Erlent Einn áttundi haldinn netfíkn Einn af hverjum átta Bandaríkjamönnum á við netfíkn að stríða, að því er kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Stanford-háskólans í Kaliforníu. Hegðun netfíkla einkennist helst af áráttukenndri netnotkun og sífelldri athugun á tölvupósti, vefsíðum og spjallsvæðum. Þetta segir á vef fréttastofu BBC. Erlent 19.10.2006 21:02 Markmið Evrópumanna er að skáka MIT Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti á miðvikudag áform um stofnun evrópsks rannsóknaháskóla sem standa ætti bandaríska skólanum Massachusetts Institute of Technology (MIT) á sporði. Erlent 19.10.2006 21:02 1.500 starfsmenn í verkfalli Þúsundir finnskra farþega komust ekki leiðar sinnar í gær þegar fimmtán hundruð flugþjónar finnska flugfélagsins Finnair lögðu niður störf. Nærri allt millilandaflug fyrirtækisins lá því niðri í gær þó nokkrar vélar flygju bæði til Evrópu og innanlands. Erlent 19.10.2006 21:02 Útfararstjórar í New York sekir Sjö bandarískir útfararstjórar hafa játað aðild að líffæraþjófnaði úr líkum, að því er saksóknari í New York greindi frá í gær. Líffærin, meðal annars bein og húð, voru síðar seld til líffæraflutninga án samþykkis aðstandenda hinna látnu. Erlent 19.10.2006 21:03 Kínverjar milda Kim Jong-Il með gjöfum Enn eykst pressan á Norður-Kóreu um að hætta við kjarnorkuframleiðslu sína. Í gær funduðu talsmenn Bandaríkjanna, Japans og Suður-Kóreu um málið og Kínverjar sendu hátt settan embættismann til Norður-Kóreu. Erlent 19.10.2006 21:02 Stóru flokkarnir myndi stjórn Jiri Paroubek, leiðtogi tékkneskra jafnaðarmanna, hefur lagt til að mynduð verði samsteypustjórn síns flokks og höfuðkeppinautarins, íhaldsflokksins ODS. Það sé eina færa leiðin út úr pattstöðunni sem ríkt hefur í stjórnmálum landsins frá því kosið var til þings í sumar, en þeim lyktaði þannig að pólitísku fylkingarnar fengu nákvæmlega jafnmarga þingmenn, hundrað hvor. Erlent 19.10.2006 21:02 Barði mann eftir netrifrildi Breskur netnotandi hefur verið fundinn sekur í máli sem kallað hefur verið fyrsta netbræðismálið þar ytra. Eftir að hafa hnakkrifist við annan mann á spjallsíðu leitaði sakborningurinn, Paul Gibbons, uppi heimilisfang viðmælanda síns, keyrði yfir hundrað kílómetra heim til hans og barði hann með axarskafti. Þetta kemur fram á vefsíðu fréttastofu BBC. Erlent 19.10.2006 21:02 Vilja átak gegn loftmengun Evrópa á miklar hamfarir á hættu af völdum gróðurhúsaáhrifanna nema þjóðir álfunnar grípi til róttækra ráðstafana til að draga úr loftmengun af brennslu hefðbundins eldsneytis eins og olíu og kola. Erlent 19.10.2006 21:02 OPEC dregur úr olíuframleiðslu OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, ákváðu á fundi sínum í dag að draga úr framboði á olíu um 1.2 milljónir tunna á dag. Samkvæmt þessu verður framboð á olíu 26.3 milljónir tunna á dag frá 1. nóvember nk. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 2 ár sem þetta bandalag 11 olíuútflutningsríkja kemst að niðurstöðu um að dregið verið úr framboði heilt yfir. Samtökin eru að reyna að tryggja alheimsverð á hráolíu sem hefur lækkað um 20% frá því að það náði hámarki, eða 78 bandaríkjadölum á tunnuna, þegar átök stóðu sem hæst milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða í Líbanon í júlí sl. Erlent 20.10.2006 00:01 Hald lagt á 8,5 tonn af kókaíni Lögregla í Kólumbíu lagði í dag hald á 8,5 tonn af kókaíni sem var verið að flytja með þremur hraðbátum til Bandaríkjanna frá bænum tocordo í Choco-héraði. Götuverðmæti efnisins er sagt rúmir ellefu milljarðar íslenskra króna. Erlent 19.10.2006 23:43 Fatah- og Hamas-liðar ræðast við Fulltrúar Fatah-samtakann Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-samtakann, sem sitja í heimastjórn Palestínumanna, áttu í kvöld fund á Gaza-svæðinu til að ræða aukin átök milli liðsmanna þessara tveggja samtaka. Óttinn við borgarastyrjöld er mikill að sögn ónafngreinds fulltrúa sem sat fundinn. Það voru háttsettir fulltrúar samtakanna sem ræddust við en þetta er fyrsti fundur háttsettra fulltrúa þessara fylkinga í margar vikur. Erlent 19.10.2006 23:32 Svipti sig lífi skömmu fyrir aftöku Fangi á dauðadeild í Texas í Bandaríkjunum svipti sig lífi í dag, aðeins örfáum klukkustundum áður en að það átti að taka hann af lífi. Maðurinn skrifaði skilaboð í eigin blóði í fangaklefa sínum þar sem hann hélt fram sakleysi sínu. Erlent 19.10.2006 23:02 Minnst 77 súdanskir hermenn druknuðu Að minnsta kosti 77 súdanskir hermenn drukknuðu þegar gufubátur þeirra sökk eftir árekstur við farþgaferju á ánni Níl í Suður-Súdan í dag. Hermennirnir eru allir liðsmenn í ferlsisher fólksins í Súdan, eins og hann er kallaður, og fyrrverandi uppreisnarmenn. Einn hermaður til viðbótar týndi lífi þegar tveir björgunarbátar skullu saman nær slysstaðnum skömmu eftir að bátur hermannanna tók að sökkva. Erlent 19.10.2006 22:47 Reyndu að flýja úr fangelsi í Egyptalandi Þrír menn sem eru í haldi yfirvalda í Kaíró í Egyptalandi, grunaðir um aðild að sprengjuárásum á þrjá ferðamannastaði við Rauðahafið í október 2004, reyndu að flýja úr fangelsi í dag. Það tókst ekki og slasaðist einn þremenninganna. Mennirnir höfðu bundið saman föt og reyndu að klifra yfir fangelsisveggina. Erlent 19.10.2006 22:05 Grípa þurfi til valdbeitingar til að stöðva Ísraela Yfirmaður eftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon segir að svo geti farið að grípa verði til valdbeitinga til að koma í veg fyrir innrásir Ísraela inn í lofthelgi Líbana. Alain Pellegrini, yfirmaður friðargæslusveitanna, sagði þetta á blaðamannafundi í dag og bætti því við að til þess að það yrði hægt þyrfti að breyta umboði hersveita SÞ í landinu. Talsmenn SÞ sögðu eftir fundinn að ekki væri verið að undirbúa það. Sendifulltrúi Ísraela hjá SÞ segir það koma sér á óvart að Pellegrini hafi látið þessi orð falla. Erlent 19.10.2006 21:50 Internet Explorer 7 vafrarinn kominn á vefinn Uppfærsa á Internet Explorer netvafrara Microsoft tölvurisans er nú aðgengileg almenningi. Internet Explorer 7 er fyrsta uppfærsla á vafraranum í rúm 5 ár. Meðal nýjunga er sá möguleiki að opna fjölmarga undirglugga í sama aðal vefglugga, að leita beint á netinu og sérstakt kerfi sem á að koma í veg fyrir ýmsar innrásir tölvuþrjóta sem ásælast upplýsingar um bankareikninga og greiðslukort tölvunotenda. Hægt er að sækja vafrarann að kostnaðarlausu á netinu en fjölmargir fá sjálfkrafa uppfærslu í næsta mánuði noti þeir Windows XP stýrikerfið í tölvum sínum. Erlent 19.10.2006 21:04 Dow Jones mælist yfir 12 þúsund