Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Að vaxa út úr kreppu

Kreppa er orð sem vekur upp óþægileg hugrenningatengsl hjá flestum okkar. Hrunið er fólki enn í fersku minni og eftir mikið vaxtarskeið síðustu ár hér á landi stöndum við nú á ný frammi fyrir efnahagshremmingum.

Skoðun
Fréttamynd

Bróðir Jeremy Corbyn handtekinn

Piers Corbyn, eldri bróðir fyrrverandi leiðtoga breska Verkamannaflokksins Jeremy Corbyn, var á meðal þeirra fyrstu sem var handtekinn og sektaður á grundvelli nýrra laga.

Erlent
Fréttamynd

Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar.

Innlent
Fréttamynd

Möguleikar á milljarðastyrkjum til íslenskra fyrirtækja

Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris, segir að mikilvægt sé að íslensk fyrirtæki og stofnanir sem stundi nýsköpun átti sig á möguleikunum að sækja um styrki úr nýsköpunarsjóðum frá Evrópusambandinu, en einnig frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Eftir töluverðu sé að slægjast þar á bæ.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breytt heimsmynd

Þegar við Íslendingar stóðum frammi fyrir því fyrir sex mánuðum að Covid-19 veiran var komin inn í landið. Þá einhenti þjóðin sér eftir ráðleggingum þríeykisins og ákvörðun stjórnvalda að komast í gegnum þann „skafl, fár“ sem við okkur blasti. Síðan myndi „eðlilegt“ líf taka við.

Skoðun
Fréttamynd

Áhorfendur aftur heimilaðir á íþróttaviðburðum

Sóttvarnaryfirvöld hafa veitt heimild fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum með ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru að 2 metra reglan gildi milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og að ekki séu nema 100 manns að hámarki í stúku/stæð.

Innlent
Fréttamynd

Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi

Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum.

Erlent