Innlendar

Fréttamynd

Ragnheiður bætti sitt eigið Íslandsmet

Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona úr KR, setti nýtt Íslandsmet í 100 metra skriðsundi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem stendur nú yfir í Laugardalslauginni.

Sport
Fréttamynd

Kristinn þegar búinn að setja þrjú drengjamet á ÍM

Fjölnismaðurinn Kristinn Þórarinsson er þegar búinn að setja þrjú drengjamet á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem hófst í Laugardalslauginni í gær. Kristinn er búinn að setja met í 100 metra fjórsundi, 50 metra baksundi og 200 metra flugsundi en í því síðastnefnda sló hann þrettán ára gamalt met Hjartar Más Reynissonar.

Sport
Fréttamynd

Anton Sveinn vann annað árið í röð

Ægismaðurinn Anton Sveinn McKee vann 1500 metra skriðsund karla annað árið í röð í kvöld þegar hann synti á 16:03.35 mínútum í úrslitasundinu í Laugardalslauginni. Íslandsmeistaramótið í 25 metra laug hófst í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk vann fyrsta gullið

Ægiskonan Eygló Ósk Gústafsdóttir vann fyrsta gullið á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem hófst í kvöld í Laugardalslauginni þegar hún vann 800 metra skriðsund. Eygló synti á 8:54.13 mínútum og var ekki langt frá því að ná lágmarkinu á Evrópumótið sem er 8:48,70.

Sport
Fréttamynd

Hver verður hraustasta deildin hjá Stjörnunni?

Ungmennafélagið Stjarnan heldur upp á 50 ára afmæli sitt þessa daganna og á laugardaginn verður haldin fjölskylduhátíð í íþróttahúsinu Ásgarði í tilefni af hálfrar aldar afmæli félagsins.

Sport
Fréttamynd

Þormóður vann gullið í Króatíu

Þormóður Jónsson vann glæsilegan sigur í gær á alþjóðlegu móti í júdó í Króatíu en þrír íslenskir keppendur tóku þátt í þessu sterka móti. Hermann Unnarsson varð í 4. sæti en Ægir Valsson tapaði öllum sínum glímum.

Sport
Fréttamynd

Ragna Ingólfsdóttir er úr leik á opna hollenska

Ragna Ingólfsdóttir komst ekki í undanúrslit á opna hollenska mótinu í badminton eftir tap á móti Olgu Konon frá Þýskalandi í átta manna úrslitum í dag. Sigur þýsku stelpunnar var öruggur en hún vann hrinurnar 21-8 og 21-9.

Sport
Fréttamynd

Heldur upp á 18 ára afmælið sitt á HM

Fimleikakonurnar Thelma Rut Hermannsdóttir og Dominiqua Alma Belányi eru á leiðinni á Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum sem fer fram Rotterdam í Hollandi 16. til 24. október. Stúlkurnar héldu utan ásamt þjálfurum sínum 10. október til æfinga og undirbúnings.

Sport
Fréttamynd

Ísland vann Færeyjar í landskeppni í sundi

Ísland vann Færeyjar með 98 stigum gegn 80 í Landskeppni í sundi sem fór fram í Laugardalslaug í gær. Þetta er annað árið í röð sem slík keppni er haldin en í fyrra sigruðu Færeyingar á sínum heimavelli. Sigur Íslands var aldrei í hættu og segja má að það eina sem skyggði á gleðina var að A sveit Íslands gerði ógilt í síðasta boðsundinu.

Sport
Fréttamynd

Hrafnhildur syndir fyrir bandarísku meistarana

Hrafnhildur Lúthersdóttir, 19 ára sundkona úr SH, er á leið í nám til Bandaríkjanna, þar sem hún hefur fengið inngöngu í University of Florida en sundlið skólans eru núverandi bandarískir háskólameistarar. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Hrafnhildi sem komst inn á heimslista í bæði 50 og 100 metra bringusundi á árinu. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Sundsambands Íslands.

Sport
Fréttamynd

Vésteinn með blaðamannafundinn í eldhúsinu sínu

Vésteinn Hafsteinsson hefur tekið að sér að vera nýr umboðsmaður sjöþrautarkonunnar Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur og mun hann sjá um stjórnun á þjálfun hennar í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns.

Sport
Fréttamynd

Helga Margrét verður í miklu skype-sambandi við þjálfarann

Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona úr Ármanni, hélt blaðamannafund í dag þar sem hún fór yfir nýtt skipulag á þjálfun hennar. Yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut.

Sport
Fréttamynd

Ragnheiður með nýjan samning og nýja bloggsíðu

Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona úr KR, skrifaði á dögunum undir nýjan samstarfs- og styrktarsamning við VÍS. Samingurinn tryggir að Ragnheiður getur tekið þátt í fjármögnun verkefna um allan heim en hún stefnir á Evrópumeistaramót í nóvember í Hollandi og Heimsmeistaramót í Dubai í desember. Langtímamarkmið Ragnheiðar er hins vegar Olympíuleikarnir í London 2012.

Sport
Fréttamynd

Vala heiðursgestur á Bronsleikum ÍR - vann brons í Sydney fyrir 10 árum

ÍR-ingar ætla að minnast þess að 16. september næstkomandi verða liðin tíu ár frá því að Vala Flosadóttir stóð á verðlaunapalli Ól í Sydney árið 2000. ÍR-ingar munu minnast þessa afreks Völu með því að halda barnamót í frjálsíþróttum í Laugardalshöll sem þeir ætla að kalla Bronsleika

Sport
Fréttamynd

VÍS styrkir Ragnheiði Ragnarsdóttur sundkonu

Vátryggingafélag Íslands hf., betur þekkt sem VÍS, hefur ákveðið að styrkja sundkonuna Ragnheiði Ragnarsdóttur sem stefnir á þátttöku á sínum þriðju Ólympíuleikum í London eftir tvö ár.

Sport
Fréttamynd

Gull og silfur á NM í kraftlyftingum

Kraftlyftingastúlkan María E. Guðsteinsdóttir úr Ármanni varð í dag Norðurlandameistari í kraftlyftingum í opnum flokki kvenna - 67,5 kg þyngdarflokki.

Sport
Fréttamynd

HM fatlaðra í sundi lokið

Íslensku keppendurnir á HM fatlaðra í sundi luku þátttöku sinni á mótinu í morgun. Eyþór Þrastarson hafnaði þá í 12. sæti í 100 m baksundi flokki S11 (flokki blindra). Hann synti á tímanum 1:21.04 mín.

Sport
Fréttamynd

Eyþór lenti í fimmta sæti

Nú síðdegis keppti Eyþór Þrastarson í úrslitum á HM fatlaðra í 400 m skriðsundi í flokki blindra (S11). Hafnaði Eyþór í 5. sæti, synti á tímanum 5:08.02 mín.

Sport
Fréttamynd

Stór dagur hjá íslensku keppendunum í Hollandi

Í morgun syntu í undanrásum á HM fatlaðra í sundi þau Eyþór Þrastarson í 100 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra), Sonja Sigurðardóttir i 50 m baksundi flokki S5 (flokki hreyfihamlaðra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 m baksundi í flokki S14 (flokki þroskaheftra).

Sport