Vitlaus eða vitiborin þjóð?
Í reynd víkur þessu alveg öfugt við. Með réttu ber að líta svo á að það sé vanvirðing við þjóðina að leggja mál í dóm hennar ef þau eru ekki nægjanlega vel undirbúin. Ef ágreiningsefni er ekki lagt með nægjanlega skýrum hætti fyrir dómstóla er það ekki tekið til dóms. Enginn heldur því fram að sá háttur sé hafður á vegna heimsku dómaranna.
Ástæðulaust er að sýna dómstóli þjóðarinnar minni virðingu að þessu leyti en almennum dómstólum. Þrætubókarstílbrögð um hitt hvort þjóðin er vitlaus eða vitiborin koma hugmyndum um nýja stjórnarskrá ekkert við. Ákvörðun um þjóðaratkvæði byggist á mati á því hvort álitaefnið er fullreifað eða vanreifað.
Í fyrra krafðist forsætisráðherra þess að Alþingi tæki til afgreiðslu frumvarp að nýjum fiskveiðistjórnarlögum áður en sérfræðingar sem ríkisstjórnin sjálf hafði kallað til gætu sagt álit sitt á efnahagslegum áhrifum þess. Þjóðaratkvæði var hótað ef þetta gengi ekki eftir. Öll andmæli voru dæmd sem sérhagsmunaþjónkun við útgerðarmenn.
Það var aðeins vegna þess að jafn gráum leik og málþófi var beitt að álit sérfræðinganna fékk að líta dagsins ljós. Eftir það datt engum í hug að samþykkja frumvarpið. Það reyndist andstætt þjóðarhagsmunum. Nú er stjórnarskrármálið í sama farvegi.
Vitibornir eða vitlausir þingmenn?
Þrjú ár eru frá því að ríkisstjórnin lýsti yfir því að endurskoðun stjórnarskrárinnar væri nauðsynleg. Alþingi hefur haft hugmyndir stjórnlagaráðs til skoðunar í meira en hálft ár. Samt er staða málsins sú að ríkisstjórnin hefur ekki enn sagt eitt aukatekið orð um það hvernig hún telur að breyta eigi stjórnarskránni.
Þeir sem forystu hafa fyrir málinu á Alþingi hafa sett lok á efnislegar umræður um hugmyndir stjórnlagaráðs. Þeir hafa látið hjá líða að láta greina hugmyndir þess. Ekki hefur verið óskað eftir lögfræðilegu mati, ekki stjórnmálafræðilegu mati og ekki hagfræðilegu mati. Þá hefur enginn þingflokkur tekið afstöðu eða flutt eigin tillögur.
Forseti Íslands er sá eini sem rætt hefur hugmyndir stjórnlagaráðs efnislega á Alþingi. Það gerði hann við þingsetningu á liðnu hausti. Þar taldi hann að hugmyndir stjórnlagaráðs færðu honum og eftirmönnum hans stóraukin völd. Flestir stjórnlagaráðsmenn hafa andmælt þessari túlkun. Margir lögfræðingar líta svo á að forsetinn hafi nokkuð til síns máls.
Hvað þýða þá hugmyndirnar? Meirihluti Alþingis vill ekki svara því. Hann hefur falið skrifstofustjóra Alþingis að segja þjóðinni til um hvað í hugmyndunum felst. Skrifstofustjórinn er mætur maður en hefur ekki umboð til að túlka hugmyndir sem Alþingi hafa borist og það ekki tekið afstöðu til.
Þegar skrifstofustjórinn á að skýra hvort þeir sem vilja texta eins og forsetinn skilur hann eigi að segja já eða nei er hætt við að jafnvel þeim spaka manni vefjist tunga um tönn. Hann verður þá að snúa sér til Alþingis og biðja um afstöðu þess. Þetta er þó einfaldasta álitaefnið af hundrað en segir þá sögu eina að málið er vanreifað. Það er vanvirðing við þjóðina að leggja það þannig í dóm hennar.
Hví fær þjóðin ekki úrslitavald?
Þjóðaratkvæði í sumar snýst ekki um að færa stjórnarskrárvaldið til fólksins. Ætlunin er aðeins að fá óskuldbindandi álit á hugmyndum sem verulegur vafi leikur á hvað þýða í raun og veru. Eftir það getur tvennt gerst:
Annað er að þingmenn taki niðurstöðuna og túlki hana þá með sínum hætti og endurskrifi textann. Hitt er að þeir ómaki sig ekki á því heldur samþykki textann óbreyttan og láti dómstólum eftir að ákveða hver raunveruleg stjórnskipun er í landinu. Þetta heitir að spila með fólk en á lítið skylt við hugmyndir um að færa valdið til fólksins.
Eigi að færa þjóðinni vald í raun og veru þarf Alþingi sjálft að gera upp við sig hvernig stjórnarskrá það vill fá. Það þarf að koma sér saman um texta sem ekki er ágreiningur um hvað merkir. Síðan þarf Alþingi eða meirihluti þess að hafa kjark til að leggja þann ávöxt eigin dómgreindar í dóm þjóðarinnar.
Sjálf gildistaka stjórnarskrárinnar verður þannig háð samþykki fólksins í landinu. Þá reynir á þá pólitísku leiðsögn sem þingmenn buðu sig fram til að gegna og taka laun fyrir. Er ástæðan fyrir klúðrinu sú að þingmenn þora ekki að leggja dómgreind sína undir úrslitavald kjósenda?
Skoðun
Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum?
Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Aðeins það sem er þægilegt, takk
Hjördís Sigurðardóttir skrifar
Sama tóbakið
Skúli S. Ólafsson skrifar
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum
Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Lögheimili á landsbyggðinni
Bragi Þór Thoroddsen skrifar
Enn af umræðunni um dánaraðstoð
Henry Alexander Henrysson skrifar
Hefur sala á rafbílum hrunið?
Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar
Rasismi á Íslandi
Snorri Ásmundsson skrifar
Vandræðagangur í Vatnsmýrinni
Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar
Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks
Matthildur Björnsdóttir skrifar
Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga
Reynir Böðvarsson skrifar
Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar
Svanur Guðmundsson skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar
Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar
Pólitíkin þá og nú
Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar
Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Gagnlegar símarettur
Davíð Már Sigurðsson skrifar
Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis
Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar
Gerviverkalýðsfélagið Efling
Aðalgeir Ásvaldsson skrifar
Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf
Inga Minelgaite skrifar
Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi
Matthildur Bjarnadóttir skrifar
Með styrka hönd á stýri í eigin lífi
Árni Sigurðsson skrifar
Hjólað inní framtíðinna
Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn.
Stefán Jón Hafstein skrifar
Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð
Sara María Júlíudóttir skrifar
Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Upprætum óttann við óttann
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar
Hér er kona, um konu…
Vilborg Gunnarsdóttir skrifar