Innlent Brotist inn í íþróttaverslun Brotist var inn í íþróttaverslun í Keflavík í nótt. Vegfarandi tilkynnti lögreglu um innbrotið sem kom á staðinn og greip innbrotsþjófana glóðvolga þar sem þeir voru að stinga á sig skóm og fleira smálegu. Þeir voru færðir í fangafeymslur lögreglunnar. Innlent 30.7.2006 12:10 Tekinn á 164 km hraða á bifhjóli Einn maður á bifhjóli var tekinn fyrir of hraðan akstur á Sæbraut í nótt þar sem hann ók á 164 km hraða en þar er hámarkshraði 60 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, var sviptur ökuréttindum á staðnum. Innlent 30.7.2006 12:08 Íslendingur í haldi Sautján ára Íslendingur, Yousef Ingi Tamimi, er búinn að vera í haldi öryggisvarða á flugvellinum í Tel Aviv í tíu klukkustundir. Hann fær engar upplýsingar um hvers vegna honum er haldið. Innlent 30.7.2006 12:13 Tónleikar Sigur Rósar í kvöld Hljómsveitin Sigur Rós heldur tónleika á Klambratúni í kvöld og eru tónleikarnir liður í tónleikaferð sveitarinnar um Ísland. Viðbúnaður lögreglu er mikill því búist er við miklu fjölmenni. Tónleikaröðin verður tekin upp á myndband og síðar á að gera heimildamynd um hana. Innlent 30.7.2006 12:11 Stór hluti eyra bitinn af manni Maður beit stóran hluta af eyra annars í átökum skammt frá Kaffibarnum í nótt. Að sögn lögreglu gistir eyrnabíturinn nú fangageymslur en hinn var fluttur á slysadeild þar sem tókst að sauma eyrað saman. Mikil ölvun var í bænum og gistu átta manns fangageymslur lögreglunnar. Líkti lögreglan ástandinu í borginni við útisamkomu enda hlýtt og milt veður. Innlent 30.7.2006 12:02 Ökuníðingur á Selfossi Ungur maður var sviptur ökuréttindum eftir að hafa ekið um Selfoss á ofsahraða. Ökuferð mannsins endaði inni í húsgarði. Innlent 30.7.2006 15:05 Indriði Sigurðsson til liðs við KR Indriði Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn til liðs við KR eftir því sem krreykjavik.is greinir frá. Indriði sem leikið hefur með belgíska liðinu Genk er laus allra mála gerði opinn áhugamannasamning við KR og er því heimilt að fara frá félaginu, bjóðist honum atvinnumannasamingur erlendis. KR vonast til að Indriði verði gjaldgengur á mánudag þegar KR mætir Fylki í 12. umferð Landsbankadeildarinnar. Sport 29.7.2006 16:42 Sjómaður hætt kominn Sjómaður, sem var einn á litlum hraðfiskibáti, var hætt kominn þegar vélin í bátnum bilaði í nótt og bátinn tók að reka í áttina að Helguvíkurbjargi á Reykjanesi. Þegar vélin bilaði kallaði bátsverjinn eftir hjálp og voru björgunarsveitir þegar kallaðar út og sendar farm á bjargið. Innlent 29.7.2006 12:10 Flúðu á ofsahraða undan lögreglu Lögreglan í Borgarnesi leitar bifhjólamanns, sem mældist á yfir 200 kílómetra hraða skammt frá bænum, í fyrrinótt og stakk af. Fjöldi mótorhjóla hefur nær tvöfaldast á einu og hálfu ári og nýjum bifhjólamönnum um rösklega fimmtán hundruð. Innlent 29.7.2006 12:04 Hass í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi lagði í nótt hald á nokkrar kannabisplöntur, sem hún fann við leit í íbúð í bænum. Jafnframt fannst þar talsvert af laufi, sem var í vinnslu. Þrír menn voru handteknir við rannsókn málsins en þeir voru látnir lausir að yfirheyrslum loknum. Grunur leikur á að afurðir úr ræktuninni hafi verið ætlaðar til sölu. Innlent 29.7.2006 10:18 Virti ekki biðskyldu Fernt var flutt á Slysadeild Landsspítalans eftir mjög harðan árekstur á mótum Hafnarfjarðarvegar og Álftanesvegar laust eftir miðnætti, þar sem tveir bílar lentu saman. Enginn slasaðist þó alvarlega, en bílarnir munu báðir vera ónýtir. Ökumaður annars bílsins virti ekki biðskyldu og ók í veg fyrir hinn, með þessum afleiðingum. Innlent 29.7.2006 10:01 Hópslagsmál á Selfossi Tveir menn liggja á sjúkrahúsi og fimm gista fangageymslur lögreglunnar á Selfossi eftir heiftarleg hópslagsmál, sem brutust út fyrir utan heimili þeirra slösuðu í nótt, þar sem meðal annars var beitt keðjum og bareflum. Innlent 29.7.2006 09:57 Skattgreiðendur sjö þúsund fleiri en 2005 Metfjölgun skattgreiðenda á síðasta ári stafar aðallega af vaxandi fjölda erlends vinnuafls hér á landi. Sjö af tíu gjaldhæstu einstaklingum landsins búa í Reykjavík. Skattskrár eru öllum aðgengilegar til 11. ágúst næstkomandi. Innlent 28.7.2006 21:54 Enginn að vinna að rannsókn á samráði Eini starfsmaður ríkissaksóknara sem vinnur að rannsókn á samráði olíufélaganna er í sumarfríi og liggur vinna við rannsóknina því niðri til 21. ágúst. Kröfu um heimildir til fleiri vinnustunda við málið var hafnað af kjaranefnd. Innlent 28.7.2006 21:54 Svartir sauðir sem ekki láta sér segjast Þremur vélhjólum var ekið á ofsahraða um götur borgarinnar í fyrrakvöld. Sama kvöld hélt vélhjólafólk minningarathöfn um einn þriggja látinna vélhjólamanna á árinu. Prestur og vélhjólamaður kallar athæfið hryðjuverk. Innlent 28.7.2006 21:54 Vöknuðu við óboðinn gest Hjón á Seltjarnarnesi vöknuðu við það í fyrrinótt að maður þeim alls ótengdur var að sniglast um í svefnherbergi þeirra. Innlent 28.7.2006 21:53 Á þriðja þúsund fá ekki háskólavist Háskólar landsins anna ekki eftirspurn og bekkjardeildir í nokkrum háskólum eru fullsetnar. Listaháskóli Íslands, Kennaraháskólinn og Háskólinn í Reykjavík vísa langflestum nemendum frá, jafnvel þótt fólk uppfylli öll inntökuskilyrði. Innlent 28.7.2006 21:54 Sakaðir um blekkingarleik Osta- og smjörsalan hefur sakað Mjólku um að herma eftir umbúðum fetaosts fyrirtækisins og krefst þess að Mjólka hætti sölu síns fetaosts án tafar. Innlent 28.7.2006 21:54 Unnið eins hratt og kostur er Fátækt og úrræðaleysi einkenna aðstæður margra geðfatlaðra, að sögn Auðar Styrkársdóttur, talsmanns aðstandendahóps geðfatlaðra. Nú er búið að gera stórátak í búsetumálum fatlaðra en geðfatlaðir sitja eftir. Innlent 28.7.2006 21:54 Féll á hliðina Vörubíll valt á hliðina í Bakkabakka á Norðfirði um hádegisbil í gær. Var verið að hífa byggingarefni af palli bílsins og varð þunginn til þess að hann valt. Innlent 28.7.2006 21:53 Túnið rafvætt fyrir Sigur Rós Rafmagnskaplar hafa verið grafnir niður í göngustíga á Klambratúni til að sjá tónleikum Sigur Rósar á morgun fyrir rafmagni. Að sögn Svanhildar Konráðsdóttur, forstöðumanns Höfuðborgarstofu, munu rafmagnskaplarnir verða í túninu um ókomna tíð. Þannig sé þeim möguleika haldið opnum að fleiri hljómsveitir geti haldið tónleika á svæðinu á komandi árum. Innlent 28.7.2006 21:53 Biðlistar eru á öllum leikskólum Nemendur við Háskóla Íslands sem eiga börn eru í miklum vandræðum með að koma þeim fyrir á leikskólum Félagsstofnunar stúdenta. Stofnunin rekur þrjá leikskóla og tekur við rekstri eins, Leikgarðs, hinn 1. september næstkomandi. Þá verður rekstri leikskólans við Efrihlíð hætt svo leikskólar stofnunarinnar verða enn þrír. Innlent 28.7.2006 21:54 Ný brú skapar aukið öryggi Ferðafélag Íslands vígði á fimmtudagskvöld nýja brú yfir ána Farið sem er til móts við Einifellið um einn og hálfan kílómetra í suðvestur frá skála félagsins. Innlent 28.7.2006 21:54 Lýsir yfir miklum áhyggjum Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur skrifað Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, bréf þar sem hún lýsir yfir áhyggjum af ástandinu í Líbanon. Hvetur hún Ísraelsstjórn til að leita leiða til að binda enda á átökin strax. Innlent 28.7.2006 21:54 Tengivagnar verði bannaðir Tengivagnar ættu að vera bannaðir við olíu- og vöruflutninga, að mati Guðmundar Hallvarðssonar, formanns samgöngunefndar Alþingis. Þetta verðum við að gera þar til vegakerfið er komið í staðlað form, og vegirnir verða sjö og hálfs metra breiðir, segir Guðmundur. Ef sjóflutningar lognast af verður að stoppa þessi ósköp þar til vegakerfið er komið í lag. Innlent 28.7.2006 21:53 Frumvarp um endurgreiðslur Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp þegar Alþingi kemur saman í haust til að leiðrétta þær skerðingar sem orðið hafa á vaxtabótum. Innlent 28.7.2006 21:53 Reynir að nota falsaðar evrur Lögreglan í Reykjavík varar við erlendum karlmanni sem reynt hefur að koma fölsuðum evrum í umferð. Maðurinn talar bjagaða ensku, er lágvaxinn, dökkur yfirlitum og líklega með gleraugu. Til hans hefur bæði sést við BSÍ í Reykjavík og í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Innlent 28.7.2006 21:53 Blaðið borið út að nóttu til fréttablaðið Miklar breytingar verða gerðar á dreifikerfi Fréttablaðsins á næstunni. Á höfuðborgarsvæðinu verður blaðið nú borið út á nóttunni en ekki milli sex og sjö að morgni eins og nú. Talsverð uppstokkun verður í blaðberahópnum á þeim svæðum sem þessar breytingar ná til þar sem bannað er að ráða unglinga til starfa um nætur. Innlent 28.7.2006 21:53 Líkamsárás og flugeldaskot Rúmlega þrítugur maður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og var málið var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í gær. Innlent 28.7.2006 21:53 Ekki ákveðið með áfrýjun Stjórn Og Vodafone hefur ekki enn ákveðið hvort úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar um skyldulækkun á lúkningagjöldum verði áfrýjað. Póst- og fjarskiptastofnun hefur skyldað farsímafélögin til þess að lækka lúkningagjöld niður í 7,49 krónur á mínútu fyrir 1. júní 2008. Lækkunin verður í fjórum þrepum og er fyrsta lækkunin 1. september næstkomandi. Innlent 28.7.2006 21:53 « ‹ 301 302 303 304 305 306 307 308 309 … 334 ›
Brotist inn í íþróttaverslun Brotist var inn í íþróttaverslun í Keflavík í nótt. Vegfarandi tilkynnti lögreglu um innbrotið sem kom á staðinn og greip innbrotsþjófana glóðvolga þar sem þeir voru að stinga á sig skóm og fleira smálegu. Þeir voru færðir í fangafeymslur lögreglunnar. Innlent 30.7.2006 12:10
Tekinn á 164 km hraða á bifhjóli Einn maður á bifhjóli var tekinn fyrir of hraðan akstur á Sæbraut í nótt þar sem hann ók á 164 km hraða en þar er hámarkshraði 60 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, var sviptur ökuréttindum á staðnum. Innlent 30.7.2006 12:08
Íslendingur í haldi Sautján ára Íslendingur, Yousef Ingi Tamimi, er búinn að vera í haldi öryggisvarða á flugvellinum í Tel Aviv í tíu klukkustundir. Hann fær engar upplýsingar um hvers vegna honum er haldið. Innlent 30.7.2006 12:13
Tónleikar Sigur Rósar í kvöld Hljómsveitin Sigur Rós heldur tónleika á Klambratúni í kvöld og eru tónleikarnir liður í tónleikaferð sveitarinnar um Ísland. Viðbúnaður lögreglu er mikill því búist er við miklu fjölmenni. Tónleikaröðin verður tekin upp á myndband og síðar á að gera heimildamynd um hana. Innlent 30.7.2006 12:11
Stór hluti eyra bitinn af manni Maður beit stóran hluta af eyra annars í átökum skammt frá Kaffibarnum í nótt. Að sögn lögreglu gistir eyrnabíturinn nú fangageymslur en hinn var fluttur á slysadeild þar sem tókst að sauma eyrað saman. Mikil ölvun var í bænum og gistu átta manns fangageymslur lögreglunnar. Líkti lögreglan ástandinu í borginni við útisamkomu enda hlýtt og milt veður. Innlent 30.7.2006 12:02
Ökuníðingur á Selfossi Ungur maður var sviptur ökuréttindum eftir að hafa ekið um Selfoss á ofsahraða. Ökuferð mannsins endaði inni í húsgarði. Innlent 30.7.2006 15:05
Indriði Sigurðsson til liðs við KR Indriði Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn til liðs við KR eftir því sem krreykjavik.is greinir frá. Indriði sem leikið hefur með belgíska liðinu Genk er laus allra mála gerði opinn áhugamannasamning við KR og er því heimilt að fara frá félaginu, bjóðist honum atvinnumannasamingur erlendis. KR vonast til að Indriði verði gjaldgengur á mánudag þegar KR mætir Fylki í 12. umferð Landsbankadeildarinnar. Sport 29.7.2006 16:42
Sjómaður hætt kominn Sjómaður, sem var einn á litlum hraðfiskibáti, var hætt kominn þegar vélin í bátnum bilaði í nótt og bátinn tók að reka í áttina að Helguvíkurbjargi á Reykjanesi. Þegar vélin bilaði kallaði bátsverjinn eftir hjálp og voru björgunarsveitir þegar kallaðar út og sendar farm á bjargið. Innlent 29.7.2006 12:10
Flúðu á ofsahraða undan lögreglu Lögreglan í Borgarnesi leitar bifhjólamanns, sem mældist á yfir 200 kílómetra hraða skammt frá bænum, í fyrrinótt og stakk af. Fjöldi mótorhjóla hefur nær tvöfaldast á einu og hálfu ári og nýjum bifhjólamönnum um rösklega fimmtán hundruð. Innlent 29.7.2006 12:04
Hass í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi lagði í nótt hald á nokkrar kannabisplöntur, sem hún fann við leit í íbúð í bænum. Jafnframt fannst þar talsvert af laufi, sem var í vinnslu. Þrír menn voru handteknir við rannsókn málsins en þeir voru látnir lausir að yfirheyrslum loknum. Grunur leikur á að afurðir úr ræktuninni hafi verið ætlaðar til sölu. Innlent 29.7.2006 10:18
Virti ekki biðskyldu Fernt var flutt á Slysadeild Landsspítalans eftir mjög harðan árekstur á mótum Hafnarfjarðarvegar og Álftanesvegar laust eftir miðnætti, þar sem tveir bílar lentu saman. Enginn slasaðist þó alvarlega, en bílarnir munu báðir vera ónýtir. Ökumaður annars bílsins virti ekki biðskyldu og ók í veg fyrir hinn, með þessum afleiðingum. Innlent 29.7.2006 10:01
Hópslagsmál á Selfossi Tveir menn liggja á sjúkrahúsi og fimm gista fangageymslur lögreglunnar á Selfossi eftir heiftarleg hópslagsmál, sem brutust út fyrir utan heimili þeirra slösuðu í nótt, þar sem meðal annars var beitt keðjum og bareflum. Innlent 29.7.2006 09:57
Skattgreiðendur sjö þúsund fleiri en 2005 Metfjölgun skattgreiðenda á síðasta ári stafar aðallega af vaxandi fjölda erlends vinnuafls hér á landi. Sjö af tíu gjaldhæstu einstaklingum landsins búa í Reykjavík. Skattskrár eru öllum aðgengilegar til 11. ágúst næstkomandi. Innlent 28.7.2006 21:54
Enginn að vinna að rannsókn á samráði Eini starfsmaður ríkissaksóknara sem vinnur að rannsókn á samráði olíufélaganna er í sumarfríi og liggur vinna við rannsóknina því niðri til 21. ágúst. Kröfu um heimildir til fleiri vinnustunda við málið var hafnað af kjaranefnd. Innlent 28.7.2006 21:54
Svartir sauðir sem ekki láta sér segjast Þremur vélhjólum var ekið á ofsahraða um götur borgarinnar í fyrrakvöld. Sama kvöld hélt vélhjólafólk minningarathöfn um einn þriggja látinna vélhjólamanna á árinu. Prestur og vélhjólamaður kallar athæfið hryðjuverk. Innlent 28.7.2006 21:54
Vöknuðu við óboðinn gest Hjón á Seltjarnarnesi vöknuðu við það í fyrrinótt að maður þeim alls ótengdur var að sniglast um í svefnherbergi þeirra. Innlent 28.7.2006 21:53
Á þriðja þúsund fá ekki háskólavist Háskólar landsins anna ekki eftirspurn og bekkjardeildir í nokkrum háskólum eru fullsetnar. Listaháskóli Íslands, Kennaraháskólinn og Háskólinn í Reykjavík vísa langflestum nemendum frá, jafnvel þótt fólk uppfylli öll inntökuskilyrði. Innlent 28.7.2006 21:54
Sakaðir um blekkingarleik Osta- og smjörsalan hefur sakað Mjólku um að herma eftir umbúðum fetaosts fyrirtækisins og krefst þess að Mjólka hætti sölu síns fetaosts án tafar. Innlent 28.7.2006 21:54
Unnið eins hratt og kostur er Fátækt og úrræðaleysi einkenna aðstæður margra geðfatlaðra, að sögn Auðar Styrkársdóttur, talsmanns aðstandendahóps geðfatlaðra. Nú er búið að gera stórátak í búsetumálum fatlaðra en geðfatlaðir sitja eftir. Innlent 28.7.2006 21:54
Féll á hliðina Vörubíll valt á hliðina í Bakkabakka á Norðfirði um hádegisbil í gær. Var verið að hífa byggingarefni af palli bílsins og varð þunginn til þess að hann valt. Innlent 28.7.2006 21:53
Túnið rafvætt fyrir Sigur Rós Rafmagnskaplar hafa verið grafnir niður í göngustíga á Klambratúni til að sjá tónleikum Sigur Rósar á morgun fyrir rafmagni. Að sögn Svanhildar Konráðsdóttur, forstöðumanns Höfuðborgarstofu, munu rafmagnskaplarnir verða í túninu um ókomna tíð. Þannig sé þeim möguleika haldið opnum að fleiri hljómsveitir geti haldið tónleika á svæðinu á komandi árum. Innlent 28.7.2006 21:53
Biðlistar eru á öllum leikskólum Nemendur við Háskóla Íslands sem eiga börn eru í miklum vandræðum með að koma þeim fyrir á leikskólum Félagsstofnunar stúdenta. Stofnunin rekur þrjá leikskóla og tekur við rekstri eins, Leikgarðs, hinn 1. september næstkomandi. Þá verður rekstri leikskólans við Efrihlíð hætt svo leikskólar stofnunarinnar verða enn þrír. Innlent 28.7.2006 21:54
Ný brú skapar aukið öryggi Ferðafélag Íslands vígði á fimmtudagskvöld nýja brú yfir ána Farið sem er til móts við Einifellið um einn og hálfan kílómetra í suðvestur frá skála félagsins. Innlent 28.7.2006 21:54
Lýsir yfir miklum áhyggjum Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur skrifað Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, bréf þar sem hún lýsir yfir áhyggjum af ástandinu í Líbanon. Hvetur hún Ísraelsstjórn til að leita leiða til að binda enda á átökin strax. Innlent 28.7.2006 21:54
Tengivagnar verði bannaðir Tengivagnar ættu að vera bannaðir við olíu- og vöruflutninga, að mati Guðmundar Hallvarðssonar, formanns samgöngunefndar Alþingis. Þetta verðum við að gera þar til vegakerfið er komið í staðlað form, og vegirnir verða sjö og hálfs metra breiðir, segir Guðmundur. Ef sjóflutningar lognast af verður að stoppa þessi ósköp þar til vegakerfið er komið í lag. Innlent 28.7.2006 21:53
Frumvarp um endurgreiðslur Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp þegar Alþingi kemur saman í haust til að leiðrétta þær skerðingar sem orðið hafa á vaxtabótum. Innlent 28.7.2006 21:53
Reynir að nota falsaðar evrur Lögreglan í Reykjavík varar við erlendum karlmanni sem reynt hefur að koma fölsuðum evrum í umferð. Maðurinn talar bjagaða ensku, er lágvaxinn, dökkur yfirlitum og líklega með gleraugu. Til hans hefur bæði sést við BSÍ í Reykjavík og í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Innlent 28.7.2006 21:53
Blaðið borið út að nóttu til fréttablaðið Miklar breytingar verða gerðar á dreifikerfi Fréttablaðsins á næstunni. Á höfuðborgarsvæðinu verður blaðið nú borið út á nóttunni en ekki milli sex og sjö að morgni eins og nú. Talsverð uppstokkun verður í blaðberahópnum á þeim svæðum sem þessar breytingar ná til þar sem bannað er að ráða unglinga til starfa um nætur. Innlent 28.7.2006 21:53
Líkamsárás og flugeldaskot Rúmlega þrítugur maður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og var málið var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í gær. Innlent 28.7.2006 21:53
Ekki ákveðið með áfrýjun Stjórn Og Vodafone hefur ekki enn ákveðið hvort úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar um skyldulækkun á lúkningagjöldum verði áfrýjað. Póst- og fjarskiptastofnun hefur skyldað farsímafélögin til þess að lækka lúkningagjöld niður í 7,49 krónur á mínútu fyrir 1. júní 2008. Lækkunin verður í fjórum þrepum og er fyrsta lækkunin 1. september næstkomandi. Innlent 28.7.2006 21:53