stigum Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 19 stig í dag og var yfir 12 þúsund stigum við lokun markaðar í Bandaríkjunum í dag, í fyrsta sinn í sögunni. Dow Jones vísitalan mælir gengi hlutabréfa í stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna. Minnkandi verðbólga í Bandaríkjunum, breytingar á olíu- og bensínverði og jákvæðar afkomutölur hjá fjölmörgum fyrirtækjum eru ástæður þessa að sögn sérfræðinga á markaði. Erlent 19.10.2006 20:42 Þungt haldinn eftir árás stingskötu Rúmlega áttræður Bandaríkjamaður liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi á Flórída eftir að stingskata stökk um borð í bát hans og stakk hann í bringuna. Erlent 19.10.2006 20:18 Þjóðaratkvæðagreiðsla um fóstureyðingar í Portúgal Portúgalar ganga að kjörborðinu í janúar á næsta ári og greiða atkvæði um það hvort leyfa eigi fóstureyðingar í landinu. Fóstureyðingar eru aðeins leyfðar í Portúgal nú ef konu hefur verið nauðgað og hún verður síðan þunguð, líf hennar er talið í hættu, fósturskaði orðið eða hætta á alvarlegri fötlun. Erlent 19.10.2006 20:04 8 sprengingar í vopnageymslu í Serbíu Að minnsta kosti 20 særðust þegar minnst 8 sprengingar urðu í vopnageymslu serbneska hersins í nótt. Vopnageymslan stóð á hæð nærri iðnaðarbænum Paracin, um 150 kílómetra suður af höfuðborginni Belgrad. Fjölmargar byggingar í Paracin skemmdust. Erlent 19.10.2006 19:44 Reyna að tala um fyrir Kim Kínverjar hafa sent erindreka sína til Norður-Kóreu til að freista þess að fá þarlend stjórnvöld til að hætta kjarnorkutilraunum sínum. Erlent 19.10.2006 18:07 Hótar Íslendingum ófarnaði Sjávarútvegsráðherra Bretlands segir að Íslendingum muni hefnast fyrir að hefja hvalveiðar og spáir því að Bretar muni sniðganga íslenskar vörur og þjónustu. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig lýst yfir vonbrigðum með veiðarnar. Erlent 19.10.2006 18:11 Flugþjónar og flugfreyjur leggja niður vinnu í Finnlandi Verkfall 1500 flugfreyja og flugþjóna hjá finnska flugfélaginu Finnair heldur áfram. Samningaviðræðum milli fulltrúa starfsmanna og flugfélagsins, sem fóru fram í dag, skiluðu engum árangri og var frestað til morguns. Verkfallið hófst í morgun. Viðræður hafa staðið í margar vikur eftir að það fréttist að félagið ætlaði að ráða starfsfólk í gegnum Aero, dótturfélag sitt í Eistlandi, og greiða því töluvert lægri laun. Erlent 19.10.2006 18:06 Lík þýsks drengs fundið eftir 2 daga leit Lögregla í Fulda í Þýskalandi fann í dag lík 6 ára drengs sem hefur verið leitað í tvo daga. Móðir drengsins lést í bílslysi og var óvíst hvort drengurinn hefði verið í bílnum með henni þegar slysið varð. Erlent 19.10.2006 17:22 Grímuklæddir ræningjar á McDonalds Lögreglan í franska bænum Saint-Denis, norður af höfuðborginni París, umkringdi í dag McDonalds skyndibitastað þar í bæ en fregnir höfðu borist af því að ræningjar hefðu tekið þar fólk í gíslingu. Lögreglumaður á ferð framhjá sá þrjá grímuklædda menn ganga inn á skyndibitastaðinn í morgun og var varla hægt að áætla annað en að þeir ætluðu að fremja þar rán. Erlent 19.10.2006 17:11 Sony-Ericsson sækir í sig veðrið Greiningardeild Landsbankans segir samkeppni hafa aukist á ný á farsímamarkaði eftir að stærstu framleiðendur farsíma skiluðu uppgjörum sínum. Hagnaður stærstu fyrirtækjanna minnkaði á milli ára en Sony-Ericsson sækir í sig veðrið. Viðskipti erlent 19.10.2006 16:47 Fimmtán fórust í flugslysi í Úsbekistan Fimmtán fórust þegar lítil flugvél, sem notuð er til flugþjálfunar, brotlenti í Úsbekistan í dag. Fram kom í úsbeskum fjölmiðlum að vélin hefði verið eins hreyfils af gerðinni An-2, en hún hrapaði til jarðar þegar reynt var að lenda henni á flugvelli nærri höfuðborginni Tashkent. Erlent 19.10.2006 16:00 Mikil hækkun á gengi Apple Gengi bandaríska tækniframleiðandans Apple Computers hækkaði um 6 prósent á markaði vestanhafs í dag í kjölfar þess að fyrirtækið greindi í gær frá góðri afkomu á síðasta fjórðungi ársins, sem er fjórði fjórðungur ársins í rekstrarreikningi félagsins. Góð afkoma er að þakka mikil sala á Macintoshtölvum og iPod-spilurum. Viðskipti erlent 19.10.2006 15:45 Helmingur Bandaríkjamanna telur flesta þingmenn spillta Helmingur Bandaríkjamanna telur að flestir þingmenn landsins séu spilltir samkvæmt nýrri skoðaðakönnun sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Eru þetta tólf prósentustigum fleiri en í upphafi árs. Könnunin leiðir einnig í ljós að aðeins 42 prósent eru ánægð með störf demókrata á þingi en repúblikanar fá enn verri útreið því aðeins rúmlega þriðjungur er ánægður með störf þeirra á þingi. Erlent 19.10.2006 15:20 Samdráttur hjá Nokia Hagnaður finnska farsímaframleiðandans dróst saman á milli ára þrátt fyrir aukna sölu á ódýrum gerðum farsíma á nýmörkuðum í Asíu og Suður-Ameríku. Ástæðan eru verðlækkanir á flestum gerðum farsíma. Afkoman er undir væntingum greiningaraðila. Viðskipti erlent 19.10.2006 13:26 « ‹ 250 251 252 253 254 255 256 257 258 … 334 ›
Einn áttundi haldinn netfíkn Einn af hverjum átta Bandaríkjamönnum á við netfíkn að stríða, að því er kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Stanford-háskólans í Kaliforníu. Hegðun netfíkla einkennist helst af áráttukenndri netnotkun og sífelldri athugun á tölvupósti, vefsíðum og spjallsvæðum. Þetta segir á vef fréttastofu BBC. Erlent 19.10.2006 21:02
Markmið Evrópumanna er að skáka MIT Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti á miðvikudag áform um stofnun evrópsks rannsóknaháskóla sem standa ætti bandaríska skólanum Massachusetts Institute of Technology (MIT) á sporði. Erlent 19.10.2006 21:02
1.500 starfsmenn í verkfalli Þúsundir finnskra farþega komust ekki leiðar sinnar í gær þegar fimmtán hundruð flugþjónar finnska flugfélagsins Finnair lögðu niður störf. Nærri allt millilandaflug fyrirtækisins lá því niðri í gær þó nokkrar vélar flygju bæði til Evrópu og innanlands. Erlent 19.10.2006 21:02
Útfararstjórar í New York sekir Sjö bandarískir útfararstjórar hafa játað aðild að líffæraþjófnaði úr líkum, að því er saksóknari í New York greindi frá í gær. Líffærin, meðal annars bein og húð, voru síðar seld til líffæraflutninga án samþykkis aðstandenda hinna látnu. Erlent 19.10.2006 21:03
Kínverjar milda Kim Jong-Il með gjöfum Enn eykst pressan á Norður-Kóreu um að hætta við kjarnorkuframleiðslu sína. Í gær funduðu talsmenn Bandaríkjanna, Japans og Suður-Kóreu um málið og Kínverjar sendu hátt settan embættismann til Norður-Kóreu. Erlent 19.10.2006 21:02
Stóru flokkarnir myndi stjórn Jiri Paroubek, leiðtogi tékkneskra jafnaðarmanna, hefur lagt til að mynduð verði samsteypustjórn síns flokks og höfuðkeppinautarins, íhaldsflokksins ODS. Það sé eina færa leiðin út úr pattstöðunni sem ríkt hefur í stjórnmálum landsins frá því kosið var til þings í sumar, en þeim lyktaði þannig að pólitísku fylkingarnar fengu nákvæmlega jafnmarga þingmenn, hundrað hvor. Erlent 19.10.2006 21:02
Barði mann eftir netrifrildi Breskur netnotandi hefur verið fundinn sekur í máli sem kallað hefur verið fyrsta netbræðismálið þar ytra. Eftir að hafa hnakkrifist við annan mann á spjallsíðu leitaði sakborningurinn, Paul Gibbons, uppi heimilisfang viðmælanda síns, keyrði yfir hundrað kílómetra heim til hans og barði hann með axarskafti. Þetta kemur fram á vefsíðu fréttastofu BBC. Erlent 19.10.2006 21:02
Vilja átak gegn loftmengun Evrópa á miklar hamfarir á hættu af völdum gróðurhúsaáhrifanna nema þjóðir álfunnar grípi til róttækra ráðstafana til að draga úr loftmengun af brennslu hefðbundins eldsneytis eins og olíu og kola. Erlent 19.10.2006 21:02
OPEC dregur úr olíuframleiðslu OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, ákváðu á fundi sínum í dag að draga úr framboði á olíu um 1.2 milljónir tunna á dag. Samkvæmt þessu verður framboð á olíu 26.3 milljónir tunna á dag frá 1. nóvember nk. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 2 ár sem þetta bandalag 11 olíuútflutningsríkja kemst að niðurstöðu um að dregið verið úr framboði heilt yfir. Samtökin eru að reyna að tryggja alheimsverð á hráolíu sem hefur lækkað um 20% frá því að það náði hámarki, eða 78 bandaríkjadölum á tunnuna, þegar átök stóðu sem hæst milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða í Líbanon í júlí sl. Erlent 20.10.2006 00:01
Hald lagt á 8,5 tonn af kókaíni Lögregla í Kólumbíu lagði í dag hald á 8,5 tonn af kókaíni sem var verið að flytja með þremur hraðbátum til Bandaríkjanna frá bænum tocordo í Choco-héraði. Götuverðmæti efnisins er sagt rúmir ellefu milljarðar íslenskra króna. Erlent 19.10.2006 23:43
Fatah- og Hamas-liðar ræðast við Fulltrúar Fatah-samtakann Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-samtakann, sem sitja í heimastjórn Palestínumanna, áttu í kvöld fund á Gaza-svæðinu til að ræða aukin átök milli liðsmanna þessara tveggja samtaka. Óttinn við borgarastyrjöld er mikill að sögn ónafngreinds fulltrúa sem sat fundinn. Það voru háttsettir fulltrúar samtakanna sem ræddust við en þetta er fyrsti fundur háttsettra fulltrúa þessara fylkinga í margar vikur. Erlent 19.10.2006 23:32
Svipti sig lífi skömmu fyrir aftöku Fangi á dauðadeild í Texas í Bandaríkjunum svipti sig lífi í dag, aðeins örfáum klukkustundum áður en að það átti að taka hann af lífi. Maðurinn skrifaði skilaboð í eigin blóði í fangaklefa sínum þar sem hann hélt fram sakleysi sínu. Erlent 19.10.2006 23:02
Minnst 77 súdanskir hermenn druknuðu Að minnsta kosti 77 súdanskir hermenn drukknuðu þegar gufubátur þeirra sökk eftir árekstur við farþgaferju á ánni Níl í Suður-Súdan í dag. Hermennirnir eru allir liðsmenn í ferlsisher fólksins í Súdan, eins og hann er kallaður, og fyrrverandi uppreisnarmenn. Einn hermaður til viðbótar týndi lífi þegar tveir björgunarbátar skullu saman nær slysstaðnum skömmu eftir að bátur hermannanna tók að sökkva. Erlent 19.10.2006 22:47
Reyndu að flýja úr fangelsi í Egyptalandi Þrír menn sem eru í haldi yfirvalda í Kaíró í Egyptalandi, grunaðir um aðild að sprengjuárásum á þrjá ferðamannastaði við Rauðahafið í október 2004, reyndu að flýja úr fangelsi í dag. Það tókst ekki og slasaðist einn þremenninganna. Mennirnir höfðu bundið saman föt og reyndu að klifra yfir fangelsisveggina. Erlent 19.10.2006 22:05
Grípa þurfi til valdbeitingar til að stöðva Ísraela Yfirmaður eftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon segir að svo geti farið að grípa verði til valdbeitinga til að koma í veg fyrir innrásir Ísraela inn í lofthelgi Líbana. Alain Pellegrini, yfirmaður friðargæslusveitanna, sagði þetta á blaðamannafundi í dag og bætti því við að til þess að það yrði hægt þyrfti að breyta umboði hersveita SÞ í landinu. Talsmenn SÞ sögðu eftir fundinn að ekki væri verið að undirbúa það. Sendifulltrúi Ísraela hjá SÞ segir það koma sér á óvart að Pellegrini hafi látið þessi orð falla. Erlent 19.10.2006 21:50
Internet Explorer 7 vafrarinn kominn á vefinn Uppfærsa á Internet Explorer netvafrara Microsoft tölvurisans er nú aðgengileg almenningi. Internet Explorer 7 er fyrsta uppfærsla á vafraranum í rúm 5 ár. Meðal nýjunga er sá möguleiki að opna fjölmarga undirglugga í sama aðal vefglugga, að leita beint á netinu og sérstakt kerfi sem á að koma í veg fyrir ýmsar innrásir tölvuþrjóta sem ásælast upplýsingar um bankareikninga og greiðslukort tölvunotenda. Hægt er að sækja vafrarann að kostnaðarlausu á netinu en fjölmargir fá sjálfkrafa uppfærslu í næsta mánuði noti þeir Windows XP stýrikerfið í tölvum sínum. Erlent 19.10.2006 21:04
Dow Jones mælist yfir 12 þúsund stigum Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 19 stig í dag og var yfir 12 þúsund stigum við lokun markaðar í Bandaríkjunum í dag, í fyrsta sinn í sögunni. Dow Jones vísitalan mælir gengi hlutabréfa í stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna. Minnkandi verðbólga í Bandaríkjunum, breytingar á olíu- og bensínverði og jákvæðar afkomutölur hjá fjölmörgum fyrirtækjum eru ástæður þessa að sögn sérfræðinga á markaði. Erlent 19.10.2006 20:42
Þungt haldinn eftir árás stingskötu Rúmlega áttræður Bandaríkjamaður liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi á Flórída eftir að stingskata stökk um borð í bát hans og stakk hann í bringuna. Erlent 19.10.2006 20:18
Þjóðaratkvæðagreiðsla um fóstureyðingar í Portúgal Portúgalar ganga að kjörborðinu í janúar á næsta ári og greiða atkvæði um það hvort leyfa eigi fóstureyðingar í landinu. Fóstureyðingar eru aðeins leyfðar í Portúgal nú ef konu hefur verið nauðgað og hún verður síðan þunguð, líf hennar er talið í hættu, fósturskaði orðið eða hætta á alvarlegri fötlun. Erlent 19.10.2006 20:04
8 sprengingar í vopnageymslu í Serbíu Að minnsta kosti 20 særðust þegar minnst 8 sprengingar urðu í vopnageymslu serbneska hersins í nótt. Vopnageymslan stóð á hæð nærri iðnaðarbænum Paracin, um 150 kílómetra suður af höfuðborginni Belgrad. Fjölmargar byggingar í Paracin skemmdust. Erlent 19.10.2006 19:44
Reyna að tala um fyrir Kim Kínverjar hafa sent erindreka sína til Norður-Kóreu til að freista þess að fá þarlend stjórnvöld til að hætta kjarnorkutilraunum sínum. Erlent 19.10.2006 18:07
