Lífið

Fréttamynd

Óvænt niðurgreiðsla skýrslunnar

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er rannsóknarskýrslan mest selda ritið á Íslandi í dag. Óneitanlega er hins vegar komin svolítið sérstök staða upp á bókamarkaðinum. Rannsóknarskýrslan er gefin út af Alþingi sem er auðvitað ekki bókaútgefandi en hins vegar eru þess mýmörg dæmi að fólk noti bókaávísunina sem heimili landsins fengu senda frá Félagi bókaútgefenda og bóksala í þessari viku til að kaupa skýrsluna. Þannig að bókaútgefendur og bóksalar eru farnir að niðurgreiða skýrsluna sem gefin er út af aðila sem tilheyrir hvorugu félaganna.

Lífið
Fréttamynd

Nýtt lag frá Eminem

Rapparinn Eminem hefur sent frá sér nýtt smáskífulag sem nefnist Not Afraid. Lagið verður að finna á væntanlegri plötu hans, Recovery, sem kemur út 21. júní.

Tónlist
Fréttamynd

Ísafoldarkvartett með tónleika

Ein af ungu grúppunum sem starfa hér á landi úr klassíska geiranum er Ísafoldarkvartettinn sem er skipaður þeim Elfu Rún Kristinsdóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Þórarni M. Baldurssyni og Margréti Árnadóttur. Hann hefur leikið saman frá stofnun Kammersveitarinnar Ísafoldar árið 2003 og er sprottinn úr því frjósama umhverfi og samstarfi sem kammersveitin hefur reynst. Kammersveitin Ísafold hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2008 sem flytjandi ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar og sama ár var hún valin Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar.

Tónlist
Fréttamynd

Gosið stoppaði Yesmine

„Nei, ég komst ekki út á hátíðina. Mér þótti það mjög leiðinlegt en á sama tíma var þetta kannski ekki svo slæmt því ég gat slappað aðeins af og eytt tíma með fjölskyldunni,“ segir Yesmine Olsson sem átti að fara til London fyrr í mánuðinum til að kynna matreiðslubók sína, Framandi og freistandi – indversk og arabísk matreiðsla.

Lífið
Fréttamynd

List án landamæra blífur

Yfir fimmtíu viðburðir eru á dagskrá hátíðarinnar List án landamæra sem er sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

Lífið
Fréttamynd

Gósentíð handboltarokkara

Svokallaðir handboltarokkarar eiga gósentíð í vændum miðað við þær plötur sem líta nú dagsins ljós hver á fætur annarri.

Tónlist
Fréttamynd

Hver þolir dagsljósið?

Elísabet Brekkan gagnrýnandi var hrifin af Glerlaufunum og segir þau klassíska, litla vel sagða sögu í leikmynd sem hentaði innihaldinu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Bubbi er kolbrjálaður

Ísland í dag fór á stúfana og tók saman stórskemmtilega Nærmynd af Bubba Morthens þar sem talað er við fjölda fólks og farið yfir ferilinn.

Lífið
Fréttamynd

Vill líkjast Kurt Cobain

Taylor Momsen í Gossip Girl hefur gjarnan verið líkt við Courtney Love en hún vill frekar líkjast Kurt Cobain.

Lífið