Lög og regla

Fréttamynd

Kona fær greiddar bensíndælur

Kona sem leigði olíu­félaginu Skeljungi land og húsnæði í Kópavogi undir bensínstöð fær að eiga tanka og dælubúnað samkvæmt dómi Hæstaréttar. Hæstiréttur sneri í vikunni fyrri dómi Héraðsdóms Reykja­ness frá því í desember í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Tíu mánuðir fyrir fjárdrátt

Fyrrum fram­kvæmda­stjóri Fjórðungssambands Vest­fjarða hefur verið dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir að draga sér rúmar 17 milljónir króna á árunum 2002 og 2003. Maðurinn játaði fjárdráttinn, en hann færði upphæðir til skuldar og endurgreiddi í mörgum greiðsl­um. Hæst varð skuldin rúmar 5 milljónir. Dómurinn var skilorðsbundinn.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa um nýjan vef dómstólanna

Anna Mjöll Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Dómstólaráðs, segir ekki hægt að segja til um hvernær ný heimasíða héraðsdómstóla landsins komist í loftið, en búið er að loka þeirri sem fyrir var. Nú er á slóðinni domstolar.is einungis að finna tilkynningu um að ný síða sé væntanleg.

Innlent
Fréttamynd

Þrotabúskrafa tekin fyrir í dómi

Tekin var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær krafa Sparisjóðs Vestfjarða í þrotabú Kristjáns Ragnars Kristjánssonar, eins sakborninga úr Landssímamálinu. Björn Jóhannesson, lögmaður sparisjóðsins, segir deilt um hvers eðlis krafa sjóðsins sé, en hún sé til komin vegna láns til fyrirtækisins Lífsstíls.

Innlent
Fréttamynd

Milljóndollara seðlar

Bíræfnir peningafalsarar hafa undanfarna mánuði reynt að fá íslenska banka til að taka sjötíu einnar milljónar dollara seðla sem veð gegn láni. Það jafngildir nærri fjórum og hálfum milljarði króna. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur seðlana undir höndum og vinnur nú að því með lögregluyfirvöldum í Bretlandi að hafa hendur í hári svindlaranna.

Innlent
Fréttamynd

Eykur eftirlit vegna rjúpnaveiða

Lögregla um allt land hyggst auka eftirlit sitt vegna þess að rjúpnaveiðar hefjast á morgun að nýju eftir tveggja ára hlé. Veiðimenn á Vesturlandi eru varaðir við því að á sama tíma og þeir halda til veiða leita bændur fjár.

Innlent
Fréttamynd

Ríkissaksóknari kemur ekki að máli

Bogi Nilsson ríkissaksóknari mun ekki koma að meðferð Baugsmálsins svokallað fyrir hönd ákæruvaldsins, eins og tilkynnt var á dögunum, vegna tengsla sinna við endurskoðunarfyrirtæki Baugs.

Innlent
Fréttamynd

Fundu töluvert af fíkniefnum

Tveir karlmenn og tvær konur voru handtekinn í íbúð í vesturbæ Kópavogs í gærkvöldi eftir að hópur lögreglumanna og tollvarða, ásamt fíkniefnahundi, fann þar talsvert af fíkniefnum af öllum gerðum sem greinilega voru ætluð til sölu. Lögregla vill ekki gefa upp magnið en segir það vera talsvert.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald framlengt

Framlengt hefur verið til 25. nóvember gæsluvarðhald yfir pilti sem játað hefur að hafa stungið annan á menningarnótt í Reykjavík í ágúst. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið tvo, en vill ekki kannast við nema eina árás.

Innlent
Fréttamynd

Skilorðsdómur fyrir fjárdrátt

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga í tíu mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir fjárdrátt í opinberu starfi.

Innlent
Fréttamynd

Borgin hótar lögsókn

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir standa af hálfu borgarinnar að farið verði með samráðsmál olíufélaganna fyrir dómstóla fá borgin ekki greiddar bætur.Í gær rann út frestur sem Reykjavíkurborg gaf olíu­félög­unum til greiðslu bóta vegna verðsamráðs sem þau höfðu í tengslum við tilboðsgerð vegna olíu­sölu árið 1996.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið borgar Saltkaupum

Íslenska ríkið þarf að greiða Saltkaupum ehf. tæplega 9,8 milljónir króna auk 700.000 króna málskostnaðar samkvæmt nýföllnum dómi Hæstaréttar. Upphæðin er 4,5 milljónum hærri en kveðið var á um í dómi Héraðsdóms Reykjaness í desember í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Telur sig vanhæfan

Bogi Nilson ríkissaksóknari hefur sagt sig frá Baugsmálinu þar sem hann sé vanhæfur til að fjalla um málið. Ríkslögreglustjóri óskaði eftir því að Ríkissaksóknari fjallaði um málið, í kjölfar dóms hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Dópsalar dæmdir í fangelsi

Tveir hafa verið dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi hvor fyrir að selja þremur öðrum 50 grömm af amfetamíni í vor. Dómur var upp kveðinn í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Efnin voru keypt í Reykjavík en seld fyrir norðan. Þeir sögðust hafa keypt 20 grömm af amfetamíni og drýgt upp í 50 sem þeir voru ákærðir fyrir að selja á 250.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignasali í árs fangelsi

Hæstiréttur þyngdi í dag refsingu yfir fasteignasala fyrir fjárdrátt og skjalafals í starfi. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í 9 mánaða fangelsi, sem að mestu var skilorðsbundið, en hæstiréttur þyngdi refsinguna í 12 mánaða fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Makaskipti hrepps og kirkju

Dómstólar<cstyle name="[No character style]" /> Héraðsdómur Suðurlands ógilti í gær úrskurð óbyggðanefndar frá í mars 2002 um eignarhald á Grímsnesafrétti og jörðum umhverfis Lyngdalsheiði að því er varðar land sem Grímsneshreppur fékk í makaskiptum við Þingvallakirkju árið 1896.

