Shakira fer úr boltanum í formúluna Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2023 12:29 Lewis Hamilton og Shakira sáust saman á snekkju í Miami í síðasta mánuði. Í vikunni náðist mynd af þeim borða saman kvöldverð í Madríd. Getty/Samsett Kólumbíska stjarnan Shakira virðist vera búin að finna sér nýjan elskhuga ef marka má myndir sem náðust af henni með breska ökuþórnum Lewis Hamilton í Madríd. Í síðasta mánuði sást parið einnig saman á snekkju í Miami. Shakira virðist því vera endanlega búin að jafna sig á fyrrverandi eiginmanni sínum, fótboltamanninum Gerard Pique. Þau skildu á síðasta ári eftir ellefu ára samband þegar upp komst um meint framhjáhald hans. Shakira hafði þá sett sig í spor spæjara og komst að því að engin á heimilinu borðaði jarðarberjasultu sem fannst í ísskápnum. Sultan gat því aðeins verið komin frá viðhaldi Pique. Í janúar á þessu ári gaf Shakira síðan út valdeflandi lag þar sem hún fór hörðum orðum um Pique og framhjáhald hans með hinni 22 ára Clöru Chiu Marti. Hún óskaði Pique þar góðs gengis með nýju konunni en segir hann hafa gert léleg skipti, hún sjálf væri virði tveggja 22 ára stelpna. „Þú skiptir Ferrari út fyrir Twingo. Þú skiptir Rolex-úri fyrir Casio-úr,“ söng Shakira í laginu sem er hægt að hlusta á hér fyrir ofan. Skömmu síðar sást Pique ganga um með Casio-úr og sagðist hann vera búinn að gera samstarfssamning við fyrirtækið. Casio neitaði því hins vegar. Ökuþór í stað varnatrölls En nú er allt dramað yfirstaðið og virðist Shakira vera búinn að finna sér nýjan íþróttamann. Í síðasta mánuði náðust myndir af Shakiru og Lewis Hamilton þar sem þau voru stödd á snekkju í Miami ásamt góðum félögum. Shakira horfir á Lewis Hamilton á snekkjunni í Miami.Getty Í fyrradag náðust síðan myndir af Shakiru og Hamilton borða kvöldmat saman í Madríd eftir að hann komst á pall í Spánar-kappakstrinum í borginni. Á myndinni má greinilega sjá hvernig Hamilton heldur utan um mitt Shakiru. Þá hafði hún fyrr um daginn mætt á kappakstursbrautina til að hvetja Hamilton áfram. Sir Lewis Hamilton on a friendly dinner post #SpanishGP. pic.twitter.com/35WvM3amdz— deni (@fiagirly) June 4, 2023 Einnig birtist myndband á Twitter af Shakiru skemmta sér með Hamilton á skemmtistað. Með þeim á klúbbnum voru fótboltamenn PSG, þeir Kylian Mpabbe og Neymar. Shakira with Lewis Hamilton, Mbappé, and Neymar in Barcelona last night. pic.twitter.com/ar3ztX5c8I— shakirastuff | fan account (@shakirastuff_) June 5, 2023 Æstur Cruise taldi sig finna fyrir neistum Hamilton er þó ekki eini maðurinn sem hefur haft augastað á kólumbísku söngkonunni upp á síðkastið. Söngkonan hitti bandaríska leikarann Tom Cruise á formúlunni í Miami í síðasta mánuði og að sögn slúðurmiðla vestanhafs varð Cruise bergnuminn af henni. Shakira og Tom Cruise voru bæði viðstödd formúluna í Miami í síðasta mánuði.Getty Í kjölfarið hafi Cruise sent henni blóm og reyndi ítrekað að fanga hug hennar. Hann taldi sig finna fyrir neistum á milli þeirra tveggja en tilfinningin var ekki gagnkvæm og þurfti Shakira að biðla til hans að láta sig í friði. Að sögn heimildamanns vildi Shakira ekki gera Cruise vandræðalegan en hún hefði ekki áhuga á honum og hafi aðeins verið vinaleg þegar þau hittust. Akstursíþróttir Spánn Fótbolti Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Piqué frumsýndi „Casio-kærustuna“ Gerard Piqué, fyrrverandi leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, frumsýndi nýju kærustuna sína á Instagram. Sú heitir Clara og er tólf árum yngri en Piqué, eða 23 ára. 26. janúar 2023 12:46 Shakira lætur Pique heyra það í nýju lagi Kólumbíska tónlistarkonan Shakira lætur fyrrverandi eiginmann sinn, knattspyrnumanninn Gerard Pique, heyra það í nýju lagi sem kom út í gær. Hjónin fyrrverandi skildu í sumar eftir ellefu ára hjónaband þegar upp komst um framhjáhald Pique. 13. janúar 2023 14:19 Shakira og Piqué skilja eftir ellefu ára samband Kólumbíska tónlistarkonan Shakira og knattspyrnumaðurinn Gerard Piqué hafa ákveðið að skilja að borði og sæng eftir ellefu ára samband. 4. júní 2022 21:08 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Sjá meira
Shakira virðist því vera endanlega búin að jafna sig á fyrrverandi eiginmanni sínum, fótboltamanninum Gerard Pique. Þau skildu á síðasta ári eftir ellefu ára samband þegar upp komst um meint framhjáhald hans. Shakira hafði þá sett sig í spor spæjara og komst að því að engin á heimilinu borðaði jarðarberjasultu sem fannst í ísskápnum. Sultan gat því aðeins verið komin frá viðhaldi Pique. Í janúar á þessu ári gaf Shakira síðan út valdeflandi lag þar sem hún fór hörðum orðum um Pique og framhjáhald hans með hinni 22 ára Clöru Chiu Marti. Hún óskaði Pique þar góðs gengis með nýju konunni en segir hann hafa gert léleg skipti, hún sjálf væri virði tveggja 22 ára stelpna. „Þú skiptir Ferrari út fyrir Twingo. Þú skiptir Rolex-úri fyrir Casio-úr,“ söng Shakira í laginu sem er hægt að hlusta á hér fyrir ofan. Skömmu síðar sást Pique ganga um með Casio-úr og sagðist hann vera búinn að gera samstarfssamning við fyrirtækið. Casio neitaði því hins vegar. Ökuþór í stað varnatrölls En nú er allt dramað yfirstaðið og virðist Shakira vera búinn að finna sér nýjan íþróttamann. Í síðasta mánuði náðust myndir af Shakiru og Lewis Hamilton þar sem þau voru stödd á snekkju í Miami ásamt góðum félögum. Shakira horfir á Lewis Hamilton á snekkjunni í Miami.Getty Í fyrradag náðust síðan myndir af Shakiru og Hamilton borða kvöldmat saman í Madríd eftir að hann komst á pall í Spánar-kappakstrinum í borginni. Á myndinni má greinilega sjá hvernig Hamilton heldur utan um mitt Shakiru. Þá hafði hún fyrr um daginn mætt á kappakstursbrautina til að hvetja Hamilton áfram. Sir Lewis Hamilton on a friendly dinner post #SpanishGP. pic.twitter.com/35WvM3amdz— deni (@fiagirly) June 4, 2023 Einnig birtist myndband á Twitter af Shakiru skemmta sér með Hamilton á skemmtistað. Með þeim á klúbbnum voru fótboltamenn PSG, þeir Kylian Mpabbe og Neymar. Shakira with Lewis Hamilton, Mbappé, and Neymar in Barcelona last night. pic.twitter.com/ar3ztX5c8I— shakirastuff | fan account (@shakirastuff_) June 5, 2023 Æstur Cruise taldi sig finna fyrir neistum Hamilton er þó ekki eini maðurinn sem hefur haft augastað á kólumbísku söngkonunni upp á síðkastið. Söngkonan hitti bandaríska leikarann Tom Cruise á formúlunni í Miami í síðasta mánuði og að sögn slúðurmiðla vestanhafs varð Cruise bergnuminn af henni. Shakira og Tom Cruise voru bæði viðstödd formúluna í Miami í síðasta mánuði.Getty Í kjölfarið hafi Cruise sent henni blóm og reyndi ítrekað að fanga hug hennar. Hann taldi sig finna fyrir neistum á milli þeirra tveggja en tilfinningin var ekki gagnkvæm og þurfti Shakira að biðla til hans að láta sig í friði. Að sögn heimildamanns vildi Shakira ekki gera Cruise vandræðalegan en hún hefði ekki áhuga á honum og hafi aðeins verið vinaleg þegar þau hittust.
Akstursíþróttir Spánn Fótbolti Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Piqué frumsýndi „Casio-kærustuna“ Gerard Piqué, fyrrverandi leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, frumsýndi nýju kærustuna sína á Instagram. Sú heitir Clara og er tólf árum yngri en Piqué, eða 23 ára. 26. janúar 2023 12:46 Shakira lætur Pique heyra það í nýju lagi Kólumbíska tónlistarkonan Shakira lætur fyrrverandi eiginmann sinn, knattspyrnumanninn Gerard Pique, heyra það í nýju lagi sem kom út í gær. Hjónin fyrrverandi skildu í sumar eftir ellefu ára hjónaband þegar upp komst um framhjáhald Pique. 13. janúar 2023 14:19 Shakira og Piqué skilja eftir ellefu ára samband Kólumbíska tónlistarkonan Shakira og knattspyrnumaðurinn Gerard Piqué hafa ákveðið að skilja að borði og sæng eftir ellefu ára samband. 4. júní 2022 21:08 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Sjá meira
Piqué frumsýndi „Casio-kærustuna“ Gerard Piqué, fyrrverandi leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, frumsýndi nýju kærustuna sína á Instagram. Sú heitir Clara og er tólf árum yngri en Piqué, eða 23 ára. 26. janúar 2023 12:46
Shakira lætur Pique heyra það í nýju lagi Kólumbíska tónlistarkonan Shakira lætur fyrrverandi eiginmann sinn, knattspyrnumanninn Gerard Pique, heyra það í nýju lagi sem kom út í gær. Hjónin fyrrverandi skildu í sumar eftir ellefu ára hjónaband þegar upp komst um framhjáhald Pique. 13. janúar 2023 14:19
Shakira og Piqué skilja eftir ellefu ára samband Kólumbíska tónlistarkonan Shakira og knattspyrnumaðurinn Gerard Piqué hafa ákveðið að skilja að borði og sæng eftir ellefu ára samband. 4. júní 2022 21:08