Besta deild karla

Fréttamynd

„Það er enginn að verja Ingvar“

Sérfræðingarnir í Stúkunni á Stöð 2 Sport voru allir sammála um það að löglegt mark hefði verið tekið af Keflvíkingum í gær þegar liðið tapaði gegn Víkingi í Bestu deild karla í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jón Þór: Sárt að vera svona slakir á þessum tímapunkti

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, sagði spilamennsku lærisveina sinna vera þá slökustu í sumar þegar liðið fékk 6-1 skell á móti FH í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. Umhugsanarefni væri hversu slakt hugarfar leikmenn hefðu mætt með í farteskinu til leiks. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Virkilega kærkomið”

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var loksins mættur á hliðarlínuna eftir fimm leikja bann og gat heldur betur brosað í leikslok eftir að lið hans sigraði topplið Breiðabliks, 2-1, á Greifavellinum á Akureyri í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári: Magnað afrek hjá Steven Lennon

Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, sagði mikilvægt fyrir leikmenn sína að svífa ekki upp til skýjanna þrátt fyrir frábæra frammistöðu og sannfærandi sigur FH-liðsins gegn Skagamönnum í fallbaráttuslag í Bestu deild karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: ÍBV-Fram 2-2| Allt jafnt í Eyjum

ÍBV tók á móti Fram á Hásteinsvelli í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið skorað í síðustu viðureign liðana sem endaði 3-3 og virtist engin breyting ætla að vera þar á í þessum leik. Guðmundi Magnússyni leið vel á sínum gamla heimavelli og skoraði tvö mörk fyrir Fram. Telmo Ferreira Castanheira og Alex Freyr Hilmarsson gerðu eitt mark hvor fyrir ÍBV. Lokatökur 2-2. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bein útsending: KR-Stjarnan

KR tekur á móti Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta.  Leikurinn er afar mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í efri hluta úrslitakeppninnar en sýnt er frá leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Heimir í viðræður við HB

Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson gæti mögulega verið á leið aftur til starfa í Færeyjum þar sem hann starfaði við afar góðan orðstír.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlægðu Leikni

Víkingar rótburstuðu Leikni úr Breiðholti í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0. Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar.

Íslenski boltinn