Verslun

Fréttamynd

Lax og bleikja af landi frá Sam­herja í verslanir

Hafin er sala á ferskum laxi og bleikju, úr landeldi, frá Samherja fiskeldi á íslenskum neytendamarkaði undir eigin nafni. Samherji fiskeldi starfrækir einungis landeldsstöðvar og kemur að öllum stigum eldis og vinnslu á laxi og bleikju, allt frá hrognum til neytenda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grunar að net­verslun út­skýri færri ferðir

Íbúar í Reykjavík fara færri ferðir á dag en fyrir tuttugu árum síðan. Í febrúar 2002 fóru íbúar að meðaltali 4,1 ferð á dag en í nóvember í fyrra fóru íbúar að meðaltali 3,3 ferðir daglega. Gallup grunar að netverslun útskýri þessa fækkun ferða. 

Innlent
Fréttamynd

Yfir 400 fyrir­tæki með frá­bær til­boð

Singles Day er einn af stóru afsláttardögum ársins í íslenskri verslun og raunar víðast hvar annars staðar í heiminum. Á morgun, laugardaginn 11. nóvember, munu yfir 400 verslanir og fyrirtæki bjóða upp á frábæra afslætti á margskonar vörum og þjónustu á 1111.is.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Ekki vera með leiðindi, veittu mér bara betri þjónustu“

„Ungt fólk er með allt annað viðhorf en við þekktum áður og eldra fólk er að breytast með því. Við hugsum öðruvísi en fyrir tuttugu árum og það á þá líka við um það hvernig við metum vöru og þjónustu sem við kaupum sem neytendur,“ segir Ólafur Þór Gylfason sviðsstjóri markaðsrannsókna Maskínu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Þetta er bara al­veg von­laust!“

Næsta sumar verða allar plastflöskur með áföstum tappa, samkvæmt áformum umhverfisráðuneytisins. Við ræddum við neytendur, sem segja áföstu tappana ýmist hræðilega - eða sjálfsagða viðleitni til að bjarga jörðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hag­kaup aftur sektað vegna tax-free aug­lýsinga sinna

Neytendastofa hefur sektað Hagkaup um 850 þúsund króna vegna auglýsinga um Tax-free afslætti. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti.

Neytendur
Fréttamynd

Nægju­samur nóvember – Taktu þátt!

Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga.

Skoðun
Fréttamynd

Gæðin felast í vörunum frá DeWalt

Verkfæra- og vinnufataverslunin Sindri flytur inn og selur verkfæri, vélar, loftpressur, festingavörur og hágæða vinnu- og öryggisfatnað frá ýmsum þekktum framleiðendum eins og DeWalt, Toptul, Kraftwerk, Atlas Copco, Contracor, Ridgid, Knipex, Blåkläder, Tranemo og Scangrip.

Samstarf
Fréttamynd

Sante hafi veitt við­skipta­vinum rangar upp­lýsingar

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Santewines, sem rekur vefsíðuna sante.is, hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt þeirra til að falla frá samningi í skilmálum sínum. Skilmálar síðunnar um rétt neytenda séu því ólögmætir. 

Neytendur
Fréttamynd

„Farðu vel með það sem þú átt frekar en að kaupa meira og meira”

„Við viljum vera mótvægi við offramleiðslu á skóm og fatnaði og leggja áherslu á gæði. Það er allt önnur upplifun af því að panta vöru í sófanum heima í gegnum skjá, en að koma í verslun, fá persónulega þjónustu og handleika vöruna sem þú hefur áhuga á,” segir Matthildur Leifsdóttir stofnandi verslunarinnar 38 þrep sem fagnar í dag 30 ára afmæli, en verslunin hefur frá upphafi verið rekin á Laugavegi.

Lífið
Fréttamynd

Festi hækkar af­komu­spá um hundruð milljóna

Samkvæmt drögum að uppgjöri þriðja ársfjórðungs 2023 nemur hagnaður Festi, fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta á fjórðungnum 3,9 milljörðum króna samanborið við 3,1 milljarð króna árið áður, sem er aukning um 0,8 milljarða króna milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þreytt á Kram­búðinni í and­dyri Vest­fjarða

Sveitar­stjóri Dala­byggðar segist vera ó­sáttur við svör Sam­kaupa um rekstur verslunar í Búðar­dal. Sveitar­stjórn hefur skorað á Sam­kaup að opna þar dag­vöru­verslun í stað Kram­búðarinnar. For­svars­menn Sam­kaupa segja reynsluna kenna þeim að ekkert nema tap fáist af slíkum rekstri. Þeir ætla samt að funda með sveitar­stjórn á mið­viku­dag.

Innlent
Fréttamynd

Svo gaman: „Ég vakna upp alveg skelfingu lostin á hverjum morgni!“

„Um tíma ætlaði ég í lækninn. Eftir að ég skildi við barnsföður minn ákvað ég síðan að fara í lögfræðina. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég ætlaði mér að verða rík. Einhleyp með þrjú lítil börn og svona,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir rekstrarstjóri Wolt og skellihlær.

Atvinnulíf