Skoðanir

Fréttamynd

Fleira fólk – færri bílar

Yfirlýstur tilgangur með lokun á hluta Laugavegs fyrir bílaumferð síðasta sumar var að efla mannlíf og verslun við götuna. Óhætt er að segja að það hafi tekist vonum framar. Stemningin á Laugaveginum milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs í júlí var í einu orði sagt frábær.

Skoðun
Fréttamynd

Ég er rasisti

Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er í dag, 21. mars. Í ár hefst Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti líka í dag. Það hljómar kannski öfugsnúið, en eitt af verkefnunum sem við stöndum frammi fyrir til að útrýma kynþáttamisrétti er að útrýma orðinu kynþáttur.

Skoðun
Fréttamynd

Samráð heilbrigðisstarfsfólks við foreldra

Á 66. þingfundi Alþingis þann 12. mars sl. voru til umræðu kynheilbrigðismál ungra Íslendinga. Þar svaraði velferðarráðherra fyrirspurn frá þingmanni um hvað yrði gert til að efla kynheilbrigði í ljósi niðurstöðu skýrslu starfshóps ráðherrans, sem kom út í september 2011.

Skoðun
Fréttamynd

Árans umhverfisreglugerðirnar

Sérákvæði sem gilt hafa fyrir eldri sorpbrennslustöðvar hafa nú verið felld úr gildi. Það þýðir að fyrir næstu áramót er öllum sorpbrennslustöðvum á Íslandi gert að uppfylla kröfur sem gerðar eru til sambærilegrar starfsemi annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjálfshól embættismanns

Sumir telja sjálfshól betra en ekkert hól. En oftar en ekki er ástæða til þess að hrósið lætur á sér standa.

Skoðun
Fréttamynd

Samfélag tómu tunnanna

Á dögunum fór ég í sjálfskipað frí frá fjölmiðlaumræðunni. Dvaldi fjarri dægurþrasinu um hríð og vissi ekkert hvaða þingmaður ásakaði kollega sinn í það skiptið fyrir það að vinna markvisst að tortímingu Íslands, eða eitthvað þaðan af verra. En það er allt í lagi, allt þetta beið mín þegar ég sneri á ný til hins siðaða samfélags samfélagsumræðunnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Kæri borgarfulltrúi - hver er þín skoðun?

Það er sérstakt að nú tveimur mánuðum áður en þú þarft að taka ákvörðun – óafturkræfa ákvörðun – veit almenningur ekkert hvað þú vilt, hvað þú telur best fyrir okkur borgarbúa, hvernig þín sýn er fyrir alla framtíð. Oft hef ég fengið að vita afstöðu minna fulltrúa í einstökum málum og verið sammála eða ósammála.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðaþjónusta: Atvinnugrein eða móttökunefnd?

Nýlegar fréttir um að tekjur af þjónustu við erlenda ferðamenn hér á landi hafi staðið í stað undanfarin þrjú ár vekja athygli. Mörg undanfarin ár hefur það verið lenska að birta með jöfnu millibili tölur um fjölda ferðamanna og um aukinn fjölda þeirra, en minna hefur farið fyrir upplýsingum um hvaða fjármuni þeir eru að skilja eftir í íslensku efnahagslífi. Það, að tekjur af ferðamönnum skuli standa í stað þrátt fyrir mikla aukningu á fjölda þeirra sem hingað koma, hlýtur að vera mikið áhyggjuefni og er sennilega birtingarmynd af innanhússvanda í ferðaþjónustunni, það að ekki megi innheimta gjald fyrir komu og veitta þjónustu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Við getum einnig velt fyrir okkur hvort stóraukið sætaframboð lággjaldaflugfélaga hingað til lands verði til þess að hingað komi ferðamenn sem hafi minna milli handanna og spari við sig í hvívetna.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki bara dós af þorsklifur

Innan um fallega steina á stofuhillunni minni – nokkrar fjölskyldumyndir og fleiri persónulega muni – má finna dós af niðursoðinni þorsklifur. Dósina fékk ég að gjöf frá Igor Katerinitsjev sem ég kynntist nýlega á ferðalagi um eyjuna Senja, sem liggur úti fyrir strönd Norður-Noregs.