Hótar Íslendingum ófarnaði Sjávarútvegsráðherra Bretlands segir að Íslendingum muni hefnast fyrir að hefja hvalveiðar og spáir því að Bretar muni sniðganga íslenskar vörur og þjónustu. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig lýst yfir vonbrigðum með veiðarnar. Erlent 19.10.2006 18:11
Flugþjónar og flugfreyjur leggja niður vinnu í Finnlandi Verkfall 1500 flugfreyja og flugþjóna hjá finnska flugfélaginu Finnair heldur áfram. Samningaviðræðum milli fulltrúa starfsmanna og flugfélagsins, sem fóru fram í dag, skiluðu engum árangri og var frestað til morguns. Verkfallið hófst í morgun. Viðræður hafa staðið í margar vikur eftir að það fréttist að félagið ætlaði að ráða starfsfólk í gegnum Aero, dótturfélag sitt í Eistlandi, og greiða því töluvert lægri laun. Erlent 19.10.2006 18:06
Lík þýsks drengs fundið eftir 2 daga leit Lögregla í Fulda í Þýskalandi fann í dag lík 6 ára drengs sem hefur verið leitað í tvo daga. Móðir drengsins lést í bílslysi og var óvíst hvort drengurinn hefði verið í bílnum með henni þegar slysið varð. Erlent 19.10.2006 17:22
Grímuklæddir ræningjar á McDonalds Lögreglan í franska bænum Saint-Denis, norður af höfuðborginni París, umkringdi í dag McDonalds skyndibitastað þar í bæ en fregnir höfðu borist af því að ræningjar hefðu tekið þar fólk í gíslingu. Lögreglumaður á ferð framhjá sá þrjá grímuklædda menn ganga inn á skyndibitastaðinn í morgun og var varla hægt að áætla annað en að þeir ætluðu að fremja þar rán. Erlent 19.10.2006 17:11
Sony-Ericsson sækir í sig veðrið Greiningardeild Landsbankans segir samkeppni hafa aukist á ný á farsímamarkaði eftir að stærstu framleiðendur farsíma skiluðu uppgjörum sínum. Hagnaður stærstu fyrirtækjanna minnkaði á milli ára en Sony-Ericsson sækir í sig veðrið. Viðskipti erlent 19.10.2006 16:47
Fimmtán fórust í flugslysi í Úsbekistan Fimmtán fórust þegar lítil flugvél, sem notuð er til flugþjálfunar, brotlenti í Úsbekistan í dag. Fram kom í úsbeskum fjölmiðlum að vélin hefði verið eins hreyfils af gerðinni An-2, en hún hrapaði til jarðar þegar reynt var að lenda henni á flugvelli nærri höfuðborginni Tashkent. Erlent 19.10.2006 16:00
Mikil hækkun á gengi Apple Gengi bandaríska tækniframleiðandans Apple Computers hækkaði um 6 prósent á markaði vestanhafs í dag í kjölfar þess að fyrirtækið greindi í gær frá góðri afkomu á síðasta fjórðungi ársins, sem er fjórði fjórðungur ársins í rekstrarreikningi félagsins. Góð afkoma er að þakka mikil sala á Macintoshtölvum og iPod-spilurum. Viðskipti erlent 19.10.2006 15:45
Helmingur Bandaríkjamanna telur flesta þingmenn spillta Helmingur Bandaríkjamanna telur að flestir þingmenn landsins séu spilltir samkvæmt nýrri skoðaðakönnun sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Eru þetta tólf prósentustigum fleiri en í upphafi árs. Könnunin leiðir einnig í ljós að aðeins 42 prósent eru ánægð með störf demókrata á þingi en repúblikanar fá enn verri útreið því aðeins rúmlega þriðjungur er ánægður með störf þeirra á þingi. Erlent 19.10.2006 15:20
Samdráttur hjá Nokia Hagnaður finnska farsímaframleiðandans dróst saman á milli ára þrátt fyrir aukna sölu á ódýrum gerðum farsíma á nýmörkuðum í Asíu og Suður-Ameríku. Ástæðan eru verðlækkanir á flestum gerðum farsíma. Afkoman er undir væntingum greiningaraðila. Viðskipti erlent 19.10.2006 13:26