Körfubolti Leikmenn handboltaliðsins heiðursgestir í kvöld Leikmenn handboltaliðs Vals verða heiðursgestir á oddaleik Vals við Grindavík um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta að Hlíðarenda í kvöld. Þetta staðfestir formaður körfuknattleiksdeildar. Körfubolti 29.5.2024 12:31 Martin og félagar töpuðu fyrsta leik undanúrslitanna Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín máttu þola tap gegn Chemnitz í fyrsta leik undanúrslita þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Körfubolti 28.5.2024 20:46 Goðsögnin Bill Walton látinn William Theodore (Bill) Walton III er látinn 71 árs að aldri. Körfubolti 27.5.2024 18:01 Ætlar að skjóta Timberwolves inn í seríuna Minnesota Timberwolves er 2-0 undir gegn Dallas Mavericks í úrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Þriðji leikur liðanna hefst á miðnætti í kvöld og hefur Anthony Edwards lofað að hann muni gera allt í sinu valdi til að koma Timberwolves inn í einvígið. Körfubolti 26.5.2024 22:45 „Tapaður bolti og Basile setur þrist“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, þarf að undirbúa lið sitt fyrir þriðja oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum eftir dramatískt tap gegn Grindavík í Smáranum í kvöld, 80-78. Körfubolti 26.5.2024 22:29 „Ég elska að við töpum ekki hér“ Dedrick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld í dramatískum leik. Hann lét sér ekki nægja að vera langstigahæstur með 32 stig heldur skoraði hann einnig sigurkörfuna níu sekúndum fyrir leikslok. Körfubolti 26.5.2024 22:06 Loks vann Boston leik tvö Boston Celtics tók 2-0 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA í nótt með öruggum 126-110 sigri gegn Indiana Pacers. Körfubolti 24.5.2024 07:40 „Þeir bara börðu okkur út úr þessu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ekki upplitsdjarfur þegar hann mætti í viðtal til Andra Más eftir stórt tap gegn Valsmönnum í kvöld en hann sagði sína menn hafa orðið undir í baráttu og ákefð að þessu sinni. Körfubolti 23.5.2024 22:17 „Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“ Frank Aron Booker lék við hvurn sinn fingur í kvöld þegar Valsmenn lögðu Grindvíkinga örugglega í þriðja leik liðanna í úrslitarimmu Subway-deildar karla. Frank skoraði 20 stig og bætti við sjö fráköstum og tveimur stolnum boltum. Körfubolti 23.5.2024 21:45 Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 80-62 | Sannfærandi sigur Valsmanna Valsmenn tóku á móti Grindvíkingum á Hlíðarenda í kvöld en fyrir leikinn var úrslitaeinvígið í járnum, bæði lið búin að vinna einn leik og ljóst að sigurvegari kvöldsins yrði aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Körfubolti 23.5.2024 18:31 Skilur ekki fullorðið fólk sem rífur Caitlin Clark niður LeBron James hefur fengið sig fullsaddan af því að sjá og hlusta á fullorðið fólk reyna að rífa Caitlin Clark, eina efnilegustu körfuboltakonu heims, niður með eilífu skítkasti. Körfubolti 23.5.2024 11:30 Dallas leiðir eftir stórleik Luka og Kyrie Dallas Mavericks lagði Minnesota Timberwolves í fyrsta leik liðanna í úrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar. Leikurinn var æsispennandi og á endanum skildu aðeins þrjú stig liðin að, lokatölur 108-105 Dallas í vil. Körfubolti 23.5.2024 10:30 LaMelo kærður fyrir að keyra á ungan dreng Móðir ungs drengs í Charlotte í Bandaríkjunum hefur kært körfuboltamanninn LaMelo LaFrance Ball, leikmann Charlotte Hornets í NBA-deildinni, fyrir að keyra yfir fótinn á syni sínum þegar Ball var að keyra frá Spectrum-höllinni, heimavelli liðsins. Körfubolti 23.5.2024 08:30 Íslandsmeistarinn Sverrir Þór hættur með Keflavík Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur í körfubolta kvenna, tilkynnti í viðtali við Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Njarðvík í þriðja leik úrslita Subway-deildarinnar að hann væri hættur sem þjálfari liðsins. Íslandsmeistararnir eru því í þjálfaraleit fyrir komandi tímabil. Körfubolti 23.5.2024 07:31 Myndasyrpa: Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflavík er Íslandsmeistari kvenna í körfubolta árið 2024. Liðið lagði Njarðvík örugglega í þremur leikjum og er óumdeilanlega besta lið landsins. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu og myndaði leikinn sem og fagnaðarlæti Keflavíkur í leikslok. Körfubolti 22.5.2024 23:01 „Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“ Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var í sjöunda himni yfir því að lyfta Íslandsmeistaratitlinum með uppeldisfélaginu sínu og æskuvinkonum sínum en Keflavík lagði Njarðvík 72-56 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í kvöld. Körfubolti 22.5.2024 21:56 „Þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var klökkur þegar hann mætti í viðtal eftir að lið hans hafði tapað fyrir Keflavík í þriðja leik liðanna í úrslitum. Tapið þýðir að Keflavík er Íslandsmeistari 2024 en um var að ræða síðasta leik Rúnars Inga með liðið. Körfubolti 22.5.2024 21:50 Hlaðvarpsvinur LeBron líklegastur til að taka við Lakers Leikmaðurinn fyrrverandi Jonathan Clay „JJ“ Reddick hefur óvænt verið orðaður við þjálfarastöðu Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Það vekur athygli þar sem undanfarnar vikur hefur hann haldið úti hlaðvarpi með LeBron James, skærustu stjörnu Lakers. Körfubolti 22.5.2024 07:00 Jamil mun stýra Val í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð Valur hefur ráðið Jamil Abiad sem aðalþjálfara meistaraflokks kvenna í körfubolta fyrir komandi tímabil. Mun hann því stýra liðinu í Subway-deild kvenna ásamt því að aðstoða Finn Frey Stefánsson með karlalið félagsins. Körfubolti 21.5.2024 20:15 Martin og félagar tóku sópinn með sér Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson og liðsfélagar hans í Alba Berlín eru komnir í undanúrslit þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta þökk sé sópi á Bonn í 8-liða úrslitum. Körfubolti 21.5.2024 19:06 „Eins og Svali segir: Móðir allra íþrótta“ Grindavík sóttu sterkan sigur gegn Val í öðrum leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla í körfubolta, 93-89, og jöfnuðu einvígið. Körfubolti 20.5.2024 21:55 „Spilum eins og það sé enginn morgundagur“ Daniel Mortensen setti niður þriggja stiga skot þegar 21 sekúnda var eftir af leik Grindavíkur og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Staðan þá var jöfn 89-89 en karfan frá Mortensen svo gott sem tryggði sigur Grindavíkur sem hefur nú jafnað metin í einvíginu. Daninn var því eðlilega kampakátur þegar hann mætti í viðtal eftir leik. Körfubolti 20.5.2024 21:35 „Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona svakalegum leik“ Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, gat að lokum fagnað sigri í kvöld gegn Njarðvík en það tók sinn tíma. Framlengja þurfti leikinn í tvígang og spennustigið var hátt, lokatölur í Keflavík 94-91. Körfubolti 16.5.2024 23:22 „Svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar til að klára“ Sjaldan eða aldrei hefur þjálfari mætt í viðtal jafn augljóslega brjálaður yfir úrslitum leiks og Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í kvöld, en hans konur máttu þola tap í Keflavík 94-91 eftir tvíframlengdan leik. Körfubolti 16.5.2024 22:54 Feðgar þjálfa Breiðablik: „Gott fyrir okkur báða að vera saman“ Feðgarnir Hrafn Kristjánsson og Mikael Máni Hrafnsson munu saman þjálfa karlalið Breiðabliks í fyrstu deildinni í körfubolta á næsta tímabili. Eðlileg lokun á einhvers konar hring segir faðirinn en Mikael hefur verið, frá sex ára aldri, með einhverjum hætti viðloðandi hans þjálfaraferil. Körfubolti 16.5.2024 10:01 Óbein yfirlýsing frá DeAndre Kane Mikið hefur verið hvíslað og kvabbað um liðsandann hjá Grindavík og hvort DeAndre Kane sé mögulega að hafa neikvæð áhrif á liðsfélaga sína. Kane sendi óbeina yfirlýsingu í viðtali eftir leik í kvöld þegar hann mætti með öllum liðsfélögum sínum í viðtalið. Körfubolti 14.5.2024 23:50 Hvað var LeBron að gera í Cleveland? LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers, var staddur í heimaborg sinni Cleveland nýverið þar sem Cleveland Cavaliers mættu Boston Celtics í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vakti athygli þar sem LeBron gæti fengið sig lausan frá Lakers í sumar. Körfubolti 14.5.2024 23:31 „Rosalega mikilvægt fyrir okkur og samfélagið í Grindavík“ Grindvíkingar troðfylltu Smárann í Kópavogi í kvöld og sáu sína menn valta yfir granna sína úr Keflavík, 112-63. Grindvíkingar því komnir í úrslit Subway-deildar karla sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í Grindavík. Körfubolti 14.5.2024 22:53 „Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir stórt tap gegn Grindavík í kvöld og að liðið hafi náð að koma einvíginu í fimm leiki án þeirra besta leikmanns. Körfubolti 14.5.2024 22:29 „Ákváðum að byrja fyrstu fimm mínúturnar í þriðja af krafti“ Grindvíkingar eru komnir í úrslit Subway-deildar karla eftir að hafa gjörsigrað Keflavík í oddaleik í Smáranum í kvöld, 112-63, en þriðji leikhluti var ótrúlegur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Körfubolti 14.5.2024 22:08 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 219 ›
Leikmenn handboltaliðsins heiðursgestir í kvöld Leikmenn handboltaliðs Vals verða heiðursgestir á oddaleik Vals við Grindavík um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta að Hlíðarenda í kvöld. Þetta staðfestir formaður körfuknattleiksdeildar. Körfubolti 29.5.2024 12:31
Martin og félagar töpuðu fyrsta leik undanúrslitanna Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín máttu þola tap gegn Chemnitz í fyrsta leik undanúrslita þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Körfubolti 28.5.2024 20:46
Goðsögnin Bill Walton látinn William Theodore (Bill) Walton III er látinn 71 árs að aldri. Körfubolti 27.5.2024 18:01
Ætlar að skjóta Timberwolves inn í seríuna Minnesota Timberwolves er 2-0 undir gegn Dallas Mavericks í úrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Þriðji leikur liðanna hefst á miðnætti í kvöld og hefur Anthony Edwards lofað að hann muni gera allt í sinu valdi til að koma Timberwolves inn í einvígið. Körfubolti 26.5.2024 22:45
„Tapaður bolti og Basile setur þrist“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, þarf að undirbúa lið sitt fyrir þriðja oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum eftir dramatískt tap gegn Grindavík í Smáranum í kvöld, 80-78. Körfubolti 26.5.2024 22:29
„Ég elska að við töpum ekki hér“ Dedrick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld í dramatískum leik. Hann lét sér ekki nægja að vera langstigahæstur með 32 stig heldur skoraði hann einnig sigurkörfuna níu sekúndum fyrir leikslok. Körfubolti 26.5.2024 22:06
Loks vann Boston leik tvö Boston Celtics tók 2-0 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA í nótt með öruggum 126-110 sigri gegn Indiana Pacers. Körfubolti 24.5.2024 07:40
