Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Skuldar engum neitt vegna Guðjohn­sen nafnsins

Daníel Tristan Guðjohn­sen, yngsti sonur ís­lensku knatt­spyrnugoð­sagnarinnar Eiðs Smára Guðjohn­sen og Ragn­hildar Sveins­dóttur, segir aðeins tíma­spursmál hvenær hann muni sýna hvað í sér býr af fullum krafti inn á knatt­spyrnu­vellinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­lenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn í hand­bolta, Þor­steinn Leó Gunnars­son, hefur stimplað sig inn í at­vinnu­mennskuna af krafti með liði sínu Porto. Þor­steinn, sem minnti ræki­lega á sig með skotsýningu í lands­leik Ís­lands gegn Bosníu á dögunum, tók skrefið út í at­vinnu­mennskuna og samdi við sigursælasta lið Portúgal, Porto fyrir yfir­standandi tíma­bil frá Aftur­eldingu þar sem hann hefur náð að fóta sig vel og býr úti ásamt kærustu sinni.

Handbolti
Fréttamynd

Lifa hægara lífi í New York en á Ís­landi

Lovísa Falsdóttir og eiginmaður hennar, Gunnar Þorsteinsson létu slag standa fyrir þremur og hálfu ári og fluttust búferlum til New York, í miðjum heimsfaraldri og með tvö ung börn. Flutningarnir út gengu svo sannarlega ekki snuðrulaust fyrir sig en í dag hefur fjölskyldan komið sér vel fyrir vestanhafs. Lovísa birtir reglulega myndskeið á TikTok þar sem hún veitir innsýn í daglegt líf fjölskyldunnar í bandarísku stórborginni.

Lífið
Fréttamynd

Málningartrönur á miðri götu Ber­línar breyttu gangi sögunnar

„Það hefur ekki verið auðvelt að hleypa sextán ára stelpu til Portúgal. En á sama tíma held ég að það hafi ekkert gert neitt gott að halda mér heima,“ segir ævintýrakonan og listakonan Vigdís Erla Guttormsdóttir. Vigdís hefur verið búsett í Berlín síðastliðin ellefu ár og fluttist fyrst erlendis ein síns liðs sextán ára gömul. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti, hvatvísi, ástarsorg og sköpunargleði og margt fleira.

Lífið
Fréttamynd

Freyr segir um­mæli sín tekin úr sam­hengi

Freyr Alexanders­son, þjálfari KV Kortrijk í Belgíu segir að um­mæli sín um mark­vörðinn Mads Kik­ken­borg, sem hann þjálfaði á sínum tíma hjá danska félaginu Lyng­by, hafi verið tekin úr sam­hengi en sá síðar­nefndi skipti yfir til Ander­lecht í Belgíu í upp­hafi árs. Freyr segir sam­band sitt og Kik­ken­borg mjög gott.

Fótbolti
Fréttamynd

Líf og fjör hjá Ís­lendingum á virtri há­tíð í Ber­lín

„Markmið okkar frá upphafi var að styrkja tæknilega innviði til að efla hringrásarhagkerfið með því að gera viðskipti með elskuð föt auðveld, örugg og skemmtileg,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, stofnandi og eigandi forritsins Regn. Ásta og hennar teymi voru stödd í Berlín um helgina til að taka á móti alþjóðlegu hönnunarverðlaununum Red Dot.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Beðin um að til­kynna líkfundi

Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar.

Erlent
Fréttamynd

„Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“

„Við höfum mikla ástríðu fyrir því að efla tengslanet kvenna,“ segja vinkonurnar og þjálfararnir Lilja Sigurgeirsdóttir og Unnur María Pálmadóttir. Stöllurnar hafa í gegnum tíðina verið duglegar að ferðast saman, bæði á sólríka staði og yfir hálendi Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Gerður í Blush gladdi konur í Köben

Mikil stemning ríkti á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn liðna helgi þegar 120 íslenskar konur komu saman til að heiðra framúrskarandi fyrirmyndir. Viðburðurinn, Seigla og sigrar, var á vegum Félags kvenna í atvinnulífinu í Danmörku.

Lífið
Fréttamynd

„Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja ein­földu leiðina“

„Um áramótin var mér greint frá því að tillaga mín hefði orðið fyrir valinu og þá byrjaði ballið,“ segir sýningarstjórinn Margrét Áskelsdóttir sem stýrir tilkomumikilli sýningu í sameiginlegu húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín. Haldin var sérstök leiðsögn og foropnun fyrir forseta og konungsfólk á Norðurlöndum. Blaðamaður ræddi við hana um þetta ævintýri.

Menning
Fréttamynd

Skagastelpan sem gerðist mennta­skóla­kennari í Flórída

Röð atvika leiddi til þess að Veronica Líf Þórðardóttir fékk boð um að gerast efnafræðikennari við menntaskóla í Melbourne, 90 þúsund manna borg suðaustur af Orlando í Flórída. Þar hefur hún starfað í eitt og hálft ár og tekist á við ýmsar áskoranir, enda talsverður munur þegar kemur að bandarísku og íslensku skólakerfi.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey fagnaði með Oli­viu Rodrigo og Chappell Roan

Stórstjarnan og tónlistarkonan Laufey Lín heldur ótrauð áfram ævintýrum sínum vestanhafs þar sem hún hefur slegið í gegn. Helginni eyddi hún í Los Angeles þar sem hún er búsett með engum öðrum en Oliviu Rodrigo og Chappell Roan, sem eru með stærstu tónlistarstjörnum heims í dag. 

Tónlist
Fréttamynd

Greip tæki­færið og nýtur Parísar í botn

Lögfræðingurinn Marta Matthíasdóttir er búsett í París um þessar mundir og var það ákveðin skyndiákvörðun hjá henni. Hún er þar í viðbótar meistaranámi í lögfræði og nýtur þess sem Parísarborg hefur upp á að bjóða. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti.

Lífið
Fréttamynd

Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú ein­fald­lega ræktaðir“

„Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun.

Atvinnulíf