því virðist sem valdahlutföll í bankanum muni breytast verulega. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18
Trúnaðarmál segir Bjarni Það er trúnaðarmál hvernig stjórnendur Íslandsbanka fjármagna viðskipti sín með bréf í bankanum, segir forstjóri bankans. Bjarni Ármannsson segir að stjórnendum beri engin skylda til að upplýsa um fjármögnun viðskiptanna, hvorki nú né síðar, þar sem bankinn reiði ekki fram neina tryggingarvernd. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18
Actavis setur tvö lyf á markað Actavis Group hefur sett tvö ný samheitalyf á markað í níu Evrópulöndum í gegnum dótturfyrirtæki sitt, Medis. Um er að ræða taugalyfið Lamotrigine í tveimur lyfjaformum sem ætlað er til meðferðar við flogaveiki og til að fyrirbyggja geðsveiflur hjá sjúklingum með geðhvarfasjúkdóm. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18
Selur ríkisfyrirtækjum olíu Nýjasta íslenska olíufélagið seldi sína fyrstu olíu í morgun. Það er fyrirtækið Íslensk olíumiðlun, sem er í eigu Íslendinga og dansks fyrirtækis, sem hefur sérhæft sig í þjónustu við skip á hafi úti. Íslensk olíumiðlun er með birgðastöð í Neskakupstað og er eingöngu í sölu olíu á skip. Fyrir nokkrum dögum voru tankar fyrirtækisins í Neskaupstað fylltir og fyrsti viðskiptavinurinn var afgreiddur í dag en það var hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18
Vill sameina kauphallir í Lundúnum Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, vill að kauphallir Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sameinist kauphöllinni í Lundúnum. Þórður segir að með því náist mikil hagræðing. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18
Jón Helgi selur Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það Jón Helgi Guðmundsson í BYKO sem seldi 240 milljónir hluta í Íslandsbanka til æðstu stjórnenda bankans í gær. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17
Spáir 3,8% verðbólgu á árinu Greiningardeild KB banka telur að verðbólga á þessu ári verði 3,8 prósent og nái lágmarki í næsta mánuði, en þá verði 12 mánaða verðbólga 2,4 prósent. Eftir það mun aukin spenna á vinnumarkaði og lækkandi gengi krónunnar skapa aukinn verðbólguþrýsting. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17
Átök í vændum um Íslandsbanka Átök eru í vændum um yfirráð í Íslandsbanka og talið víst að Straumur búi sig undir lokaslaginn. Þetta er mat viðmælenda fréttastofunnar í ljósi hlutafjárkaupa æðstu yfirstjórnenda bankans í gær. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18
6,5 prósentum muni á stýrivöxtum Stýrivextir hér á landi eru nú 9 prósent, eða 6,5 prósentustigum hærri en í helstu viðskiptalöndunum þar sem þeir eru að meðaltali 2,5 prósent. Þetta veldur því að vaxtamunur við útlönd er 6,5 prósent á skammtímalánum að því er fram kemur í <em>Vegvísi</em> Landsbankans. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:18
Hagnaður SÍF tvöfaldaðist Hagnaður SÍF, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, tvöfaldaðist á milli ára og nam rúmlega 220 milljónum króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins. Í tilkynningu frá SÍF segir að góð söluaukning hafi orðið á öllum mörkuðum og framlegð aukist verulega. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17
Kaupir 94,1% í Eimskip Avion Group, sem Magnús Þorsteinsson er meirihlutaeigandi að, hefur keypt hlut Burðaráss í Eimskipafélaginu, alls 94,1 prósent. Kaupverðið er tuttugu og þrír milljarðar íslenskra króna en samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar stefnir Avion Group á að eignast allt félagið. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17
Avion í Kauphöllina innan 8 mánaða Burðarás hefur selt Avion Group 94 prósenta hlut sinn í Eimskipafélagi Íslands. Stefnt er að skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands eigi síðar en 31. janúar 2006. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17
Þórólfur forstjóri Icelandic Group Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, var í gærkvöldi ráðinn forstjóri Icelandic Group sem er hið nýja heiti Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sjóvíkur. Þórólfur tekur við af Gunnari Svavarssyni. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17
Útiloka ekki frekari fjárfestingar Avion Group útilokar ekki frekari fjárfestingar í flutningastarfsemi, þótt fyrirtækið sé nýbúið að festa kaup á næstum öllum bréfum í sjálfu Eimskipafélaginu. Stefnt er að skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands eigi síðar en 31. janúar á næsta ári. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17
Gengi krónunnar áfram hátt Gengi krónunnar verður hátt áfram út þetta ár og á næsta ári samkvæmt Morgunkorni Íslandsbanka. Þá mun gengisvísitalan sveiflast á bilinu 105 til 115 stig það sem eftir er árs en nú stendur hún í 112,5 stigum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17
SH verður Icelandic Group Samþykkt var á hluthafafundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna sem haldinn var á Nordica hóteli síðdegis að breyta nafni félagsins í Icelandic Group. Þetta er fyrsti fundurinn sem haldinn er eftir samruna SH og Sjóvíkur en hluthafar Sjóvíkur eignast þriðjung í hinu sameinaða fyrirtæki. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17
Segir launakönnun ómarktæka Það er óskynsamlegt og felur í sér sóun að mismuna í launum á grundvelli annars en hæfnis og framlags. Þetta segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann telur jafnframt að könnun Háskólans á Bifröst um launamun kynjanna sé ómarktæk. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17
Myndbandaleiga á Netinu Fyrsta íslenska myndbandaleigan á Netinu hefur verið tekin í notkun. Um er að ræða nýjan afþreyingarvef þar sem hægt er að horfa á bíómyndir í gegnum Netið án endurgjalds. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:17
Trúnaðarloforð réttlæti ekki lygi Íþróttamenn, kaupsýslumenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, - það er sama hvar gripið er niður, í öllum stéttum þjóðfélagsins má finna dæmi um menn sem reyna að ljúga sig úr vandræðum. Loforð um trúnað réttlætir þó ekki lygi, að mati siðfræðings á sviði viðskipta. Við skulum rifja upp nokkur dæmi um meinta ósannsögli sem fjallað hefur verið um opinberlega. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16
Magnús fer úr Samson Magnús Þorsteinsson hefur selt Björgólfsfeðgum hlut sinn í Samson eignarhaldsfélagi ehf. og Samson Holding. Félögin eiga hluti í Landsbankanum og Burðarási. Í tilkynningu um viðskiptin segir að Magnús hyggist einbeita sér að fjárfestingum í almennri flugstarfsemi og flugrekstri, er þar vísað til þess að hann er aðaleigandi Avion Group. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41
Hyggst einbeita sér að flugrekstri Magnús Þorsteinsson hefur ákveðið að selja eignarhluti sína í Samson eignarhaldsfélagi ehf. og Samson Holding. Félögin, sem fram til þessa hafa verið í eigu Magnúsar, Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, eiga hluti í Landsbanka Íslands og Burðarási. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:16