
Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni
Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun.

1.539 greindust innanlands
1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 58 á landamærum.

Fjöldi inniliggjandi með Covid-19 óbreyttur milli daga
37 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.

27 íbúar greinst í hópsýkingu á Grund
27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga.

Varúð!
Það á til að gleymast í hita leiksins, að oflækningar smitsjúkdóma geta haft býsna alvarlegar aukaverkanir. Það er sömuleiðis engin ástæða til að skapa enn frekari fordæmi fyrir því að mjög takmörkuð neyð réttlæti víðtækar skerðingar á borgaralegum réttindum.

Svona var 196. upplýsingafundurinn vegna Covid-19
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála í faraldrinum á upplýsingafundi almannavarna í dag klukkan 11:00.

Leggja niður allar sóttvarnaaðgerðir í Danmörku
Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fallið verði frá öllum sóttvarnarráðstöfunum þar í landi frá og með næstu mánaðarmótum. Þetta þýðir að næturlífinu verða engar skorður settar, grímunotkun ónauðsynleg og svo fram eftir götunum.

Mun aftur svara fyrir veisluvöldin í breska þinginu í dag
Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum.

Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti
Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári.

Slaka á takmörkunum í Hollandi þrátt fyrir fjölda smitaðra
Yfirvöld í Hollandi hafa ákveðið að slaka á samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins þar í landi frá og með morgundeginum þrátt fyrir að enn sé mikill fjöldi að greinast þar í landi með veiruna.

Hefja klínískar rannsóknir á nýju ómíkron bóluefni
Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech munu hefja klínískar rannsóknir á sérstöku bóluefni gegn ómíkron afbrigði kórónuveirunnar en fyrirtækin tilkynntu um þetta í dag. Önnur fyrirtæki vinna nú sömuleiðis að þróun bóluefna gegn ómíkron.

Segir ljós við enda ganganna þrátt fyrir að mjög erfið staða blasi við
Víðir Reynisson segist uggandi yfir þeim breytingum sem voru kynntar í dag en telur engu að síður að um stórt og mikilvægt skref hafi verið að ræða. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstunni og þarf fólk að vera undir það búið. Hann sér þó fram á bjartari tíma í vor.

Ný veitingahús sitja í súpunni
Ekki þarf að fjölyrða um hversu erfitt rekstrarumhverfi veitingahúsa hefur verið á umliðnum tveimur árum þar sem samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími hafa hamlað rekstrinum svo um munar.

„Staðreyndin er sú að við stöndum núna í skólum með fáar eða litlar varnir“
Nokkur þúsund Íslendingar losna úr sóttkví á miðnætti þegar miklu vægari reglur um sóttkví taka gildi. Um helmingur þeirra sem nú eru í sóttkví eru börn en formaður Félags grunnskólakennara óttast að mörg börn muni veikjast á næstu dögum. Fáar sem engar varnir séu nú í skólum landsins.

Þúsundir í einangrun með óvirkt smit?
Ég spurði heilbrigðisráðherra á Alþingi fyrir fimm dögum hvers vegna staðið væri að skimunum á landamærum og innanlands með mismunandi hætti.

Brúðguminn greindist með Covid nokkrum dögum fyrir brúðkaupið
Samfélasmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda giftist Markusi Bande við litla og fallega athöfn í ráðhúsinu í Þýskalandi um helgina þar sem tíu manna samkomutakmarkanir voru í gangi. Ellefu dögum fyrir brúðkaupið greindist Markus með Covid og við tóku taugatrekkjandi dagar í von um að Katrín myndi sleppa við veiruna svo ekki þyrfti að fresta brúðkaupinu.

Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví
Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag.

Þríeykið verður á upplýsingafundi á morgun
Þríeykið mætir enn og aftur til leiks á upplýsingafundi á morgun en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknir hafa boðað til fundar klukkan ellefu.

Hálfur milljarður í menningargeirann
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun um hálfs milljarðs króna framlag til menningargeirans vegna áhrifa sem hann hefur orðið fyrir vegna Covid-19 faraldursins.

Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag.

Björgvin Páll greindist aftur og Elliði kominn með veiruna
Björgvin Páll Gústavsson og Elliði Snær Viðarsson fengu jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi í morgun. Þeir bíða eftir niðurstöðu PCR-prófs.

Miklar breytingar á sóttkví
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát.

Lögreglan rannsakar Borisar-boðin
Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum.

1.558 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri
1.558 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 55 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst innanlands á einum sólarhring hér á landi frá upphafi faraldursins, en fyrri metdagur var 30. desember síðastliðinn þar sem 1.553 greindust innanlands.

Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu
Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku.

37 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19
37 sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.

Andlát vegna Covid-19
Karlmaður á áttræðisaldri lést vegna Covid-19 á gjörgæslu Landspítalans í gær.

Ógilti grímuskyldu sem ríkisstjóri hafði sett upp á sitt eindæmi
Dómari í New York ríki ógilti í gærkvöldi grímuskyldu sem ríkistjórinn hafði sett upp á sitt eindæmi og gilti víða um ríkið.

Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar
Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta.

Hálfdapurleg viðtöl úr fyrri hálfleik í Laugardalshöll
Bjartsýnin réð ríkjum þegar nokkur fjöldi fólks var bólusettur yfir leik landsliðsins gegn Króötum í dag. Enda lokaði í bólusetningunni í hálfleik.