„Þeir bara börðu okkur út úr þessu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ekki upplitsdjarfur þegar hann mætti í viðtal til Andra Más eftir stórt tap gegn Valsmönnum í kvöld en hann sagði sína menn hafa orðið undir í baráttu og ákefð að þessu sinni. Körfubolti 23.5.2024 22:17
„Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“ Frank Aron Booker lék við hvurn sinn fingur í kvöld þegar Valsmenn lögðu Grindvíkinga örugglega í þriðja leik liðanna í úrslitarimmu Subway-deildar karla. Frank skoraði 20 stig og bætti við sjö fráköstum og tveimur stolnum boltum. Körfubolti 23.5.2024 21:45
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 80-62 | Sannfærandi sigur Valsmanna Valsmenn tóku á móti Grindvíkingum á Hlíðarenda í kvöld en fyrir leikinn var úrslitaeinvígið í járnum, bæði lið búin að vinna einn leik og ljóst að sigurvegari kvöldsins yrði aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Körfubolti 23.5.2024 18:31
Skilur ekki fullorðið fólk sem rífur Caitlin Clark niður LeBron James hefur fengið sig fullsaddan af því að sjá og hlusta á fullorðið fólk reyna að rífa Caitlin Clark, eina efnilegustu körfuboltakonu heims, niður með eilífu skítkasti. Körfubolti 23.5.2024 11:30
Dallas leiðir eftir stórleik Luka og Kyrie Dallas Mavericks lagði Minnesota Timberwolves í fyrsta leik liðanna í úrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar. Leikurinn var æsispennandi og á endanum skildu aðeins þrjú stig liðin að, lokatölur 108-105 Dallas í vil. Körfubolti 23.5.2024 10:30
LaMelo kærður fyrir að keyra á ungan dreng Móðir ungs drengs í Charlotte í Bandaríkjunum hefur kært körfuboltamanninn LaMelo LaFrance Ball, leikmann Charlotte Hornets í NBA-deildinni, fyrir að keyra yfir fótinn á syni sínum þegar Ball var að keyra frá Spectrum-höllinni, heimavelli liðsins. Körfubolti 23.5.2024 08:30
Íslandsmeistarinn Sverrir Þór hættur með Keflavík Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur í körfubolta kvenna, tilkynnti í viðtali við Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Njarðvík í þriðja leik úrslita Subway-deildarinnar að hann væri hættur sem þjálfari liðsins. Íslandsmeistararnir eru því í þjálfaraleit fyrir komandi tímabil. Körfubolti 23.5.2024 07:31
Myndasyrpa: Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflavík er Íslandsmeistari kvenna í körfubolta árið 2024. Liðið lagði Njarðvík örugglega í þremur leikjum og er óumdeilanlega besta lið landsins. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu og myndaði leikinn sem og fagnaðarlæti Keflavíkur í leikslok. Körfubolti 22.5.2024 23:01
„Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“ Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var í sjöunda himni yfir því að lyfta Íslandsmeistaratitlinum með uppeldisfélaginu sínu og æskuvinkonum sínum en Keflavík lagði Njarðvík 72-56 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í kvöld. Körfubolti 22.5.2024 21:56
„Þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var klökkur þegar hann mætti í viðtal eftir að lið hans hafði tapað fyrir Keflavík í þriðja leik liðanna í úrslitum. Tapið þýðir að Keflavík er Íslandsmeistari 2024 en um var að ræða síðasta leik Rúnars Inga með liðið. Körfubolti 22.5.2024 21:50
Hlaðvarpsvinur LeBron líklegastur til að taka við Lakers Leikmaðurinn fyrrverandi Jonathan Clay „JJ“ Reddick hefur óvænt verið orðaður við þjálfarastöðu Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Það vekur athygli þar sem undanfarnar vikur hefur hann haldið úti hlaðvarpi með LeBron James, skærustu stjörnu Lakers. Körfubolti 22.5.2024 07:00
