Mikið tjón þegar uppgerð hlaða og fjós brunnu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. apríl 2020 11:00 Töluverðan tíma tók að komast að eldi sem var meðal annaras í þaki. Notast var við vatn og froðu. Vísir/Jóhann K. Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í samkomuhúsi og gistiaðstöðu að Skrauthólum á Kjalarnesi í morgun. Um tíu manns voru innandyra þegar eldurinn kom upp en engan sakaði. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn um klukkan hálf átta í morgun og voru slökkviliðsmenn sendir frá þremur slökkvistöðvum á vettvang. Húsið sem áður var fjós og hlaða hefur verið gert upp og er nú samkomuhús og gistiaðstaða. Fjölmennt slökkvilið var sent á vettvang. Slökkvistarf gekk vel.Vísir/Jóhann K. Fólk innandyra þegar eldurinn kom upp en enginn í hættu „Þegar við komum á staðinn þá voru íbúarnir komnir út á hlaðið. Það var töluvert mikill reykur þannig að við sendum strax reykkafara inn og fundum eldinn þarna inni í gamla fjósinu,“ segir Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn náði ekki að gistiaðstöðu staðarins en um tíu manns voru þar þegar slökkvilið bar að. „Ætli það hafi verið svona um tíu manns,“ segir Þórður. Var fólkið í hættu? „Nei, engri hættu,“ segir Þórður. Allir komnir út? „Allir komnir út og slökkvistarf gekk vel,“ segir Þórður. Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Jóhann K. Slökkvistarf tók langan tíma Eldurinn var einna mestur í þaki og þurftu slökkviliðsmenn að bora sig í gegn á nokkrum stöðum til þess að koma vatni og froðu að. Ekki urðu vandræði með að fá vatn. til slökkvistarfsins þrátt fyrir að engir brunahanar séu nærri. Var það flutt meðal annars með tankbíl á vettvang. Töluvert tjón var vegna elds, reyks og vatns. Áttið þið ykkur á eldsupptökun? „Já, lögreglan er komin á staðinn og þeir eru að rannsaka líkleg eldsupptök,“ segir Þórður. Eitthvað sem gefið er upp? „Ekki að svo komnu máli,“ segir Þórður. Gistiaðstaðan og samkomuhúsið liggja saman. Eldur komst ekki að gistiaðstöðunni.Vísir/Jóhann K. Slökkvilið Sjúkraflutningar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í samkomuhúsi og gistiaðstöðu að Skrauthólum á Kjalarnesi í morgun. Um tíu manns voru innandyra þegar eldurinn kom upp en engan sakaði. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn um klukkan hálf átta í morgun og voru slökkviliðsmenn sendir frá þremur slökkvistöðvum á vettvang. Húsið sem áður var fjós og hlaða hefur verið gert upp og er nú samkomuhús og gistiaðstaða. Fjölmennt slökkvilið var sent á vettvang. Slökkvistarf gekk vel.Vísir/Jóhann K. Fólk innandyra þegar eldurinn kom upp en enginn í hættu „Þegar við komum á staðinn þá voru íbúarnir komnir út á hlaðið. Það var töluvert mikill reykur þannig að við sendum strax reykkafara inn og fundum eldinn þarna inni í gamla fjósinu,“ segir Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn náði ekki að gistiaðstöðu staðarins en um tíu manns voru þar þegar slökkvilið bar að. „Ætli það hafi verið svona um tíu manns,“ segir Þórður. Var fólkið í hættu? „Nei, engri hættu,“ segir Þórður. Allir komnir út? „Allir komnir út og slökkvistarf gekk vel,“ segir Þórður. Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Jóhann K. Slökkvistarf tók langan tíma Eldurinn var einna mestur í þaki og þurftu slökkviliðsmenn að bora sig í gegn á nokkrum stöðum til þess að koma vatni og froðu að. Ekki urðu vandræði með að fá vatn. til slökkvistarfsins þrátt fyrir að engir brunahanar séu nærri. Var það flutt meðal annars með tankbíl á vettvang. Töluvert tjón var vegna elds, reyks og vatns. Áttið þið ykkur á eldsupptökun? „Já, lögreglan er komin á staðinn og þeir eru að rannsaka líkleg eldsupptök,“ segir Þórður. Eitthvað sem gefið er upp? „Ekki að svo komnu máli,“ segir Þórður. Gistiaðstaðan og samkomuhúsið liggja saman. Eldur komst ekki að gistiaðstöðunni.Vísir/Jóhann K.
Slökkvilið Sjúkraflutningar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira