Kryddsíld

Björn Leví hrósaði Bjarna Benediktssyni
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata hefur aldrei talað við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Í um átta ár hafa þeir deilt á þingi um ýmislegt en aldrei hefur komið til þess að þeir ræði saman á persónulegum nótum.

Sjáðu Kryddsíld í heild sinni
Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið hressilegar í hinni árlegu Kryddsíld sem sýnd var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær.

Klökknaði yfir stuðningi vegna áfalls á árinu
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist hafa fundið fyrir stuðningi frá fólki úr öllum stjórnmálaflokkum eftir að hún varð fyrir því áfalli á árinu að missa systur sína, Karitas H. Gunnarsdóttur.

Gamalt lag í splunkunýjum búningi
Júlí Heiðar, Þórdís Björk, Fannar Freyr og Marinó Geir fluttu lagið Gamlárskvöld, gamalt lag í splunkunýjum búning í Kryddsíld Stöðvar 2 í dag.

Hróshringur þingmanna: „Maðurinn er mjög þrjóskur“
Þingmenn voru fengnir til að fara í „hróshring“ í Kryddsíld Stöðvar 2. Björn Leví Gunnarsson, sem jafnan hefur gagnrýnt fjármálaráðherra harðlega, var fenginn til að hrósa Bjarna Benediktssyni. Sigmundur Davíð fékk svo það hlutverk að hrósa Birni Leví.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri maður ársins
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Valið var kunngjört í beinni útsendingu í Kryddsíldinni rétt í þessu. Ljóst er að Ásgeir hefur með ákvörðunum sínum haft gríðarleg áhrif á daglegt líf Íslendinga á árinu.

Lét ríkisstjórnina heyra það: „Voga þú þér ekki að gera það þarna rasistinn þinn“
Inga Sæland formaður Flokks fólksins lét ríkisstjórnina heyra það í Kryddsíldinni í dag. Hún sagði grundvallarmannréttindi vanvirt, fjölmargir Íslendingar lepji dauðann úr skel. Galið sé að halda því fram að hægt sé að opna faðminn fyrir hverjum þeim, sem koma vill hingað til lands.

Ekki í þjóðkirkjunni en naut messunnar á jóladag
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki vera í þjóðkirkjunni en hafi hins vegar farið í messu á jóladag. Helsta jólahefðin sé hins vegar samsöngur fjölskyldunnar, nágrönnunum til ama.

Allt um Kryddsíld 2022: Gestir í sal, húsband á staðnum og ólíkur hópur frá því í fyrra
Kryddsíld Stöðvar 2 verður á sínum stað í beinni útsendingu klukkan tvö á síðasta degi ársins, 31. desember. Þar koma saman leiðtogar allra stjórnmálaflokka á Alþingi og gera upp árið 2022 hvort tveggja á sviði stjórnmálanna og í hinu persónulega lífi.

Tekist á um hvort Katrín gæti verið formaður Sjálfstæðisflokksins
Í niðurstöðum könnunar Stöðvar 2 og Maskínu sem kynnt var í Kryddsíld á gamlársdag var meðal annars farið yfir frammistöðu leiðtoga stjórnmálaflokkanna í kosningabaráttunni í haust. Sigurður Ingi Jóhannsson var talinn hafa staðið sig best allra en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verst.

Hermigervill og Unnsteinn slúttuðu Kryddsíldinni
Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill héldu uppi stuðinu í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í gær, gamlársdag.

Forystufólk flokkanna sagðist allt gera mistök
Forystufólk allra flokka viðurkenndi í Kryddsíldinni á Stöð 2 í gær að stjórnmálamenn gerðu mistök eins og annað fólk og ættu að gangast við þeim. Maður ársins að mati fréttastofunnar sagðist deila heiðrinum með fjölda samstarfsfólks.

Sjáðu Kryddsíld í heild sinni
Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið hressilegar í hinni árlegu Kryddsíld sem sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær.

„Ég held að við séum á leiðinni út úr þessu helvítis Covid“
Fulltrúar flokkanna á þingi voru gestir Kryddsíldarinnar á Stöð 2. Í lok þáttar voru þeir beðnir að fara stuttlega yfir árið sem er að líða og vonir sínar fyrir árið 2022, bæði í einkalífinu og stjórnmálunum. Allir voru sammála um að árið 2022 yrði vonandi árið þar sem kórónuveirufaraldurinn yrði kvaddur fyrir fullt og allt.

Unnsteinn Manuel og Hermigervill frumfluttu nýtt lag
Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill komu með stemninguna með sér í Kryddsíldina, áramótaþátt Stöðvar 2. Þar frumfluttu þeir nýtt lag, sem ber heitið Eitur.

Ragnheiður Ósk valin maður ársins 2021
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp.

Inga ekki í Kryddsíldinni með nýútskrifaðri Þórdísi Kolbrúnu
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti í dag að hún yrði ekki með í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Yfir 1.500 manns greindust með Covid hér á landi í gær.

Tryggðu þér áskrift fyrir Kryddsíldina
Hin árlega Kryddsíld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Bylgjunni að venju. Þátturinn hefst klukkan 14 en Edda Andrésdóttir, Erla Björg Gunnarsdóttir og Snorri Másson leiða Kryddsíldina eftir þetta viðburðaríka ár.

Kom heim úr Kryddsíldinni einu bílprófi fátækari
Páll Magnússon, sem um árabil gegndi stöðu fréttastjóra á Stöð 2, var gestur Eddu Andrésdóttur í afmælisdagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi, í tilefni af 35 ára afmæli stöðvarinnar. Þar var hann ásamt sjónvarpskonunni Eddu Sif Pálsdóttur, dóttur sinni, þar sem þau rifjuðu upp sögur frá tíma Páls á Stöð 2.

Aðeins meira „bling“ nauðsynlegt í Kryddsíldina þetta árið
Glimmer og glys setti svip á Kryddsíldina á Stöð 2 á gamlársdag en blómaskreytingarnar voru í þaulvönum höndum blómaskreyta Garðheima.

Þórólfur Guðnason valinn maður ársins
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2020 er gert upp.

Ósáttur við Ásmundarsalarumræðu með mótmælendur í baksýn
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“

Árið 2020 gert upp í Kryddsíld
Hin árlega Kryddsíld var í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að vanda, í dag. Þátturinn hófst klukkan tvö og stóð til klukkan fjögur.

Áramótaheit formannanna: Stundvísari Sigmundur og meira jóga
Formenn Alþingisflokkanna voru mættir í Kryddsíld Stöðvar 2 til þess að gera upp árið í stjórnmálunum og líta fram á veginn, eins og venjan er á gamlárskvöld. Pólitíkin var þó ekki það eina sem komst að, en formennirnir voru beðnir um að fara yfir sín persónulegu markmið og áramótaheit fyrir árið 2020.

Sjáðu Auð taka lagið í Kryddsíldinni
Tónlistarmaðurinn Auður flutti lagið Þreyttur í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. Honum til halds og trausts var píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem lék undir af sinni alkunnu snilld.

Hitnaði í kolunum þegar loftslagsmál bar á góma
Formenn Alþingisflokkanna höfðu allir sínar skoðanir á loftslagsmálum, sem hafa verið í deiglunni á árinu 2019, þegar þau voru rædd í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag.

Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2.

Fréttaannáll Kryddsíldar 2019
Árið 2019 hefur verið viðburðaríkt.

Bjarni óánægður með nýjar tölur en hefur ekki teljandi áhyggjur
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki teljandi áhyggjur af niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar um fylgi Alþingisflokkanna. Hann segist þó ekki draga fjöður yfir óánægju sína með niðurstöðurnar.

Bein útsending: Árið 2019 gert upp í Kryddsíld
Þátturinn hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 16.