Jamil mun stýra Val í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð Valur hefur ráðið Jamil Abiad sem aðalþjálfara meistaraflokks kvenna í körfubolta fyrir komandi tímabil. Mun hann því stýra liðinu í Subway-deild kvenna ásamt því að aðstoða Finn Frey Stefánsson með karlalið félagsins. Körfubolti 21.5.2024 20:15
Martin og félagar tóku sópinn með sér Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson og liðsfélagar hans í Alba Berlín eru komnir í undanúrslit þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta þökk sé sópi á Bonn í 8-liða úrslitum. Körfubolti 21.5.2024 19:06
„Eins og Svali segir: Móðir allra íþrótta“ Grindavík sóttu sterkan sigur gegn Val í öðrum leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla í körfubolta, 93-89, og jöfnuðu einvígið. Körfubolti 20.5.2024 21:55
„Spilum eins og það sé enginn morgundagur“ Daniel Mortensen setti niður þriggja stiga skot þegar 21 sekúnda var eftir af leik Grindavíkur og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Staðan þá var jöfn 89-89 en karfan frá Mortensen svo gott sem tryggði sigur Grindavíkur sem hefur nú jafnað metin í einvíginu. Daninn var því eðlilega kampakátur þegar hann mætti í viðtal eftir leik. Körfubolti 20.5.2024 21:35
„Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona svakalegum leik“ Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, gat að lokum fagnað sigri í kvöld gegn Njarðvík en það tók sinn tíma. Framlengja þurfti leikinn í tvígang og spennustigið var hátt, lokatölur í Keflavík 94-91. Körfubolti 16.5.2024 23:22
„Svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar til að klára“ Sjaldan eða aldrei hefur þjálfari mætt í viðtal jafn augljóslega brjálaður yfir úrslitum leiks og Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í kvöld, en hans konur máttu þola tap í Keflavík 94-91 eftir tvíframlengdan leik. Körfubolti 16.5.2024 22:54
Feðgar þjálfa Breiðablik: „Gott fyrir okkur báða að vera saman“ Feðgarnir Hrafn Kristjánsson og Mikael Máni Hrafnsson munu saman þjálfa karlalið Breiðabliks í fyrstu deildinni í körfubolta á næsta tímabili. Eðlileg lokun á einhvers konar hring segir faðirinn en Mikael hefur verið, frá sex ára aldri, með einhverjum hætti viðloðandi hans þjálfaraferil. Körfubolti 16.5.2024 10:01
Óbein yfirlýsing frá DeAndre Kane Mikið hefur verið hvíslað og kvabbað um liðsandann hjá Grindavík og hvort DeAndre Kane sé mögulega að hafa neikvæð áhrif á liðsfélaga sína. Kane sendi óbeina yfirlýsingu í viðtali eftir leik í kvöld þegar hann mætti með öllum liðsfélögum sínum í viðtalið. Körfubolti 14.5.2024 23:50
Hvað var LeBron að gera í Cleveland? LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers, var staddur í heimaborg sinni Cleveland nýverið þar sem Cleveland Cavaliers mættu Boston Celtics í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vakti athygli þar sem LeBron gæti fengið sig lausan frá Lakers í sumar. Körfubolti 14.5.2024 23:31
„Rosalega mikilvægt fyrir okkur og samfélagið í Grindavík“ Grindvíkingar troðfylltu Smárann í Kópavogi í kvöld og sáu sína menn valta yfir granna sína úr Keflavík, 112-63. Grindvíkingar því komnir í úrslit Subway-deildar karla sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í Grindavík. Körfubolti 14.5.2024 22:53
„Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir stórt tap gegn Grindavík í kvöld og að liðið hafi náð að koma einvíginu í fimm leiki án þeirra besta leikmanns. Körfubolti 14.5.2024 22:29
„Ákváðum að byrja fyrstu fimm mínúturnar í þriðja af krafti“ Grindvíkingar eru komnir í úrslit Subway-deildar karla eftir að hafa gjörsigrað Keflavík í oddaleik í Smáranum í kvöld, 112-63, en þriðji leikhluti var ótrúlegur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Körfubolti 14.5.2024 22:08