FH

Fréttamynd

Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu

FH vann 2-0 sigur í Kaplakrika í gærkvöldi þegar liðið tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Kjartan Kári Halldórsson átti stoðsendinguna í báðum mörkunum, sem „Halli og Laddi“, eða Björn Daníel Sverrisson og Sigurður Bjartur Hallsson, skoruðu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gat tínt til fjölmargt jákvætt í leik lærisveina sinna eftir 3-1 sigur liðsins gegn Skagamönnum í botnbaráttuslag liðanna uppi í Skipaskaga í kvöld. Til að mynda skyndisóknir liðsins og markaskorun Kjartans Kára Halldórssonar sem reif fram markaskóna eftir markaþurrð það sem af er sumri. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Sjálfum okkur verstar”

FH tapaði 4-1 gegn Þrótti í 6. umferð Bestu deildar kvenna og var Guðni Eiríksson, þjálfari FH, ekki sáttur með frammistöðu liðsins. Hann ræddi við Vísi eftir leik og fór yfir það sem fór úrskeiðis.

Fótbolti