Innlent
Fréttamynd

Fangi fékk eiturlyf í pósti

 Fangi í fangelsinu á Akureyri fékk 6. júní í sumar óþekktan mann til að fela eitt gramm af maríhúana í tölvulyklaborði og senda sér í pósti í fangelsið. Héraðsdómur Norðurlands eystra ákvað í vikunni að gera manninum ekki sérstaka refsingu vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

18 mánuðir fyrir sinnuleysi

Hæstiréttur dæmdi í dag tvo menn í 18 og 24 mánaða fangelsi fyrir brot á hegningarlögum. Sá sem fékk tveggja ára dóminn braut skilorð með ítrekuðum umferðar- og fíkniefnalagabrotum. Sá sem fékk átján mánaða refsingu hlaut sinn dóm fyrir að koma ekki ungri stúlku til bjargar í neyð, en stúlkan lést eftir að hafa tekið of stóran skammt af eiturlyfjum með manninum sem tilkynnti ekki um ástand hennar fyrr en nokkrum klukkustundum eftir að hún var talin látin.

Innlent
Fréttamynd

Féflettur á Goldfinger

Karlmaður telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan á nektardansstaðnum Goldfinger og þar hafi menn nýtt sér ástandið og hreinsað út af kortareikningi hans. Lögreglan segir sönnunarfærslu í slíkum málum afar erfiða.

Innlent
Fréttamynd

Kynferðisbrot sjaldnast kærð

Innan við helmingur þeirra fórnarlamba kynferðisbrota sem leita til Stígamóta, hefur fengið hjálp annars staðar. Aðeins hefur verið ákært í einu slíku máli af hverjum tuttugu.

Innlent
Fréttamynd

Svikarar bjóða milljónir

Fjársvikamenn um allan heim beita sífellt lævísari leiðum til að lokka fólk til að láta fé af hendi gegn loforði um ofsagróða. Bréf með tilboðum um háar fjárhæðir gegn því að viðkomandi gefi upp persónuupplýsingar og jafnvel kreditkortanúmer eru ein leiðin sem svikararnir nota. >

Innlent
Fréttamynd

Dularfull námsstefna

Grunur leikur á að enn einn svindlpósturinn sé í umferð hér á landi. Fjöldi fólks hefur undanfarna daga fengið boð um að sækja ókeypis námsstefnu á Grand Hótel í nóvember, en hótelstjórinn segir hana hins vegar ekki á dagskrá. Lögreglan telur að taka beri boðinu með fyrirvara. >

Innlent
Fréttamynd

Dæmd fyrir vegabréfafals

Par á fertugsaldri frá Sri Lanka hefur verið dæmt í 45 daga fangelsi fyrir að hafa framvísað á Keflavíkurflugvelli fölsuðum vegabréfum á leið sinni vestur um haf. Með fólkinu í för var piltur sem talinn er vera 17 ára, einnig með fölsuð skilríki, en sökum aldurs sætti hann ekki ákæru. >

Innlent
Fréttamynd

Hnuplað fyrir milljarða

Búðarþjófar leggja oft mikið á sig við iðju sína og beita ótrúlegustu aðferðum. Íslendingar stálu úr verslunum á síðasta ári fyrir einn komma átta milljarða króna. Spenna, gróðafíkn eða fátækt býr gjarnan að baki búðahnuplinu.

Innlent
Fréttamynd

Fékk milljónasekt og skilorð

Jón Axel Ólafsson, fyrrum fjölmiðlamaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir brot á skatta- og hegningarlögum árin 1998 og 1999.

Innlent
Fréttamynd

Réðst inn í hús með hníf

Ölvaður maður bankaði upp á í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í nótt og reyndi að ryðjast inn þegar húsráðendur komu til dyra. Manninum tókst að komast inn í forstofuna þar sem hann tók upp hníf þegar húsráðendur vörnuðu honum inngöngu. Húsráðendur þekktu ekki manninn og tókst þeim að koma honum fram á stigaganginn aftur og náðu þeir af honum hnífnum.

Innlent
Fréttamynd

Geti ekki borið ábyrgð á Birni

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að framsóknarmenn geti ekki borið ábyrgð á Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra. Forsaga málsins sé sú að Björn Bjarnason hafi gefið saksóknaraembættinu þá línu á bloggsíðu sinni í dag að halda áfram með Baugsmálið þó að aðeins standi eftir átta af 40 ákæruliðum í Baugsmálinu. „Framsóknarflokkurinn á ekki að líða mönnum að gera svona,“ sagði Kristinn í Íslandi í bítið í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Tekur ábyrgð á dómsmálaráðherra

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist fyllilega taka ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans á heimasíðu um að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í Baugsmálinu. Þetta kom fram á fundi sem forsætisráðherra hélt með blaðamönnum efti hádegið í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Þjófnuðum fækkar í Hafnarfirði

Þjófnuðum og eignaspjöllum hefur farið fækkandi í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði á árunum 2000-2004. Samkvæmt tölfræðilegri úrvinnslu lögreglunnar á ýmsum afbrotum í umdæminu má sjá að eignaspjöllum fækkaði um 35 prósent frá árinu 2002 og þjófnuðum fækkaði um 45 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Kerfi hafi ekki sagt sitt síðasta

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir í grein á heimasíðu sinni í gær að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta í kærumálinu gegn Baugi og að lögheimildir séu til þess að ákæruvaldið taki mið af því sem fram hafi komið hjá Hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins.

Innlent