Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við

Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum.

Innlent
Fréttamynd

Lyfjastofnun klár um leið og leyfi Moderna liggur fyrir

Búist er við því að bóluefni Moderna fái markaðsleyfi hér á landi á morgun og forstjóri Lyfjastofnunar gerir ráð fyrir að dreifing hefjist fljótlega. Íslendingar hafa samið um að fá skammta frá Moderna fyrir 64 þúsund manns.

Innlent
Fréttamynd

Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“

„Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudags­messum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“

Innlent
Fréttamynd

Tíu greindust innanlands í gær

Alls greindust tíu með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra voru í sóttkví. Þá greindust þrettán manns á landamærunum. Þrír þeirra reyndust með virkt smit, hjá hinum er beðið niðurstöðu mótefnamælingar.

Innlent
Fréttamynd

Landlægt útgöngubann kemur til greina í Englandi

Enn þarf að herða sóttvarnaraðgerðir í Englandi til að hægja á og stöðva dreifingu nýs afbrigðis nýju kórónuveirunnar þar í landi. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra landsins, í morgun en í gær voru tilkynnt tæplega 55 þúsund ný tilfelli og hafa rúmlega 75 þúsund manns dáið vegna faraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Einn greinst með breska afbrigðið innanlands

Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þar af er einn sem greindist innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum.

Innlent
Fréttamynd

Breska afbrigðið komið til Grikklands

Fjórir einstaklingar hafa greinst með hið svokallaða „breska afbrigði“ kórónuveirunnar í Grikklandi. Um er að ræða afbrigði sem talið er meira smitandi en flest önnur afbrigði veirunnar, og var uppgötvað í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

„Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“

„Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land í fimmta sæti yfir ríki þar sem flestir hafa verið bólu­settir

Ísland er sem stendur í fimmta sæti yfir þau ríki heims sem hafa bólusett flesta íbúa samkvæmt tölfræði sem Our World in Data, samstarfsverkefni á vegum Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, hefur tekið saman. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörunum segir að allt sé tilbúið fyrir aðra umferð bólusetningar hér á landi sem verður um eða upp úr miðjum þessum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti sjúk­lingurinn sem lagður er inn á sjúkra­hús vegna Co­vid-19

Í fyrsta sinn frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur nú þurft að leggja Covid-smitaðan einstakling inn á sjúkrahús á Grænlandi. Landlæknir Grænlands segir ástand sjúklingsins ekki vera alvarlegt, heldur sé um að ræða varúðarráðstöfun vegna undirliggjandi sjúkdóms viðkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Larry King á sjúkra­húsi vegna Co­vid-19

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King, hefur greinst með kórónuveiruna og hefur verið lagður in á sjúkrahús í Los Angeles. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum að hinn 87 ára King hafi verið lagður inn á Cedars-Sinai Medical Centre vegna einkenna Covid-19 fyrir rúmri viku.

Erlent
Fréttamynd

65 prósent Ís­lendinga segja öruggt að þeir muni þiggja bólu­setningu

Hátt í 92 prósent Íslendinga segja líklegt að þeir muni þiggja bólusetningu gegn covid-19. Ríflega 5 prósent segja það ólíklegt og um 3 prósent segja það hvorkilíklegt né ólíklegt. Þetta eru niðurstöður nýs þjóðarpúls Gallup. Af þeim sem sögðu ekki líklegt að þeir myndu þiggja bólusetningu sögðu flestir ástæðuna vera að þeir vildu bíða eftir að komin væri meiri reynsla á bólusetninguna og mögulegar aukaverkanir.

Innlent
Fréttamynd

„Óhjákvæmilegt“ að margir greinist á landamærum

Fjórir greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Mun fleiri, eða alls fjórtán greindust á landamærum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir fjölda smitaðra sem greindust á landamærum ekki koma á óvart, enda séu margir að snúa heim eftir að hafa varið jólunum í útlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur smit innanlands og fjórtán á landamærum

Fjórir greindust með covid-19 innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Vel yfir þúsund sýni voru tekin innanlands í gær. Mun fleiri, eða alls fjórtán greindust á landamærum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Áskoranir á nýju ári

Nýtt ár er runnið upp með fyrirheitum og vonum um batnandi tíð. Við blasir að kveða niður veiruna með fjöldabólusetningum og koma atvinnulífinu í fullan gang.

Skoðun