Verslun

Fréttamynd

Er­lend þjófagengi herja á verslanir

Erlend þjófagengi herja á verslanir hér á landi en á síðasta ári var stolið fyrir fjóra milljarða í matvörubúðun. Þá hafa eldri konur orðið sérstaklega fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum í verslunum.

Innlent
Fréttamynd

Hafa rúmir opnunar­tímar á­hrif á verð­lag?

Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir það mjög furðulegt ef matvöruverslanir myndu ekki stytta opnunartíma sína ef það gæti gert þeim kleift að lækka verð á matvörum. Hún telur það áhugavert álitamál og bendir á að matvöruverslanir eru með rúman opnunartíma hér á landi.

Neytendur
Fréttamynd

Fjögur í varð­haldi vegna inn­brota í Elko

Fjögur voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna innbrota í tvær verslanir á höfuðborgarsvæðinu seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Auk þeirra eru þrjú í haldi. Öll eru þau erlendir ríkisborgarar.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn í tvær verslanir sömu nóttina

Brotist var inn í verslanir Elko í Lindum og Skeifunni í nótt og farsímum stolið. Unnið er að því að komast að fjölda þeirra síma sem voru teknir, og að gera þá óvirka. Framkvæmdastjórinn segir engan símaskort í uppsiglingu þrátt fyrir innbrotið.

Innlent
Fréttamynd

Mammon hefur náð líf­eyris­sjóðum á sitt band

Hagkaup hefur hafið sölu á áfengi í gegnum vefverslun. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þú verslar ostinn og mjólkina. Jú þú getur verslað allan sólahringinn í Skeifunni.

Skoðun
Fréttamynd

Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi

Sólin skein á kaffiþyrsta gesti í opnun verslunarinnar Sjöstrand á Íslandi við Borgartún í Reykjavík síðastliðinn föstudag. Rýmið er fallega hannað í anda merkisins í stílhreinum ljósum og skandinavískum stíl.

Lífið
Fréttamynd

Vef­síðan hrundi innan tuttugu mínútna

Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hag­kaup hefur á­fengis­sölu í dag

Í dag opnar ný vefverslun með áfengi á léninu veigar.eu, í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þeir kaupa aðrar vörur til heimilisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Á meðan ég er ætlum við að vera ó­dýrust“

Framkvæmdastjóri matvöruverslunarinnar Prís segist sannfærð um tækifæri til að lækka matvöruverð hér á landi. Sindri Sindrason kíkti í kaffi til körfuboltakempunnar sem lofar lægsta verðinu meðan hún ráði þar ríkjum.

Lífið
Fréttamynd

Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryn­dísi Klöru

Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru.

Innlent
Fréttamynd

Ekki „blúss­and­i gang­ur“ á raf­vör­u­mark­að­i eins og gögn RSV gefi til kynn­a

Forstjóri Ormsson segir að gögn Rannsóknarseturs verslunarinnar, sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfi meðal annars til við mat á umfangi einkaneyslu þegar stýrivextir eru ákveðnir, séu röng. Þau gögn leiði í ljós að það sé „blússandi gangur“ í hagkerfinu en því sé hins vegar ekki fyrir að fara á rafvörumarkaði. Horfur séu á að tekjur Ormsson verði á pari milli ára, mögulega einhver aukning, en forstjóri félagsins segist óttast að Seðlabankinn sé að taka ákvarðanir út frá röngum gögnum.

Innherji
Fréttamynd

Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni

Forsvarsmenn Bónuss og Jysk hafa samið við Reiti um verslunarhúsnæði í Korputúni. Vegagerð er þegar hafin í nýju atvinnuhverfinu, sem rísa mun við Vesturlandsveg á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Svæðið tilheyrir Blikastaðalandi í Mosfellsbæ þar sem fyrirhuguð er umfangsmikil uppbygging nýs íbúðahverfis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvað má mangó kosta?

Í síðustu viku barst verslunum Krónunnar sending af mangó. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað mangóin voru frá Ísrael.

Skoðun
Fréttamynd

Lýðheilsuhugsjónin

Varhugaverð þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri í sölu og afhendingu áfengis hér á landi í formi netsölu. Um einkasölufyrirkomulag með áfengi á smásölustigi gilda lög. Markmið þeirra er að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist m.a. á bættri lýðheilsu, samfélagslegri ábyrgð og vernd ungs fólks.

Skoðun
Fréttamynd

„Prís­á­hrif“ í verð­bólgu­tölum

Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs.

Viðskipti innlent