Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Nemandinn sem stakk Ingunni á­frýjar dómi

Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Stefnumótunarferð Fossa með mökum í Prag

Starfsfólk fjárfestingabankans Fossa gerði sér glaðan dag liðna helgi þegar starfsmenn ásamt mökum flugu til tékknesku höfuðborgarinnar Prag. Íslensk fyrirtæki hafa undanfarin ár í auknum mæli haldið árshátíðarferðir erlendis.

Lífið
Fréttamynd

Ævin­týrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard

„Ennþá í dag er ég mjög þakklátur að hafa tekið þessa ákvörðun en ég skil hana samt ekki alveg því hún meikar ekki sens þegar maður er átján ára. Ég hef ekki heyrt um neinn annan sem hefur tekið þessa ákvörðun,“ segir tónlistarstjórinn Bergur Þórisson sem hafnaði inngöngu í hinn virta Juilliard háskóla í New York á sínum tíma og í kjölfarið fór ferilinn á flug.

Tónlist
Fréttamynd

Viðar Ari fjórbrotinn

Tímabilinu hjá íslenska atvinnumanninum í fótbolta, Viðari Ara Jónssyni, er að öllum líkindum lokið eftir að hann lenti í hörðu samstuði við annan leikmann í leik með liði sínum HamKam um nýliðna helgi. Viðar Ari er fjórbrotinn á kjálka. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég fæ morgnana til að vera bara ég“

„Ég bjóst alls ekki við þessu, ég hélt þetta yrði áhugamál hjá mér og í mesta lagi gæti ég aðeins hjálpað Laufeyju samhliða annarri vinnu. Svo hefur þetta þróast þannig að ég er orðinn karakter í þessum heimi sem Laufey er búin að byggja,“ segir listræni stjórnandinn Júnía Lin sem er jafnframt tvíburasystir Laufeyjar Lin.

Tónlist
Fréttamynd

Fagnaði 35 árum í sólinni

Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir fagnaði 35 ára afmæli sínu með fjölskyldunni í blíðviðrinu á Spáni í gær. Hún kveðst vera mikið afmælisbarn.

Lífið
Fréttamynd

Kvaddi dramað og flutti fyrir ástina

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fékk nóg af því að vera í hringiðu drama í Samtökunum '78 fyrir átta árum síðan og ákvað að flytjast búferlum til Bretlands þegar hún kynntist ástinni sinni óvænt á ráðstefnu erlendis. Ugla segir skrítið að flytja aftur til Íslands eftir átta ár úti, margt hafi breyst.

Lífið
Fréttamynd

„Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“

Þórir Her­geirs­son, lands­liðs­þjálfari hins sigur­sæla norska kvenna­lands­liðs í hand­bolta, lætur af störfum undir lok þessa árs eftir komandi Evrópu­mót. Greint er frá starfs­lokum Þóris með góðum fyrir­vera og þegar enn er hægt að bæta medalíum við í safnið. Ís­lendingurinn er ekki hræddur um að það fari öfugt í leik­menn liðsins. Í versta falli fari allt til fjandans. En svo komi nýr dagur.

Handbolti
Fréttamynd

Hilmar B. Jóns­son mat­reiðslu­meistari látinn

Hilmar Bragi Jónsson matreiðslumeistari er fallinn frá. Hilmar var einn þekktasti matreiðslumaður landsins og lifði ævintýralegu lífi; eldaði ofan í kónga, drottningar, þjóðhöfðingja, sendiherra, varaforseta, þingmenn og aðra hátt setta embættismenn víða um heim.

Innlent
Fréttamynd

Embla Wigum ást­fangin í London

Förðunarfræðingurinn og TikTok stjarnan Embla Wigum er komin á fast. Sá heppni heitir Theo Kontos og er Breti en parið hefur verið að hittast frá því fyrr í sumar og ástin virðist blómstra.  

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey prýðir for­síðu Vogue

Rísandi stórstjarnan Laufey hefur sannarlega átt risastórt ár og meðal annars unnið til Grammy verðlauna, selt upp á tónleika um allan heim og mætt á Met Gala. Hún prýðir nú forsíðu hátískublaðsins Vogue sem þykir mjög eftirsóknarvert.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku

Þórir Hergeirsson ætlar að láta af störfum sem þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta eftir komandi Evrópumót í desember. Þórir leiddi þær norsku til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París og hefur unnið tíu gullverðlaun með landsliðið á stórmóti.

Handbolti
Fréttamynd

Stjörnu-Sæ­varar leiddu saman hesta sína

Tveir þekktir vísindamiðlarar leiddu saman hesta sína þegar Sævar Helgi Bragason og Neil Degrasse Tyson hittust í New York í Bandaríkjunum í dag. Fundur þeir tengist að hluta frétt Vísis af heimsókn Tyson til Íslands þar sem honum var lýst sem bandarískum Stjörnu-Sævari.

Lífið
Fréttamynd

Þynnkan bar hópinn ofur­liði og Ína grét úr reiði

Það getur reynt á taugarnar þegar bestu vinkonurnar standa ekki við fyrirhuguð plön. Því fékk Ína María Einarsdóttir að kynnast þegar aðeins ein úr LXS genginu mætti í skipulagða loftbelgsferð í Marokkó. Hinar voru of þunnar og létu ekki sjá sig.

Lífið