Fótbolti

Fréttamynd

Hákon Arnar og Mikael meðal fimm bestu

Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson voru meðal þeirra fimm leikmanna sem danski miðillinn Tipsbladet valdi sem fimm bestu sóknarþenkjandi miðjumenn dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Eitt lið á vellinum“

Valur sigraði HK 5-0 í Kórnum í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur að leikslokum eftir stórsigur sinna manna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Sel­foss 3-0 | Öruggt hjá heimaliðinu og gestirnir límdir við botninn

Þór/KA gerði sér lítið fyrir og rúllaði Selfoss upp í fyrsta leik 8. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Selfoss situr sem fastast á botninum á meðan Þór/KA lyfti sér upp í 4. sæti. Liðin þurftu bæði á sigri að halda í dag enda hafði hvorugt liðið unnið leik síðan í 4. umferð deildarinnar sem fram fór um miðjan maí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Messi í Miami mun bylta MLS-deildinni þökk sé Apple og Adidas

Lionel Messi hefur ákveðið að hans næsta skref á knattspyrnuferlinum verði tekið í Miami í Bandaríkjunum. Heimsmeistarinn hefur samið við Inter Miami og stefnir á að gera slökustu sóknarlínu MLS-deildarinnar samkeppnishæfa. Ljóst er að koma hans í deildina mun auka áhuga á henni til muna.

Fótbolti
Fréttamynd

Pep sá fyrsti í sögunni

Manchester City vann Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar með unnu lærisveinar Pep Guardiola þrennuna svokölluðu. Þeir eru Englands-, FA bikar- og Evrópumeistarar. Er þetta önnur þrennan sem Pep vinnur á ferli sínum sem þjálfari.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester City Evrópumeistari 2023

Manchester City er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Man City varð þar með annað lið í sögu Englands til að vinna þrennuna.

Fótbolti
Fréttamynd

Tielemans á leið til Villa

Youri Tielemans, miðjumaður Leicester City, hefur samþykkt að ganga til liðs við Aston Villa þegar samningur hans við Refina rennur út í sumar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Eig­andinn mætir loks á völlinn

Sheikh Mansour, eigandi Englandsmeistara Manchester City, verður á vellinum þegar lið hans mætir Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eigandinn hefur ekki mætt á leik undanfarin 13 ár

Fótbolti
Fréttamynd

Shakira fer úr boltanum í for­múluna

Kólumbíska stjarnan Shakira virðist vera búin að finna sér nýjan elsk­huga ef marka má myndir sem náðust af henni með breska ökuþórnum Lewis Hamilton í Madríd. Í síðasta mánuði sást parið einnig saman á snekkju í Miami.

Lífið