Messi í Miami mun bylta MLS-deildinni þökk sé Apple og Adidas Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2023 07:57 Messi mætir í MLS-deildina í Miami. Vísir/Getty Lionel Messi hefur ákveðið að hans næsta skref á knattspyrnuferlinum verði tekið í Miami í Bandaríkjunum. Heimsmeistarinn hefur samið við Inter Miami og stefnir á að gera slökustu sóknarlínu MLS-deildarinnar samkeppnishæfa. Ljóst er að koma hans í deildina mun auka áhuga á henni til muna. Hinn 35 ára gamli Messi staðfesti á dögunum að Inter Miami yrði þriðja liðið sem hann myndi spila fyrir á atvinnumannaferli sínum. Hann hóf ferilinn eins og alþjóð veit í Katalóníu hjá Barcelona en færði sig til París Saint-Germain árið 2021. Samningur hans þar er við það að renna út og þó það hafi verið orðrómar um að hann myndi snúa aftur til Katalóníu eða þá til Sádi-Arabíu sem virðist vera í tísku þá ákvað Messi að halda til Miami. Messi er ekki fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við MLS-deildina en margar stjörnur hafa ákveðið að enda ferilinn í Bandaríkjunum. Það virðist þó sem samningur Messi sé ekki líkur neinu sem við höfum séð áður. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum fær Messi 53 milljónir Bandaríkjadala frá Inter Miami á ári eða tæplega sjö og hálfan milljarð íslenskra króna. Með þessu verður Messi fimmti launahæsti íþróttamaðurinn í Bandaríkjunum en það sem meira er, Apple og Adidas munu einnig greiða honum svo reikna má með að tékkinn verði enn hærri. Apple á réttinn að MLS-deildinni og selur svokallaðan „League Pass“ fyrir alla leiki deildarinnar. Mun Messi fá prósentu af þeim fjölda sem kaupir sér áskrift sérstaklega til að sjá hann spila. Þá mun hann fá hluta af treyjusölu Inter Miami en félagið leikur í Adidas. Ofan á allt þetta mun Messi fá eignarhlut í félaginu sjálfu. From @TheAthleticFC: Lionel Messi and Inter Miami are set to embark on one of the most fascinating MLS experiments yet.How does the world's best player perform when you put him in the division's worst team? https://t.co/c4sqaY0tDy— The New York Times (@nytimes) June 10, 2023 Búist er við miklu af Messi og tæknilega séð gæti hann spilað sína fyrstu leiki strax í júlí eftir að samningur hans við PSG rennur út og hann verður tilkynntur sem leikmaður Inter Miami. Það gæti þó farið svo að leikmaðurinn taki sér örlítið sumarfrí þar sem hann er farinn að nálgast 36 ára afmælisdaginn. Það sem er vitað er að Messi vill fá fleiri stór nöfn til liðs við Inter Miami. Sergio Busquets og Ángel Di María hafa verið nefndir til sögunnar en eitthvað þarf að breytast hjá liðinu sem er með lélegustu sóknarlínu deildarinnar. Einnig er ljóst að innkoma hans mun auka áhuga á deildinni til muna en miðasala á leiki Inter Miami hefur þegar aukist þó ekki sé vitað hvenær Messi mun leika sinn fyrsta leik. Sem stendur er Inter Miami í 15. og neðsta sæti Austurdeildar. Liðið er þó aðeins sex stigum frá því að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni og hver veit nema innkoma Messi verði sú innspýting sem liðið þarf. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Messi staðfesti á dögunum að Inter Miami yrði þriðja liðið sem hann myndi spila fyrir á atvinnumannaferli sínum. Hann hóf ferilinn eins og alþjóð veit í Katalóníu hjá Barcelona en færði sig til París Saint-Germain árið 2021. Samningur hans þar er við það að renna út og þó það hafi verið orðrómar um að hann myndi snúa aftur til Katalóníu eða þá til Sádi-Arabíu sem virðist vera í tísku þá ákvað Messi að halda til Miami. Messi er ekki fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við MLS-deildina en margar stjörnur hafa ákveðið að enda ferilinn í Bandaríkjunum. Það virðist þó sem samningur Messi sé ekki líkur neinu sem við höfum séð áður. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum fær Messi 53 milljónir Bandaríkjadala frá Inter Miami á ári eða tæplega sjö og hálfan milljarð íslenskra króna. Með þessu verður Messi fimmti launahæsti íþróttamaðurinn í Bandaríkjunum en það sem meira er, Apple og Adidas munu einnig greiða honum svo reikna má með að tékkinn verði enn hærri. Apple á réttinn að MLS-deildinni og selur svokallaðan „League Pass“ fyrir alla leiki deildarinnar. Mun Messi fá prósentu af þeim fjölda sem kaupir sér áskrift sérstaklega til að sjá hann spila. Þá mun hann fá hluta af treyjusölu Inter Miami en félagið leikur í Adidas. Ofan á allt þetta mun Messi fá eignarhlut í félaginu sjálfu. From @TheAthleticFC: Lionel Messi and Inter Miami are set to embark on one of the most fascinating MLS experiments yet.How does the world's best player perform when you put him in the division's worst team? https://t.co/c4sqaY0tDy— The New York Times (@nytimes) June 10, 2023 Búist er við miklu af Messi og tæknilega séð gæti hann spilað sína fyrstu leiki strax í júlí eftir að samningur hans við PSG rennur út og hann verður tilkynntur sem leikmaður Inter Miami. Það gæti þó farið svo að leikmaðurinn taki sér örlítið sumarfrí þar sem hann er farinn að nálgast 36 ára afmælisdaginn. Það sem er vitað er að Messi vill fá fleiri stór nöfn til liðs við Inter Miami. Sergio Busquets og Ángel Di María hafa verið nefndir til sögunnar en eitthvað þarf að breytast hjá liðinu sem er með lélegustu sóknarlínu deildarinnar. Einnig er ljóst að innkoma hans mun auka áhuga á deildinni til muna en miðasala á leiki Inter Miami hefur þegar aukist þó ekki sé vitað hvenær Messi mun leika sinn fyrsta leik. Sem stendur er Inter Miami í 15. og neðsta sæti Austurdeildar. Liðið er þó aðeins sex stigum frá því að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni og hver veit nema innkoma Messi verði sú innspýting sem liðið þarf.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira