Menningarnótt

Fréttamynd

„Við höfum á­hyggjur af krökkunum“

Stærsti dagur ársins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Menningarnótt, er handan við hornið. Lögregla hefur áhyggjur af unglingadrykkju og verður með mikið eftirlit til að sporna við slíku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn brýnir fyrir gestum að njóta þessa stórkostlega dags og komast heil heim. 

Innlent
Fréttamynd

„Í dag máttu vera allt og ég vil fagna því“

„Mig langaði að finna persónulegri nálgun við það að velja fólk á ljósmyndasýningu og á sama tíma gefa fjölbreyttum hópi fólks tækifæri til þess að taka þátt,“ segir tískuljósmyndarinn Kári Sverrisson, sem opnar sýninguna The Art of Being Me, eða Listin að vera ég, í miðbænum á Menningarnótt. Blaðamaður tók púlsinn á Kára.

Menning
Fréttamynd

Leggja gervi­gras í Hljóm­skála­garðinum

Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnir harðlega að opinber stofnun taki þátt í „víkingarugli“

Sviðsett víkingaviðureign var liður í dagskrá víkingafélagsins Rimmugýgjar á Menningarnótt, sem hélt uppi stemningunni bæði við Landnámssýninguna og Þjóðminjasafnið. Þjóðminjasafnið og þetta víkingafélag voru í samstarfi - og þetta gagnrýnir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur harðlega. Í innslaginu hér að ofan má sjá myndefni frá víkingahátíðinni og viðtal við Árna.

Innlent
Fréttamynd

Systur báðu áhorfendur að muna áfram eftir Úkraínu

Hljómsveitin Systur kom fram á Tónleikaveislu Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Þau Sigga, Beta, Elín og Eyþór fluttu þar meðal annars lagið Með hækkandi sól sem var framlag Íslands til Eurovision í ár. 

Lífið
Fréttamynd

Steypti sér fram af þaki Hörpu

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gerði sér lítið fyrir og steypti sér fram af Hörpu til þess að skemmta gestum á Menningarnótt. Hann virtist ekkert kippa sér upp við það að vera í 43 metra hæð og söng og spilaði fyrir áhorfendur líkt og ekkert væri eðlilegra.

Lífið
Fréttamynd

Ofurölvi bílstjórar óku inn í mannmergðina á Menningarnótt

Mikil mildi þykir að tveir ofurölvi ökumenn hafi ekki valdið stórslysum á Menningarnótt þegar þeir óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi. Lögreglan segir gríðarleg vonbrigði að enn eitt hnífaárásarmálið hafi komið upp. Borgarstjóri vill bregðast við auknum hnífaárásum ungmenna.

Innlent
Fréttamynd

Svala Björgvins skein skært í Tónleikaveislu Bylgjunnar

Svala Björgvins kom fram á Tónleikaveislu Bylgunnar á Menningarnótt. Tónlistarmaðurinn Haffi Haff deildi sviðinu með henni og tóku þau meðal annars lagið Wiggle Wiggle song, sem Svala samdi á sínum tíma og Haffi söng í undankeppni Eurovision árið 2008.

Tónlist
Fréttamynd

Hópárás á ungan mann á Menningarnótt

Sex manna hópur réðst á ungan mann í miðborginni og lét höggin dynja á höfði hans. Myndband af árásinni er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá það hér neðar.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei jafn mörg at­vik hjá slökkvi­liðinu á einni nætur­vakt

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei þurft að flytja jafn marga með sjúkrabíl á næturvakt og þau gerðu á Menningarnótt í gær. Varðstjóri segir óvenjumikið hafa verið að gera miðað við fyrri Menningarnætur en að álag sem þetta fylgi svona mikilli mannmergð.

Innlent
Fréttamynd

Var byrlað á Menningar­nótt og neitað um að­stoð lög­reglu

Kona á fimmtugsaldri sem fór niður í bæ á Menningarnótt og fékk sér drykk með manni sínum telur sér hafa verið byrlað ólyfjan. Af því hún hafði drukkið áfengi neitaði lögreglan þeim um aðstoð og þurfti maður hennar því að skilja hana eftir nær meðvitundarlausa á bekk á meðan hann leitaði að leigubíl.

Innlent
Fréttamynd

Tveir í haldi og tveir á slysa­deild vegna hnífa­á­rásar

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar.

Innlent