Bakþankar
Fréttamynd

Samvizka heimsins rumskar

Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag kvað upp sinn fyrsta dóm í síðustu viku, yfir kongóska stríðsherranum Thomas Lubanga. Hann var fundinn sekur um að hafa rænt fjölda barna og þvingað þau til að taka þátt í hernaði og ýmiss konar grimmdarverkum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Virkjanir í Þjórsá

Það var stórt skref í sögu mannkynsins þegar því tókst að beisla eldinn og hefur þeim sem það gerðu tæplega órað fyrir hve stórt skref var þar með búið að stíga til framþróunar. Sama má segja um þegar mönnum tókst í fyrsta sinn að virkja orku rennandi vatns, hvort heldur sem var til að framkvæma vinnu, eða til að hafa stjórn á hvernig það rynni um jörðina sem þeir voru að yrkja. Þannig hefur það alla tíð verið, frá því maðurinn náði þeim áfanga að smíða sér fyrstu verkfærin, að eitt hefur rekið annað á framfarabraut:

Skoðun
Fréttamynd

Baráttan við refsileysi skilar árangri

Kynferðislegt ofbeldi í hernaði er alvarlegt mein sem bitnar á milljónum manna um allan heim. Eitt stærsta viðfangsefnið í mannréttindabaráttu í heiminum er að binda enda á skipulagða beitingu kynferðislegs ofbeldis í styrjaldarátökum. Skýrsla framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til Öryggisráðsins 23. febrúar markar tímamót því þar eru í fyrsta skipti nafngreindir einstaklingar sem gerst hafa sekir um kynferðislegt ofbeldi í hernaði. Birting lista yfir þessa einstaklinga, er nýjasta vopn Öryggisráðsins til að vinna bug á refsileysi og kröftug yfirlýsing þess efnis að þeir sem láti kynferðislegt ofbeldi líðast, brjóti með því alþjóðalög.

Skoðun
Fréttamynd

Garðyrkjan og rafmagnskostnaður

Frá því að efnahagshrunið varð hér á landi hefur dreifingarkostnaður rafmagns til garðyrkjubænda aukist langt umfram það sem talist getur eðlilegt. Garðyrkjubændur hafa látið taka saman gögn um þróun verðs á rafmagni frá 2005 í samanburði við vísitölu neysluverðs. Á tímabilinu hækkaði vísitalan um 62%. Orkan hækkaði um 30% en dreifing í þéttbýli um 87% og í dreifbýli 105%!

Skoðun
Fréttamynd

Sorann úr hillunum!

Ein af mikilvægustu ríkisstofnununum er Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Hún hefur ekki bara einkarétt á að selja okkur áfengar veigar, heldur passar hún líka að fólk fái ekki ranghugmyndir um leið og það neytir þeirra eða taki upp á einhverri vitleysu annarri en þeirri sem sjálfur vínandinn kemur inn hjá því.

Fastir pennar
Fréttamynd

Með skítinn upp að hárlínu

Einu sinni var það regla frekar en undantekning að fólk ritaði skoðanir sínar á vefsíður undir dulnefni. Það voru ömurlegir tímar. Svo kom Facebook til sögunnar og kynnti sérstaka tengingu við vefsíður, sem gerir fólki kleift að nota aðgang sinn að samskiptasíðunni til að rita ummæli undir fullu nafni. Vissulega var það mikið framfaraskref, en þegar ummælakerfi fréttasíða eru skoðuð sést að þau eru lítið annað en sorglegur vitnisburður um tilraun sem mistókst.

Bakþankar
Fréttamynd

Vitlaus eða vitiborin þjóð?

Skiptar skoðanir virðast vera um hvort bera á texta stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum á sumri komandi. Einn af höfundum textans segir að þeir sem andmæla því líti svo á að þjóðin sé of heimsk til að fjalla um svo flókin mál.

Skoðun
Fréttamynd

Nýja Norðrið

Lega Íslands er auðlind vegna þeirrar aðstöðu og tækifæra, sem hún býður upp á. Íslendingar verða að nýta sér tækifærin í framtíðinni sem uppbyggingin í Nýja Norðrinu mun skapa. Þess vegna er Nýja Norðrið einn af hornsteinum í utanríkisstefnu stjórnmálahreyfingarinnar Hægri grænna, flokks fólksins. Íslendingar eru smátt og smátt að gera sér grein fyrir þeim gríðarlegu tækifærum sem uppbygging og umsvif á norðurslóðum munu skapa okkur á komandi áratugum.

Skoðun
Fréttamynd

Ég er nammigrís

Kæra dagbók. Ég heiti Lísa og er nammigrís. Ég elska að borða nammi og drekka gos. Foreldrar mínir reyna stundum að grípa í taumana og hafa hemil á mér en ég er lagin við að ná mínu fram. Til dæmis um daginn þegar mamma var úti að versla og pabbi að horfa á enska boltann. Ég fór að suða í pabba um sælgæti en hann var svo æstur yfir leiknum að hann veitti mér enga athygli. Ég hélt áfram því ég vissi af góðgæti uppi í eldhússkáp en pabbi virtist algerlega heyrnarlaus. Þegar fyrri hálfleikur var að enda gat ég ekki meir. Tárin tóku að streyma niður kinnar mínar. Að lokum var ég farin að hágráta og eftir því sem pabbi hækkaði í sjónvarpstækinu hækkaði grátur minn en skyndilega stökk hann fram í eldhús og kom til baka með fullan poka af súkkulaði og karamellum. Ég brosti gegnum tárin.

Skoðun
Fréttamynd

Í tilefni dags tónlistarskólanna

Stórvirki sem unnin voru fyrir nær hálfri öld og fólust í því að efla menningarlíf á Íslandi eru flestum gleymd, þó hafa þau auðgað daglegt líf okkar og eru nú talin sjálfsögð. En er nokkuð sjálfsagt? Hollt er að rifja upp að fátt verður til af sjálfu sér. Menningarsókn dr. Gylfa Þ. Gíslasonar og Vilhjálms Hjálmarssonar, þáverandi menntamálaráðherra sem beittu sér fyrir löggjöf um tónlistarmenntun á Íslandi á 7. og 8. áratug síðustu aldar, ber vott um framsýni þessara merku stjórnmálamanna sem svöruðu kalli tímans með því að greiða börnum og fullorðnum leið að iðkun tónlistar og innihaldsríkara lífi.

Skoðun
Fréttamynd

Nýi Landspítalinn: "Heldur þann versta…“

Flestum mun kunnugt um að fyrir liggja áætlanir um að byggja upp nýjan Landspítala við Hringbraut. Nefndir hafa verið aðrir möguleikar á staðsetningu t.d. Vífilsstaðir, Keldnaholt og fleiri en ekki hefur verið léð máls á þeim tillögum. Undirrituð og fleiri hafa bent á að staðarvalið sé stór mistök ekki síst með hliðsjón af umferð. Miklabrautin/Hringbrautin og Bústaðavegur eru sennilega mestu umferðargötur höfuðborgarinnar og mikill farartálmi bæði í nútíð og framtíð.

Skoðun
Fréttamynd

Af vondum pólitíkusum og venjulegu fólki

Ég er þriggja barna móðir, amma og stjúpmóðir úr Kópavoginum. Ég hef varið megin hluta starfsævinnar í að kenna börnum við grunnskóla í Kópavogi. Núna starfa ég sem verkefnastjóri við samtök sem vinna að mannréttindum barna.

Skoðun
Fréttamynd

Bullhagfræði lýðskrumaranna

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, skrifaði rökfasta grein hér í blaðið í gær þar sem hann útskýrði í einföldu og auðskildu máli hvernig allar hugmyndir um almenna niðurfærslu skulda leiða til sömu eða svipaðrar niðurstöðu; að reikningurinn verði sendur skattgreiðendum og/eða lífeyrisþegum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Áfram eilífðarsmáblóm!

