Valur

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 26-35 | Þægilegur sigur Vals fyrir norðan

Valur vann afar sannfærandi sigur á KA mönnum á Akureyri í dag. Heimamenn sáu aldrei til sólar. Lokatölur 26-35 þar sem gestirnir léku á alls oddi. Leikurinn var liður í fimmtu umferð Olís deildar karla. Fyrir leikinn hafði gengi liðanna í deildinni verið ólíkt. Valur unnið fyrstu fjóra leiki mótsins á meðan KA hafði unnið tvo leiki en síðan tapað tveimur leikjum.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn: Flestir þættir sem tikkuðu í dag

„Við vorum frábærir strax frá byrjun. Björgvin var geggjaður í markinu og við gengum eiginlega bara á lagið. Við vissum að KA menn yrðu brothættir í dag þar sem þeir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð þannig það var sterkt að byrja þetta svona vel. Menn héldu bara áfram og lögðu klárlega grunninn að þessu í fyrri hálfleik. Við hefum meira segja geta verið meira yfir í hálfleik,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals eftir níu marka sigur á KA mönnum í KA heimilinu í dag.

Handbolti
Fréttamynd

„Bjartsýni að halda að ég gæti spilað núna“

Elín Metta Jensen hefur misst af byrjun fyrstu undankeppni íslenska landsliðsins í fótbolta undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, vegna meiðsla. Hún treystir á liðsfélaga sína í kvöld og segir Ísland með sterkara lið en Tékkland.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 81-77  | Kaflaskiptur leikur er Valur sigraði Grindavík eftir spennandi lokakafla

Valsmenn náðu í sinn fyrsta sigur í Subway deild karla þegar þeir lögðu Grindavík að velli 81-77 í kaflaskiptum leik sem varð spennandi í lokin eftir að ekkert benti til þeirrar þróunar lengi vel í seinni hálfleik. Bæði lið eru þá komin með tvö stig í pokann góða en það voru batamerki á leik þeirra beggja úr síðustu umferð.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við verðum að taka til og hagræða“

„Við vorum með stóran hóp og mikla umgjörð, og við verðum að taka til og hagræða,“ segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Ljóst er að karlalið Vals kveður að minnsta kosti fimm leikmenn eftir vonbrigðatímabil og mikil óvissa ríkir um markvörðinn Hannes Þór Halldórsson.

Íslenski boltinn