Messi í Miami mun bylta MLS-deildinni þökk sé Apple og Adidas Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2023 07:57 Messi mætir í MLS-deildina í Miami. Vísir/Getty Lionel Messi hefur ákveðið að hans næsta skref á knattspyrnuferlinum verði tekið í Miami í Bandaríkjunum. Heimsmeistarinn hefur samið við Inter Miami og stefnir á að gera slökustu sóknarlínu MLS-deildarinnar samkeppnishæfa. Ljóst er að koma hans í deildina mun auka áhuga á henni til muna. Hinn 35 ára gamli Messi staðfesti á dögunum að Inter Miami yrði þriðja liðið sem hann myndi spila fyrir á atvinnumannaferli sínum. Hann hóf ferilinn eins og alþjóð veit í Katalóníu hjá Barcelona en færði sig til París Saint-Germain árið 2021. Samningur hans þar er við það að renna út og þó það hafi verið orðrómar um að hann myndi snúa aftur til Katalóníu eða þá til Sádi-Arabíu sem virðist vera í tísku þá ákvað Messi að halda til Miami. Messi er ekki fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við MLS-deildina en margar stjörnur hafa ákveðið að enda ferilinn í Bandaríkjunum. Það virðist þó sem samningur Messi sé ekki líkur neinu sem við höfum séð áður. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum fær Messi 53 milljónir Bandaríkjadala frá Inter Miami á ári eða tæplega sjö og hálfan milljarð íslenskra króna. Með þessu verður Messi fimmti launahæsti íþróttamaðurinn í Bandaríkjunum en það sem meira er, Apple og Adidas munu einnig greiða honum svo reikna má með að tékkinn verði enn hærri. Apple á réttinn að MLS-deildinni og selur svokallaðan „League Pass“ fyrir alla leiki deildarinnar. Mun Messi fá prósentu af þeim fjölda sem kaupir sér áskrift sérstaklega til að sjá hann spila. Þá mun hann fá hluta af treyjusölu Inter Miami en félagið leikur í Adidas. Ofan á allt þetta mun Messi fá eignarhlut í félaginu sjálfu. From @TheAthleticFC: Lionel Messi and Inter Miami are set to embark on one of the most fascinating MLS experiments yet.How does the world's best player perform when you put him in the division's worst team? https://t.co/c4sqaY0tDy— The New York Times (@nytimes) June 10, 2023 Búist er við miklu af Messi og tæknilega séð gæti hann spilað sína fyrstu leiki strax í júlí eftir að samningur hans við PSG rennur út og hann verður tilkynntur sem leikmaður Inter Miami. Það gæti þó farið svo að leikmaðurinn taki sér örlítið sumarfrí þar sem hann er farinn að nálgast 36 ára afmælisdaginn. Það sem er vitað er að Messi vill fá fleiri stór nöfn til liðs við Inter Miami. Sergio Busquets og Ángel Di María hafa verið nefndir til sögunnar en eitthvað þarf að breytast hjá liðinu sem er með lélegustu sóknarlínu deildarinnar. Einnig er ljóst að innkoma hans mun auka áhuga á deildinni til muna en miðasala á leiki Inter Miami hefur þegar aukist þó ekki sé vitað hvenær Messi mun leika sinn fyrsta leik. Sem stendur er Inter Miami í 15. og neðsta sæti Austurdeildar. Liðið er þó aðeins sex stigum frá því að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni og hver veit nema innkoma Messi verði sú innspýting sem liðið þarf. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Messi staðfesti á dögunum að Inter Miami yrði þriðja liðið sem hann myndi spila fyrir á atvinnumannaferli sínum. Hann hóf ferilinn eins og alþjóð veit í Katalóníu hjá Barcelona en færði sig til París Saint-Germain árið 2021. Samningur hans þar er við það að renna út og þó það hafi verið orðrómar um að hann myndi snúa aftur til Katalóníu eða þá til Sádi-Arabíu sem virðist vera í tísku þá ákvað Messi að halda til Miami. Messi er ekki fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við MLS-deildina en margar stjörnur hafa ákveðið að enda ferilinn í Bandaríkjunum. Það virðist þó sem samningur Messi sé ekki líkur neinu sem við höfum séð áður. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum fær Messi 53 milljónir Bandaríkjadala frá Inter Miami á ári eða tæplega sjö og hálfan milljarð íslenskra króna. Með þessu verður Messi fimmti launahæsti íþróttamaðurinn í Bandaríkjunum en það sem meira er, Apple og Adidas munu einnig greiða honum svo reikna má með að tékkinn verði enn hærri. Apple á réttinn að MLS-deildinni og selur svokallaðan „League Pass“ fyrir alla leiki deildarinnar. Mun Messi fá prósentu af þeim fjölda sem kaupir sér áskrift sérstaklega til að sjá hann spila. Þá mun hann fá hluta af treyjusölu Inter Miami en félagið leikur í Adidas. Ofan á allt þetta mun Messi fá eignarhlut í félaginu sjálfu. From @TheAthleticFC: Lionel Messi and Inter Miami are set to embark on one of the most fascinating MLS experiments yet.How does the world's best player perform when you put him in the division's worst team? https://t.co/c4sqaY0tDy— The New York Times (@nytimes) June 10, 2023 Búist er við miklu af Messi og tæknilega séð gæti hann spilað sína fyrstu leiki strax í júlí eftir að samningur hans við PSG rennur út og hann verður tilkynntur sem leikmaður Inter Miami. Það gæti þó farið svo að leikmaðurinn taki sér örlítið sumarfrí þar sem hann er farinn að nálgast 36 ára afmælisdaginn. Það sem er vitað er að Messi vill fá fleiri stór nöfn til liðs við Inter Miami. Sergio Busquets og Ángel Di María hafa verið nefndir til sögunnar en eitthvað þarf að breytast hjá liðinu sem er með lélegustu sóknarlínu deildarinnar. Einnig er ljóst að innkoma hans mun auka áhuga á deildinni til muna en miðasala á leiki Inter Miami hefur þegar aukist þó ekki sé vitað hvenær Messi mun leika sinn fyrsta leik. Sem stendur er Inter Miami í 15. og neðsta sæti Austurdeildar. Liðið er þó aðeins sex stigum frá því að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni og hver veit nema innkoma Messi verði sú innspýting sem liðið þarf.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn