„Þetta bóluefni er mjög öruggt“ Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2021 20:05 Björn Rúnar Lúðvíksson, , yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði, segir ekkert benda til þess að meiri áhætta fylgi bóluefni Pfizer við kórónuveirunni en öðrum bóluefnum. Það sé gríðarlega mikilvægt að fólk láti bólusetja sig, enda muni það bjarga mannslífum. Nú þegar hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og ber þeim skylda til þess að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar. Alls hafa tíu slíkar tilkynningar borist, sem samsvarar um 0,5 prósent þeirra sem hafa verið bólusettir, en engin þeirra er alvarleg. Alls hafa því fimm þúsund fengið fyrri bólusetningu með því bóluefni sem kom hingað til lands rétt fyrir áramót. Að mati Björns er stórkostlegt að bólusetningar séu þegar hafnar hér á landi, innan við ári eftir að faraldurinn hófst á Íslandi. Vilja að ónæmiskerfið vakni „Varðandi tíðni þessara hliðarverkana að þá er þetta mjög lág tala. Í rannsóknunum sem þetta grundvallast á var talað um rétt um tvö prósent um allar mögulegar hliðarverkanir, og þetta eru einmitt vægar hliðarverkanir – raunverulega verkanir sem við erum hálfpartinn að vonast eftir,“ segir Björn. „Við viljum að ónæmiskerfið vakni til lífsins, fari af stað, myndi mótefni og það er bólgusvar sem fylgir því.“ Hann segir því ekkert óeðlilegt við það að fólk fái vægan hita og í verstu tilfellum vöðvaverki og flensulík einkenni, en þau eigi að ganga yfir á um það bil tveimur dögum. Það sé fátítt og í flestum tilfellum séu hliðarverkanir mjög vægar. „Þetta bóluefni er mjög öruggt, það bjargar mannslífum og ýmsum mögulegum fylgikvillum veikinnar. Það er alveg gríðarlega mikilvægt að fólk bólusetji sig.“ Frétt Stöðvar 2 um hliðarverkanir bóluefnisins má sjá hér að neðan, þar sem rætt er við Björn Rúnar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. 5. janúar 2021 18:30 Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Nú þegar hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og ber þeim skylda til þess að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar. Alls hafa tíu slíkar tilkynningar borist, sem samsvarar um 0,5 prósent þeirra sem hafa verið bólusettir, en engin þeirra er alvarleg. Alls hafa því fimm þúsund fengið fyrri bólusetningu með því bóluefni sem kom hingað til lands rétt fyrir áramót. Að mati Björns er stórkostlegt að bólusetningar séu þegar hafnar hér á landi, innan við ári eftir að faraldurinn hófst á Íslandi. Vilja að ónæmiskerfið vakni „Varðandi tíðni þessara hliðarverkana að þá er þetta mjög lág tala. Í rannsóknunum sem þetta grundvallast á var talað um rétt um tvö prósent um allar mögulegar hliðarverkanir, og þetta eru einmitt vægar hliðarverkanir – raunverulega verkanir sem við erum hálfpartinn að vonast eftir,“ segir Björn. „Við viljum að ónæmiskerfið vakni til lífsins, fari af stað, myndi mótefni og það er bólgusvar sem fylgir því.“ Hann segir því ekkert óeðlilegt við það að fólk fái vægan hita og í verstu tilfellum vöðvaverki og flensulík einkenni, en þau eigi að ganga yfir á um það bil tveimur dögum. Það sé fátítt og í flestum tilfellum séu hliðarverkanir mjög vægar. „Þetta bóluefni er mjög öruggt, það bjargar mannslífum og ýmsum mögulegum fylgikvillum veikinnar. Það er alveg gríðarlega mikilvægt að fólk bólusetji sig.“ Frétt Stöðvar 2 um hliðarverkanir bóluefnisins má sjá hér að neðan, þar sem rætt er við Björn Rúnar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. 5. janúar 2021 18:30 Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. 5. janúar 2021 18:30
Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05
Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58