Innlendar

Fréttamynd

ÍR í góðum málum eftir fyrri daginn í bikarkeppni FRÍ

ÍR-ingar hafa góða forustu á FH eftir fyrri daginn í 45. bikarkeppni FRÍ sem fram fer á Sauðárkróksvelli nú um helgina. ÍR vann bikarinn í fyrra í fyrsta sinn síðan 1987 eftrir að FH-ingar höfðu unnið fimmtán sinnum í röð.

Sport
Fréttamynd

Kristján: Meistaraheppnin er með okkur

Leiknismenn lentu undir gegn Þrótti á heimavelli sínum í gær en börðust til baka og hirtu öll þrjú stigin sem í boði voru. Liðið er þar með komið með tveggja stiga forystu á Víkinga þegar sex umferðir eru eftir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jakob Jóhann í undanúrslit á EM í Ungverjalandi

Jakob Jóhann Sveinsson, úr Sundfélaginu Ægi, tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 200 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi. Jakob Jóhann varð fimmtándi í undanrásnunum.

Sport
Fréttamynd

Níu íslenskir sundmenn keppa á HM fatlaðra í sundi

Níu íslenskir sundmenn verða meðal þátttakenda á Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi fer fram í Eindhoven í Hollandi dagana 15. til 21. ágúst. Alls munu 655 sundmenn frá 54 löndum taka þátt í mótinu og keppa um þau verðlaun sem veitt eru hinum ýmsu greinum og fötlunarflokkum en mótið er stærsta sundmót frá upphafi.

Sport
Fréttamynd

Jakob Jóhann tveimur sætum frá undanúrslitunum

Jakob Jóhann Sveinsson hóf keppni á Evrópumeistaramótinu í sundi í 50m laug í dag þegar hann synti í undanrásum í 100 metra bringusundi. Þetta var fyrsta af þremur greinum sem Jakob syndir á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Andspyrnulandsliðið fékk skell á móti Dönum

Íslenska landsliðið í andspyrnu, eða áströlskum fótbolta, spilar þessa dagana á fyrsta Evrópumeistaramótinu sem haldið er í íþróttinni. Keppnin er haldin í Kaupmannahöfn og Malmö dagana 1.- 7. ágúst.

Sport
Fréttamynd

Þrjú ógild köst hjá Óðni

Óðinn Björn Þorsteinsson gerði þrisvar sinnum ógilt í kúluvarpskeppninni á EM og er þar með úr leik. Þetta eru eðlilega mikil vonbrigði.

Sport
Fréttamynd

Helga hljóp á 14.95 í fyrstu þraut af sjö

Helga Margrét Þorsteinsdóttir hóf keppni í sjöþraut á Evrópumótinu í Barcelona í dag. Helga var að ljúka við að hlaupa 100 metra grindahlaup sem hún gerði á 14,95 sekúndum og fékk hún 848 stig fyrir það.

Sport
Fréttamynd

Ásdís keppir í kvöld í spjótkasti

Ásdís Hjálmsdóttirkeppir í spjótkasti í kvöld á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Barcelona. Ásdís er sjötta í kaströðinni í B-riðli sem hefst klukkan 18.30.

Sport
Fréttamynd

Björgvin verður fánaberi á opnunarhátíð EM í kvöld

Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum fer fram í Barcelona næstu fimm daga og verður mótið sett í kvöld. Ísland sendir sex keppendur á mótið að þessu sinni og einn þeirra, Björgvin Víkingsson, grindarhlaupari úr FH, verður fánaberi Íslands á opnunarhátíðinni í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Helga Margrét eftir að bronsið var í höfn: Ég er þreytt en ánægð

Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig og var 64 stigum frá silfrinu. Helga var í sjöunda sæti fyrir síðustu tvær greinarnar en náði að hækka sig um fjögur sæti með glæsilegum endaspretti.

Sport
Fréttamynd

Sveinbjörg í áttunda sæti í langstökkinu

Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr USÚ varð í áttunda sæti í langstökki á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Sveinbjörg stökk lengst 5,84 metra í sínu þriðja stökki af sex.

Sport
Fréttamynd

Helga Margrét tryggði sér bronsið með glæsilegum endaspretti

Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig, 261 stigi minna en sigurvegarinn Dafne Schippers frá Hollandi og 64 stigum minna en Þjóðverjinn Sara Gamnetta sem vann brons.

Sport
Fréttamynd

Stór dagur hjá íslenskum frjálsíþróttakonum í dag

Fjórar íslenskar frjálsíþróttakonur verða í sviðsljósinu á erlendum vettvangi í dag, þrjár eru að keppa á Heimsmeistaramóti unglinga í Moncton í Kanada og Ásdís Hjálmsdóttir keppir síðan í kvöld á Demantamótinu í Mónakó.

Sport
Fréttamynd

Mamma gaf mér það að bjóða systur minni með

Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni, keppir í dag og á morgun í sjöþraut á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem fram fer í Moncton í Kanada. Helga er framarlega í sínum aldursflokki í sjöþraut og það verður fróðlegt að fylgjast með henni á mótinu.

Sport