Sjúkraflutningar

Fréttamynd

Fleiri hálkuslys geta orðið frysti aftur í kvöld

Vel á fjórða tug þurft að leita sér aðhlynningar á slysadeild á höfuðborgarsvæðinu vegna hálkuslysa sem hefur orsakaði mikið álag á bráðamóttöku. Viðbúið að fleiri slys verði frysti aftur í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraflug getur tafist vegna tryggingamála

Mikil umræða er nú á meðal lækna vegna fyrirkomulags trygginga vegna sjúkraflugs eftir að tveggja tíma töf varð á flugi með meðvitundarlausan mann. Ef ótryggður einstaklingur er sendur í flug getur kostnaður upp á eina milljón fallið á heilbrigðisstofnun.

Innlent
Fréttamynd

Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: "Það er rosalegt álag á okkar fólki“

Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Samið við undanfara á Flúðum vegna neyðarhjálpar

Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum hefur mikilvægu hlutverki að gegna í Uppsveitum Árnessýslu í neyðartilfellum því félagar þar eru undanfarar og hefja aðstoð á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til sérhæfð aðstoð kemur á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Rætt um að Rauði krossinn haldi áfram rekstri sjúkrabíla

Þolinmæði rekstraraðila sjúkrabíla á landinu er áþrotum vegna ástands þeirra sem sagt er vera mjög slæmt. Engin endurnýjun hefur átt sér staðí rúma fjörutíu mánuði. Viðræður á milli heilbrigðisyfirvalda og Rauða krossins áÍslandi um reksturinn eru aftur komnar af stað.

Innlent
Fréttamynd

Sagði trúnaðarstörfum í Vestmannaeyjum lausum eftir fréttaflutning

Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem sagður er hafa áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega, sagði trúnaðarstörfum sínum fyrir H-listann í Vestmannaeyjum lausum í gær eftir fréttaflutning af málinu. Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir málið vera í farvegi.

Innlent
Fréttamynd

Velferðarnefnd vill auka vægi sjúkraflutningamanna utan spítala

Lagt er til að Alþingi álykti um að fela heilbrigðisráðherra að móta heildstæða opinbera stefnu um rekstur og skipulag bráðaþjónustu utan spítala. Formfesta þannig samstarf þeirra sem sinna þjónustunni, skilgreina með skýrari hætti ábyrgð og verkaskiptingu og efla menntun, endurmenntun og starfsþjálfun þeirra sem starfa við sjúkra- og neyðarflutninga og veita bráðaþjónustu á vettvangi slysa, veikinda eða í öðrum neyðartilvikum.

Innlent
Fréttamynd

Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum

Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað.

Innlent