Sjúkraflutningar

Fréttamynd

Co­vid-tengdum út­köllum fækkaði um helgina

Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í fyrsta lagi í lok mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum

Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hetjurnar í framlínunni

Þær stórkostlegu hetjur, sem nú standa í fremstu víglínu baráttunnar við hinn útsmogna og lævísa óþokka Covid-19, eru svo sannarlega skjöldur okkar og sverð.

Skoðun
Fréttamynd

Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika

Alvarlegt slys varð við Sunnukrika í Mosfellsbæ nú á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu við götuna.

Innlent
Fréttamynd

Snar­ræði slökkvi­liðs­manna kom í veg fyrir að ekki fór enn verr

Snarræði slökkviliðsmanna er talið hafa komið í veg fyrir enn frekara tjón þegar mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. Vélsmiðjan Hamar var verst úti í brunanum og segir eigandi fyrirtækisins það hafa verið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna.

Innlent
Fréttamynd

„Hjartað í fyrir­tækinu er farið“

Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna.

Innlent
Fréttamynd

Segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segja Isavia skerða félagafrelsti starfsmanna sinna með því að vilja ekki breyta orðalagi í nýjum kjarasamningi en hann var gott sem tilbúinn og aðeins þetta eina atriði sem stóð út af borðinu.

Innlent
Fréttamynd

Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum

Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur.

Innlent
Fréttamynd

Nýbúið að lagfæra veginn þar sem rútan valt

Vegurinn þar sem slysið varð í gærkvöldi, liggur í gegnum þjóðgarðinn. Hann var endurbættur nýverið á um átta kílómetra kafla til austurs, frá þjónustumiðstöðinni. Vegurinn var opnaður aftur fyrir umferð um miðjan september í fyrra.

Innlent