Á öskudaginn kvað við nýjan tón þegar æska landsins þrammaði hásyngjandi fram hjá eldhúsglugganum hjá mér. Eða eiginlega eldgamlan. Ég átti von á Bjarnastaðabeljunum, þrautreyndum þjóðsöng öskudagsins síðan elstu menn og konur muna, nú eða kannski Krummi krunkar úti, Maístjörnunni, eða Stattu upp með Bláum ópal. En þetta var ekkert af opinberum tónlista þess eina dags ársins þegar börn fá hið dýrmæta tækifæri til að verða sér úti um sælgæti í sekkjavís með því að hefja upp raust sína og láta í sér heyra.

Bakþankar
Fréttamynd

Ísland sjálfbært sólarland

Íslensk garðyrkja keppir við sólina í suðurlöndum. Til þess að geta ræktað tómata, agúrkur, káltegundir, papríkur, skrautblóm og hvað það allt nú heitir notar íslensk garðyrkja orkuna úr vatnsföllum og jarðhita íslenskrar jarðar til þess að keppa við sólina í suðurlöndum – sem er víst ókeypis þar.

Skoðun
Fréttamynd

Þingið sem treysti sér ekki

Stjórnarskrá Íslands verður ekki breytt nema með samþykki tveggja þinga með kosningum á milli. Það vald verður að óbreyttu ekki framselt annað. Né heldur er hægt að framselja ábyrgðina af því að vandað sé til verksins, þótt þingið kunni að langa til þess.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýtum visku og hæfileika kvenna

Árið 2011 var merkisár hjá landsnefnd UN Women á Íslandi. Þetta var fyrsta starfsár UN Women á Íslandi, þar sem UNIFEM varð að UN Women um áramótin 2010-2011. Þá var ákveðið að halda fjáröflunar- og vitundarvakningarviku í annað sinn, svokallaða „Fiðrildaviku“, sem tókst með glæsibrag. Einnig framleiddi landsnefndin sérstakar UN Women töskur með dyggri aðstoð hönnuðanna Kötlu Rósar Völudóttur og Ragnars Más Nikulássonar, sem vöktu mikla athygli og hreinlega fuku út. Í lok árs 2011 gat UN Women á Íslandi með stolti aukið framlag sitt til verkefna víða um heim um 140% frá fyrra ári.

Skoðun
Fréttamynd

Ofurskattur á samgöngum

Á dögunum birti Capacent niðurstöður úr könnun um ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins er gerð var á tímabilinu október til desember 2011. Könnunin er um margt athyglisverð og gefur glögga mynd af ferðamáta almennings bæði á haustmánuðum sem og í samskonar könnun er gerð var í febrúar 2002. Það sem kemur ekki á óvart er að liðlega 76% aðspurðra sinna sínum daglegu erindum á einkabílnum.

Skoðun
Fréttamynd

Ótal tækifæri

Sjö fyrirtæki sem eru beint eða óbeint, að hluta eða í heild í eigu Landsbankans verða skráð í Kauphöll Íslands á næstu misserum, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Þá hefur Steinþór Pálsson, forstjóri bankans, sagt að hugsanlegt sé að bankinn sjálfur verði skráður á markað á þessu ári og þá væntanlega minnihluti í honum seldur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gullöld mannsins

Við lifum lengsta frið frá stríðum stórvelda frá því stærri ríki tóku að myndast fyrir þúsundum ára. Það eru nær sjötíu ár frá því að stórveldum heimsins laust síðast saman í styrjöld. Milljónir hafa fallið vegna stríðsátaka á þessum tíma en heimurinn hefur ekki þurft að þola styrjaldir stórvelda um forustu í heiminum eða yfirráð á einstökum svæðum hans. Þessar fimmtíu aldir frá því Súmerar fóru að skrifa hluti hjá sér voru allar með öðrum hætti.

Fastir pennar