Seinni bylgjan

Fréttamynd

„Júró Lalli sagði nei, nei, nei“

Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, kom liði sínu enn á ný til bjargar í síðasta leik þegar Framarar stóðu af sér áhlaup frá endurkomukóngunum í KA á lokamínútunum.

Handbolti
Fréttamynd

„Erfitt að breyta til á miðri leið“

„Það var farið af stað með þetta svona og ég held að það sé voðalega erfitt að breyta til á miðri leið,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, í umræðum um álag á leikmönnum í Olís-deild karla í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Hann bombaði þennan leik og var algjörlega frábær“

Stjarnan í sigri Valsmanna á FH-ingum í Olís deildinni í gær var mjög efnilegur leikmaður sem hefur ekki fengið alveg að njóta sín hjá Val í vetur. Hann greip aftur á móti tækifærið með báðum höndum þegar hann fékk það í stórleiknum á Hlíðarenda í gærkvöldi.

Handbolti
Fréttamynd

„Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“

Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið.

Handbolti
Fréttamynd

„Sem hornamaður er ég móðguð“

Írisi Ástu Pétursdóttur finnst full fáir hornamenn vera í æfingahópi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Rætt var um æfingahópinn í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni.

Handbolti
Fréttamynd

Misskilningurinn í Mýrinni

Draugamarkið svokallaða í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta var að sjálfsögðu til umfjöllunar í Seinni bylgjunni.

Handbolti
Fréttamynd

Segir Valsmenn í djúpum andlegum dal

Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja Valsmenn ekki eiga sér neinar málsbætur eftir tapið slæma gegn Stjörnunni í gær, í Olís-deild karla í handbolta. Valur hefur nú tapað gegn Fram, Selfossi og Stjörnunni eftir að keppni hófst að nýju undir lok janúar, en unnið Þór Akureyri og Gróttu.

Handbolti