Valur

Fréttamynd

Gylfi Þór orðinn leik­maður Vals

Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val

Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bræðurnir spila sinn fyrsta lands­leik: „Gott að geta rifist aftur“

Benedikt Gunnar Óskarsson átti sannkallaðan draumadag á laugardag þegar hann varð bikarmeistari í handbolta, skoraði 17 mörk í úrslitaleiknum og var svo boðinn velkominn í landsliðið strax eftir leik. Bróðir hans, Arnór Snær, er einnig mættur til Aþenu þar sem þeir munu spila sína fyrstu landsleiki gegn Grikklandi á næstu dögum.

Handbolti
Fréttamynd

Draumastarf Arnars er í Aþenu

Arnar Grétarsson ætlar sér að gera Valsmenn að Íslandsmeisturum í fótbolta í sumar. Hann dreymir hins vegar einnig um að taka einn daginn við gríska stórliðinu AEK Aþenu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vals­menn í við­ræðum við Gylfa

Líkurnar virðast sífellt aukast á því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili á Íslandi í sumar, í fyrsta sinn á löngum meistaraflokksferli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það fór bara allt inn“

Valur vann tólf marka sigur gegn ÍBV 31-43 í úrslitum Powerade-bikarsins. Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, fór hamförum og skoraði 17 mörk.

Sport
Fréttamynd

Thea: Tapið í fyrra sat í okkur allt árið

Thea Imani Sturludóttir var markahæst hjá Val þegar liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni í dag. Valur vann 25-22 sigur á Stjörnunni og Thea skoraði fimm mörk í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

„Stelpurnar stóðust pressuna“

Valur vann þriggja marka sigur gegn Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins árið 2024. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með bikarmeistaratitilinn.

Handbolti
Fréttamynd

Gylfi æfir með Vals­mönnum

Gylfi Þór Sigurðsson verður með Valsmönnum í æfingabúðum á Spáni sem ýtir enn frekar undir orðróminn um að hann verði með Valsliðinu í Bestu deild karla í fótbolta í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Meiðsli Alexanders metin í dag: „Gat ekki gengið en vildi spila“

Vals­menn bíða eftir því að fá frekari fregnir af reynslu­boltanum Alexander Pe­ter­sson sem meiddist á ökkla í fyrri hálf­leik í undan­úr­slita­leiknum gegn Stjörnunni í gær. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir ó­lík­legt að Alexander verði með liðinu í úr­slita­leik bikarsins gegn ÍBV á laugardag.

Handbolti